Körfubolti

Suðurnesjaslagur í Maltbikarnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Keflavík heimsækir Grindavík.
Keflavík heimsækir Grindavík. vísir/ernir
Það verður boðið upp á Suðurnesjaslag í átta liða úrslitum Maltbikars kvenna í körfubolta en dregið var til átta liða úrslitanna í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag.

Grindavík og Keflavík mætast í Mustad-höllinni en leikið verður 14. og 15. janúar. Ríkjandi bikarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni, Breiðablik, sem leikur í 1. deild, fær Hauka í heimsókn og Skallagrímur mætir KR.

Hjá körlunum fá Haukar og KR greiða leið í undanúrslitin en bikarmeistarar KR mæta Hetti frá Egilsstöðum og Haukar heimsækja KFUM-bræður sína í Val. Þór Akureyri fær Grindavík í heimsókn og Þór Þorlákshöfn tekur á móti FSu sem einnig leikur í 1. deild.

Leikið verður eftir svokölluðu „Final Four“-fyrirkomulagi að þessu sinni en undanúrslitin og úrslitin fara fram í Laugardalshöll í byrjun febrúar. Liðin sem vinna sína leiki í átta liða úrslitunum komast því í Höllina.

Drátturinn í átta liða úrslit kvenna:

Snæfell - Stjarnan

Grindavík - Keflavík

Breiðablik - Haukar

Skallagrímur - KR

Drátturinn í átta liða úrslit karla:

Þór Ak. - Grindavík

Höttur - KR

Valur - Haukar

Þór Þ. - FSu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×