Uppsveiflu Trumps lýkur fyrir páska Lars Christensen skrifar 7. desember 2016 09:00 Eitt sem er sérlega hrífandi í hagfræðinni er mikilvægi væntinganna. Neytendur og fjárfestar eru yfirleitt framsýnir og það þýðir að breytingar á hagstefnu hafa oft áhrif jafnvel áður en þær koma til framkvæmda. Dæmi um þetta eru væntingar um breytingar á peningamálastefnu. Þannig er almennt búist við að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti um 0,25 prósent í næstu viku. Þetta þýðir að ef við lítum á markaðina þá hefur stýrivaxtahækkunin þegar að miklu leyti verið tekin inn í verð á gjaldeyris-, skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðunum. Þetta þýðir að seðlabankinn hefur í raun nú þegar hert peningamálastefnuna, sem þýðir líka að væntanleg vaxtahækkun í næstu viku hefur nú þegar áhrif á bandaríska hagkerfið. Það sama á í rauninni við um Donald Trump. Hann hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna en tekur ekki við fyrr en seinni partinn í janúar. Þetta þýðir samt ekki að hagstefna hans hafi ekki nú þegar áhrif. Raunar hafa markaðirnir nú þegar brugðist frekar sterkt við þessari (væntanlegu) stefnu og það lítur út fyrir að markaðirnir búist við að Trump-hagfræðin styrki bandaríska hagkerfið – að minnsta kosti að vissu leyti. Þannig hafa verðbréfamarkaðir hækkað og það sama á við um vexti ríkisskuldabréfa og verðbólguvæntingar markaðanna. Sú staðreynd að markaðirnir skuli nú þegar bregðast við – sennilega við væntanlegri slökun á peningamálastefnu í formi skattalækkana og fjárfestinga í innviðum – þýðir að við munum sennilega sjá betri þjóðhagfræðilegar tölur í Bandaríkjunum frekar fljótt, sennilega áður enTrump tekur við embætti 21. janúar. Hins vegar gæti þessi „uppsveifla“ orðið frekar skammvinn. Þannig hefur bandaríski verðbréfamarkaðurinn hresst vegna væntinga um skattalækkanir og umfangsmiklar innviðaframkvæmdir, sem einnig hafa valdið auknum verðbólguvæntingum. Auknum verðbólguvæntingum hefur verið fagnað þar sem væntingarnar hafa verið undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Hins vegar, þar sem verðbólguvæntingar (til meðallangs tíma) hafa nú farið örlítið upp fyrir tvö prósent gera fjárfestar sér líka grein fyrir að seðlabankinn muni bregðast við þessu með meiri stýrivaxtahækkun. Svo þótt væntanleg slökun í ríkisfjármálum stuðli að aukinni heildareftirspurn í bandaríska hagkerfinu er líklegt að væntanleg aðhaldsstefna í peningamálum muni að fullu vega upp á móti auknum hagvexti. Með öðrum orðum: Þegar ljóst verður að verðbólgan fari líklega yfir tvö prósent mun óttinn við herta peningamálastefnu draga úr trú fjárfesta á varanleika Trump-uppsveiflunnar. Þess vegna er „pláss“ fyrir aukinn hagvöxt í Bandaríkjunum til skamms tíma þar sem verðbólguvæntingar voru undir tveimur prósentum þegar Trump var kosinn, en frekar mikil og hröð aukning verðbólguvæntinga þýðir að hagvaxtaraukningin gæti orðið skammvinn. Að lokum skal á það bent að Seðlabankinn er mjög líklegur til að reyna að halda aftur af „Trump-uppsveiflunni“ þar sem hún gæti valdið aukinni verðbólgu. Annað atriði er að verndarstefnutal Trumps sjálfs gæti valdið miklum skaða á bandaríska hagkerfinu. Svo við skulum fagna „Trump-uppsveiflunni“ núna – hún gæti vel verið afstaðin fyrir páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eitt sem er sérlega hrífandi í hagfræðinni er mikilvægi væntinganna. Neytendur og fjárfestar eru yfirleitt framsýnir og það þýðir að breytingar á hagstefnu hafa oft áhrif jafnvel áður en þær koma til framkvæmda. Dæmi um þetta eru væntingar um breytingar á peningamálastefnu. Þannig er almennt búist við að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti um 0,25 prósent í næstu viku. Þetta þýðir að ef við lítum á markaðina þá hefur stýrivaxtahækkunin þegar að miklu leyti verið tekin inn í verð á gjaldeyris-, skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðunum. Þetta þýðir að seðlabankinn hefur í raun nú þegar hert peningamálastefnuna, sem þýðir líka að væntanleg vaxtahækkun í næstu viku hefur nú þegar áhrif á bandaríska hagkerfið. Það sama á í rauninni við um Donald Trump. Hann hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna en tekur ekki við fyrr en seinni partinn í janúar. Þetta þýðir samt ekki að hagstefna hans hafi ekki nú þegar áhrif. Raunar hafa markaðirnir nú þegar brugðist frekar sterkt við þessari (væntanlegu) stefnu og það lítur út fyrir að markaðirnir búist við að Trump-hagfræðin styrki bandaríska hagkerfið – að minnsta kosti að vissu leyti. Þannig hafa verðbréfamarkaðir hækkað og það sama á við um vexti ríkisskuldabréfa og verðbólguvæntingar markaðanna. Sú staðreynd að markaðirnir skuli nú þegar bregðast við – sennilega við væntanlegri slökun á peningamálastefnu í formi skattalækkana og fjárfestinga í innviðum – þýðir að við munum sennilega sjá betri þjóðhagfræðilegar tölur í Bandaríkjunum frekar fljótt, sennilega áður enTrump tekur við embætti 21. janúar. Hins vegar gæti þessi „uppsveifla“ orðið frekar skammvinn. Þannig hefur bandaríski verðbréfamarkaðurinn hresst vegna væntinga um skattalækkanir og umfangsmiklar innviðaframkvæmdir, sem einnig hafa valdið auknum verðbólguvæntingum. Auknum verðbólguvæntingum hefur verið fagnað þar sem væntingarnar hafa verið undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Hins vegar, þar sem verðbólguvæntingar (til meðallangs tíma) hafa nú farið örlítið upp fyrir tvö prósent gera fjárfestar sér líka grein fyrir að seðlabankinn muni bregðast við þessu með meiri stýrivaxtahækkun. Svo þótt væntanleg slökun í ríkisfjármálum stuðli að aukinni heildareftirspurn í bandaríska hagkerfinu er líklegt að væntanleg aðhaldsstefna í peningamálum muni að fullu vega upp á móti auknum hagvexti. Með öðrum orðum: Þegar ljóst verður að verðbólgan fari líklega yfir tvö prósent mun óttinn við herta peningamálastefnu draga úr trú fjárfesta á varanleika Trump-uppsveiflunnar. Þess vegna er „pláss“ fyrir aukinn hagvöxt í Bandaríkjunum til skamms tíma þar sem verðbólguvæntingar voru undir tveimur prósentum þegar Trump var kosinn, en frekar mikil og hröð aukning verðbólguvæntinga þýðir að hagvaxtaraukningin gæti orðið skammvinn. Að lokum skal á það bent að Seðlabankinn er mjög líklegur til að reyna að halda aftur af „Trump-uppsveiflunni“ þar sem hún gæti valdið aukinni verðbólgu. Annað atriði er að verndarstefnutal Trumps sjálfs gæti valdið miklum skaða á bandaríska hagkerfinu. Svo við skulum fagna „Trump-uppsveiflunni“ núna – hún gæti vel verið afstaðin fyrir páska.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun