Í gær birti Conor myndband af sér með bæði beltin þar sem hann var á leið upp í einkaþotu. Undir skrifaði hann: „The motherfucking champ champ“. Tvöfaldur meistari. Hann fylgdi því svo eftir með öðru myndbandi en þau má sjá bæði hér að neðan.
Dana White, forseti UFC, reyndi að halda því fram að Conor hefði gefið fjaðurvigtarbeltið frá sér en Conor segir það vera kjaftæði. UFC blekki ekki neinn. Hann sé enn tvöfaldur meistari.