Vistvænir bílar gætu hækkað um 24% Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2016 08:55 Audi Q7 myndi hækka um milljón krónur um áramót ef af framlengingu virðisaukaafsláttar yrði ekki. Lengi hefur verið óskað eftir langtímastefnu yfirvalda hvað varðar hvata til kaupa á vistvænum bílum, en lög um skattaafslátt á virðisuaka við kaup á vistvænum bílum hefur á undanförnum árum verið framlengd rétt fyrir hver áramót. Það hefur valdið söluumboðum landsins óvissu um verð á þeim bílum sem um þennan skattafslátt varðar og réttu verði þeirra eftir hver áramót. Aftur og enn einu sinni er þessi óvissa uppi. Slíka óvissu hafa yfirvöld í Noregi ekki viljað bjóða þegnum sínum með því að gefa upp þann árafjölda sem lögin muni gilda fyrir. Hafa Norðmenn nýverið framlengt þessi skattaafsláttarlög til ársins 2020.20,6% hækkun á Audi A3 e-tronSem dæmi um þessa óvissu hér á landi þá á Hekla í pöntun nokkra Audi Q7 e-tron tengiltvinnjeppa sem sumir hverjir koma til landsins rétt eftir áramót. Ef lögin um skattaafslátt verður framlengt mun verð þessara bíla verða það sama og í dag, eða 11.390.000 kr. En ef þeim verður ekki framlengt mun verðið hækka um eina milljón króna, í 12.390.000 og því hætt við því að þeir sem pantað hafa jeppana muni hætta við kaup á þeim. Það sama er uppá teningnum hvað varðar nokkra Audi A3 e-tron tengitvinnbíla, sem eru mun ódýrari bílar. Nú kostar hann 4.860.000 kr. með skattaafslættinum, en ef lögum um hann verður ekki framlengt á næsta ári mun bíllinn kosta 5.860.000 kr. Með því hækkar sá bíll um hvorki meira né minna en 20,6%, en jeppinn hækkar um 8,8%. Þá má telja víst að tilvonandi kaupendur á þessum vistvæna bíl snúi sér að öðrum og ódýrari hefðbundnum bílum, sem menga mun meira. Nissan Leaf gæti hækkað um 24% Hekla er ekki eina umboðið sem glímir við þessa óvissu, en hjá BL má fá einn vinsælasta rafmagnsbíl landsins á síðustu árum, þ.e. Nissan Leaf. Hann kostar nú frá 3.390.000 kr. en mun hækka í 4.200.000 kr. ef lögin verða ekki framlengd. Þar gildir það sama að viðskiptavinir hafa pantað slíkan bíl en þeir koma ekki til landsins fyrr en eftir áramót. Því eru þeir í óvissu um endanlegt verð bílsins og munar þar hvorki meira né minna en 24,0% á verðinu. Hjá BL má einnig fá BMW i3 rafmagnsbílinn sem kostar nú 4.860.000 kr. en hækkar í 5.860.000 kr. ef af framlengingu laganna verður ekki. Sú hækkun nemur 20,6%.Endanlegt svar með fjárlögum Þær upplýsingar fengust hjá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu að ekki væri að vænta svars um framlengingu skattaafsláttarins fyrr en með nýjum fjárlögum og engin dagsetning komin á birtingu þeirra. Á meðan vita bílaumboðin hér á landi ekki á hvaða verði þau geta kynnt umhverfisvæna bíla sína. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent
Lengi hefur verið óskað eftir langtímastefnu yfirvalda hvað varðar hvata til kaupa á vistvænum bílum, en lög um skattaafslátt á virðisuaka við kaup á vistvænum bílum hefur á undanförnum árum verið framlengd rétt fyrir hver áramót. Það hefur valdið söluumboðum landsins óvissu um verð á þeim bílum sem um þennan skattafslátt varðar og réttu verði þeirra eftir hver áramót. Aftur og enn einu sinni er þessi óvissa uppi. Slíka óvissu hafa yfirvöld í Noregi ekki viljað bjóða þegnum sínum með því að gefa upp þann árafjölda sem lögin muni gilda fyrir. Hafa Norðmenn nýverið framlengt þessi skattaafsláttarlög til ársins 2020.20,6% hækkun á Audi A3 e-tronSem dæmi um þessa óvissu hér á landi þá á Hekla í pöntun nokkra Audi Q7 e-tron tengiltvinnjeppa sem sumir hverjir koma til landsins rétt eftir áramót. Ef lögin um skattaafslátt verður framlengt mun verð þessara bíla verða það sama og í dag, eða 11.390.000 kr. En ef þeim verður ekki framlengt mun verðið hækka um eina milljón króna, í 12.390.000 og því hætt við því að þeir sem pantað hafa jeppana muni hætta við kaup á þeim. Það sama er uppá teningnum hvað varðar nokkra Audi A3 e-tron tengitvinnbíla, sem eru mun ódýrari bílar. Nú kostar hann 4.860.000 kr. með skattaafslættinum, en ef lögum um hann verður ekki framlengt á næsta ári mun bíllinn kosta 5.860.000 kr. Með því hækkar sá bíll um hvorki meira né minna en 20,6%, en jeppinn hækkar um 8,8%. Þá má telja víst að tilvonandi kaupendur á þessum vistvæna bíl snúi sér að öðrum og ódýrari hefðbundnum bílum, sem menga mun meira. Nissan Leaf gæti hækkað um 24% Hekla er ekki eina umboðið sem glímir við þessa óvissu, en hjá BL má fá einn vinsælasta rafmagnsbíl landsins á síðustu árum, þ.e. Nissan Leaf. Hann kostar nú frá 3.390.000 kr. en mun hækka í 4.200.000 kr. ef lögin verða ekki framlengd. Þar gildir það sama að viðskiptavinir hafa pantað slíkan bíl en þeir koma ekki til landsins fyrr en eftir áramót. Því eru þeir í óvissu um endanlegt verð bílsins og munar þar hvorki meira né minna en 24,0% á verðinu. Hjá BL má einnig fá BMW i3 rafmagnsbílinn sem kostar nú 4.860.000 kr. en hækkar í 5.860.000 kr. ef af framlengingu laganna verður ekki. Sú hækkun nemur 20,6%.Endanlegt svar með fjárlögum Þær upplýsingar fengust hjá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu að ekki væri að vænta svars um framlengingu skattaafsláttarins fyrr en með nýjum fjárlögum og engin dagsetning komin á birtingu þeirra. Á meðan vita bílaumboðin hér á landi ekki á hvaða verði þau geta kynnt umhverfisvæna bíla sína.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent