Magnaður endasprettur Grindvíkinga í bikarnum | Myndir frá auðveldum sigri KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2016 21:02 Grindavík og KR komust í kvöld í átta liða úrslit Maltbikars karla í körfubolta í kvöld en með afar ólíkum hætti. KR-ingar unnu risasigur á einu besta liði 1. deildar en Grindvíkinga risu upp frá dauðum í lokin á móti ÍR.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leik KR og Fjölnis í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan.Grindvíkingar voru tíu stigum undir á móti ÍR aðeins fimm mínútum fyrir leikslok en snéru leiknum við á lokakaflanum og unnu 93-86. ÍR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 35-23 og voru ellefu stigum yfir í hálfleik, 57-45. ÍR-liðið var enn með níu stiga forystu, 72-63, fyrir lokaleikhlutann. Þegar sjö mínútur voru eftir þá var ÍR-liðið með tíu stiga forskot, 75-65, en Grindvíkingar skoruðu þá tíu stig í röð og jöfnuðu metin í 75-75. Síðustu fimm mínútur leiksins voru síðan æsispennandi. ÍR náði aftur fjögurra stiga forystu en hún dugði skammt og Þorleifur Ólafsson kom Grindavík yfir í fyrsta sinn í leiknum þremur mínútum fyrir leikslok. ÍR-ingurinn Quincy Hankins-Cole fékk þá á sig óíþróttamannslega villu og Grindavíkingar náðu fimm stiga sókn sem kom þeim í 85-81. Grindvíkingar héldu frumkvæðinu eftir það og tryggðu sér sjö stiga sigur. Þeir unnu þar með fimm síðustu mínútur leiksins. 28-11. Lewis Clinch var með 18 stig og 6 stoðsendingar fyrir Grindavík, Ólafur Ólafsson skoraði 16 stig, Dagur Kár Jónsson var með 14 stig, Þorleifur Ólafsson var með 13 stig og 10 fráköst og Ómar Sævarsson bætti við 10 stigum og 16 fráköstum. Quincy Hankins-Cole skoraði 26 stig fyrir ÍR og Kristinn Marinósson var með 22 stig.KR-ingar unnu afar öruggan 50 stiga sigur á 1. deildarliði Fjölnis, 115-65. Fjölnismenn eru í toppbaráttunni í 1. deildinni en þeir áttu ekki mikla möguleika á móti Íslandsmeisturunum í kvöld. KR vann fyrsta leikhlutann 36-24 og var átján stigum yfir í hálfleik, 58-40. KR-ingar unnu alla fjóra leikhlutana í leiknum, þannig þriðja 33-15 og þann fjórða 24-10. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var atkvæðamestur í KR-liðinu með 28 stig og 6 stoðsendingar en Brynjar Þór Björnsson skoraði 21 stig á 23 mínútum og Cedrick Taylor Bowen var með 18 stig. Collin Anthony Pryor skoraði 18 stig fyrir Fjölnisliðið.VísirÞórir Guðmundur Þorbjarnarson fór á kostum í kvöld.Vísir/Ernir Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Grindavík og KR komust í kvöld í átta liða úrslit Maltbikars karla í körfubolta í kvöld en með afar ólíkum hætti. KR-ingar unnu risasigur á einu besta liði 1. deildar en Grindvíkinga risu upp frá dauðum í lokin á móti ÍR.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leik KR og Fjölnis í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan.Grindvíkingar voru tíu stigum undir á móti ÍR aðeins fimm mínútum fyrir leikslok en snéru leiknum við á lokakaflanum og unnu 93-86. ÍR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 35-23 og voru ellefu stigum yfir í hálfleik, 57-45. ÍR-liðið var enn með níu stiga forystu, 72-63, fyrir lokaleikhlutann. Þegar sjö mínútur voru eftir þá var ÍR-liðið með tíu stiga forskot, 75-65, en Grindvíkingar skoruðu þá tíu stig í röð og jöfnuðu metin í 75-75. Síðustu fimm mínútur leiksins voru síðan æsispennandi. ÍR náði aftur fjögurra stiga forystu en hún dugði skammt og Þorleifur Ólafsson kom Grindavík yfir í fyrsta sinn í leiknum þremur mínútum fyrir leikslok. ÍR-ingurinn Quincy Hankins-Cole fékk þá á sig óíþróttamannslega villu og Grindavíkingar náðu fimm stiga sókn sem kom þeim í 85-81. Grindvíkingar héldu frumkvæðinu eftir það og tryggðu sér sjö stiga sigur. Þeir unnu þar með fimm síðustu mínútur leiksins. 28-11. Lewis Clinch var með 18 stig og 6 stoðsendingar fyrir Grindavík, Ólafur Ólafsson skoraði 16 stig, Dagur Kár Jónsson var með 14 stig, Þorleifur Ólafsson var með 13 stig og 10 fráköst og Ómar Sævarsson bætti við 10 stigum og 16 fráköstum. Quincy Hankins-Cole skoraði 26 stig fyrir ÍR og Kristinn Marinósson var með 22 stig.KR-ingar unnu afar öruggan 50 stiga sigur á 1. deildarliði Fjölnis, 115-65. Fjölnismenn eru í toppbaráttunni í 1. deildinni en þeir áttu ekki mikla möguleika á móti Íslandsmeisturunum í kvöld. KR vann fyrsta leikhlutann 36-24 og var átján stigum yfir í hálfleik, 58-40. KR-ingar unnu alla fjóra leikhlutana í leiknum, þannig þriðja 33-15 og þann fjórða 24-10. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var atkvæðamestur í KR-liðinu með 28 stig og 6 stoðsendingar en Brynjar Þór Björnsson skoraði 21 stig á 23 mínútum og Cedrick Taylor Bowen var með 18 stig. Collin Anthony Pryor skoraði 18 stig fyrir Fjölnisliðið.VísirÞórir Guðmundur Þorbjarnarson fór á kostum í kvöld.Vísir/Ernir
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira