„Þjónkun stjórnvalda við framleiðendur er alger“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2016 11:02 Formaður Neytendasamtakanna segir hagsmunir framleiðenda allsráðandi. Vísir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir Brúneggjamálið svokallaða endurspegla það hvernig hagsmunir neytenda séu afgangsstærð á Íslandi. Þeim sé sópað út af borðinu á meðan hagsmunir framleiðenda séu allsráðandi. Þetta kom fram í máli hans á Sprengisandi þar sem hann var gestur ásamt þeim Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs og Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni. Ólafur segir að Neytendasamtökin hafi ekki farið varhluta af óánægju almennings þegar Kastljósið uppljóstraði um svik Brúneggja ehf. Hann rekur viðbrögðin til vitundavakningar um neytendamál og áhrifa samfélagsmiðlanna. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði „Ég held að ég hafi aldrei viðbrögðin verða svona snögg eins og á mánudaginn eftir að Kastljósið sýndi Brúneggjaþáttinn. Það reis upp alda á samfélagsmiðlum, það fylltist „inboxið“ hjá mér,“ segir Ólafur. Hann fagnar því að verslanir hafi í kjölfarið ákveðið að taka eggin úr sölu, sem og aðrar vörur sem merktar eru vistvænar því það er í raun, „ekkert til sem heitir vistvænn landbúnaður.“ Það sé annars vegar venjulegur landbúnaður og hins vegar lífrænn landbúnaður sem um gilda strangar alþjóðlegar reglur. Hið sama á ekki við um vistvænan lanbúnað - sem „er bara einhver óskapnaður.“ Þjónkun við framleiðendur alger Hann fagnar loforðum Matvælastofnunar um bót og betrun enda sé það grunnkrafa neytenda að fá upplýsingar um vörur og þjónustu. Brúneggjamálið endurspegli þó forgangsröðun stjórnvalda í neytendamálum. „Þjónkun stjórnvalda við framleiðendur er alger og tilitsemin við neytendur er engin. Engin,“ segir Ólafur „Hagsmunir neytenda eru afgangsstærð, sópað út af borðinu. Hagsmunir framleiðenda eru allsráðandi,“ bætir hann við. Ólafur telur þó að hlutirnir séu að breytast með tilkomu samfélagsmiðlanna og vitundarvakningar neytenda í kjölfarið. „Neytendur geta greitt atkvæði með fótunum og ég held að þeir séu farnir að gera það í auknum mæli.“ Spjall þeirra má heyra með því að smella hér. Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir Brúneggjamálið svokallaða endurspegla það hvernig hagsmunir neytenda séu afgangsstærð á Íslandi. Þeim sé sópað út af borðinu á meðan hagsmunir framleiðenda séu allsráðandi. Þetta kom fram í máli hans á Sprengisandi þar sem hann var gestur ásamt þeim Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs og Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni. Ólafur segir að Neytendasamtökin hafi ekki farið varhluta af óánægju almennings þegar Kastljósið uppljóstraði um svik Brúneggja ehf. Hann rekur viðbrögðin til vitundavakningar um neytendamál og áhrifa samfélagsmiðlanna. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði „Ég held að ég hafi aldrei viðbrögðin verða svona snögg eins og á mánudaginn eftir að Kastljósið sýndi Brúneggjaþáttinn. Það reis upp alda á samfélagsmiðlum, það fylltist „inboxið“ hjá mér,“ segir Ólafur. Hann fagnar því að verslanir hafi í kjölfarið ákveðið að taka eggin úr sölu, sem og aðrar vörur sem merktar eru vistvænar því það er í raun, „ekkert til sem heitir vistvænn landbúnaður.“ Það sé annars vegar venjulegur landbúnaður og hins vegar lífrænn landbúnaður sem um gilda strangar alþjóðlegar reglur. Hið sama á ekki við um vistvænan lanbúnað - sem „er bara einhver óskapnaður.“ Þjónkun við framleiðendur alger Hann fagnar loforðum Matvælastofnunar um bót og betrun enda sé það grunnkrafa neytenda að fá upplýsingar um vörur og þjónustu. Brúneggjamálið endurspegli þó forgangsröðun stjórnvalda í neytendamálum. „Þjónkun stjórnvalda við framleiðendur er alger og tilitsemin við neytendur er engin. Engin,“ segir Ólafur „Hagsmunir neytenda eru afgangsstærð, sópað út af borðinu. Hagsmunir framleiðenda eru allsráðandi,“ bætir hann við. Ólafur telur þó að hlutirnir séu að breytast með tilkomu samfélagsmiðlanna og vitundarvakningar neytenda í kjölfarið. „Neytendur geta greitt atkvæði með fótunum og ég held að þeir séu farnir að gera það í auknum mæli.“ Spjall þeirra má heyra með því að smella hér.
Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans 1. desember 2016 07:00