Golf

Tóku víkingaklappið til heiðurs Ólafíu þegar sætið var í höfn | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ólafía Þórunn.
Ólafía Þórunn. mynd/gsí
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni í golfi rétt í þessu er hún hafnaði í öðru sæti á loka úrtökumótinu fyrir mótaröðina í Flórída í Bandaríkjunum en hún verður fyrsti íslenski kylfingurinn sem tekur þátt í mótaröðinni.

Um er að ræða sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum en hún varð fyrr á árinu aðeins annar kylfingurinn sem fékk þátttökurétt á LET-mótaröðinni, næst sterkustu atvinnumannamótaröð í heiminum.

Ólafía var vel studd af íslenskum ferðamönnum í Flórída en íslensku stuðningsmennirnir buðu upp á víkingaklapp þegar sætið var í höfn.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

LPGA-tímabilið hjá Ólafíu hefst á Bahamaeyjum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í golfi, sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í dag fyrst allra íslenskra kvenna.

Ólafía hafnaði í öðru sæti og tryggði sér þátttökurétt á LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðinna sem lauk rétt í þessu en með því tryggði hún sér þátttökurétt á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×