Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2016 22:36 Donald Trump og Mitch McConnell. vísir/getty Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins, auk þess sem Repúblikaninn Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Obamacare en lögin voru samþykkt árið 2010 og eru kennd við Barack Obama Bandaríkjaforseta. Markmið laganna var að gera úrbætur á bandaríska heilbrigðiskerfinu en lagasetningin veitti 20 milljónum manna aðgang að kerfinu sem ekki höfðu hann áður.Í ræðu sinni í dag fullyrti McConnell að þessum 20 milljónum manna yrði áfram tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu þó að Obamacare yrði afnumið. Hann sagði þó að það gæti tekið tíma að afnema löggjöfina. „Þú getur ekki bara smellt fingrum og farið frá þeim stað sem við erum í dag og þangað sem við stefnum. Þetta þarf að gera af vandvirkni og í nokkrum skrefum yfir ákveðinn tíma,“ sagði McConnell. Þó að Repúblikanar séu almennt á móti Obamacare þá greinir þá á um hvað eigi að koma í staðinn. Þannig hefur Trump sagt að hann vilji halda í ákveðna hluti úr löggjöfinni, til dæmis það að ungt fólk geti verið undir heilbrigðistryggingu foreldra sinna til 26 ára aldurs og að það verði áfram svo að tryggingafyrirtækin geti ekki neitað fólki um tryggingu vegna undirliggjandi sjúkdóma. McConnell sagði að það væri skylda Repúblikana að afnema Obamacare og kallaði löggjöfina „vanskapning.“ Donald Trump Tengdar fréttir Trump ánægður með ýmislegt í Obamacare Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er ánægður með sumar af þeim endurbótum sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur gert á heilbrigðiskerfi landsins og kallaðar hafa verið Obamacare. 11. nóvember 2016 23:48 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins, auk þess sem Repúblikaninn Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Obamacare en lögin voru samþykkt árið 2010 og eru kennd við Barack Obama Bandaríkjaforseta. Markmið laganna var að gera úrbætur á bandaríska heilbrigðiskerfinu en lagasetningin veitti 20 milljónum manna aðgang að kerfinu sem ekki höfðu hann áður.Í ræðu sinni í dag fullyrti McConnell að þessum 20 milljónum manna yrði áfram tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu þó að Obamacare yrði afnumið. Hann sagði þó að það gæti tekið tíma að afnema löggjöfina. „Þú getur ekki bara smellt fingrum og farið frá þeim stað sem við erum í dag og þangað sem við stefnum. Þetta þarf að gera af vandvirkni og í nokkrum skrefum yfir ákveðinn tíma,“ sagði McConnell. Þó að Repúblikanar séu almennt á móti Obamacare þá greinir þá á um hvað eigi að koma í staðinn. Þannig hefur Trump sagt að hann vilji halda í ákveðna hluti úr löggjöfinni, til dæmis það að ungt fólk geti verið undir heilbrigðistryggingu foreldra sinna til 26 ára aldurs og að það verði áfram svo að tryggingafyrirtækin geti ekki neitað fólki um tryggingu vegna undirliggjandi sjúkdóma. McConnell sagði að það væri skylda Repúblikana að afnema Obamacare og kallaði löggjöfina „vanskapning.“
Donald Trump Tengdar fréttir Trump ánægður með ýmislegt í Obamacare Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er ánægður með sumar af þeim endurbótum sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur gert á heilbrigðiskerfi landsins og kallaðar hafa verið Obamacare. 11. nóvember 2016 23:48 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Trump ánægður með ýmislegt í Obamacare Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er ánægður með sumar af þeim endurbótum sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur gert á heilbrigðiskerfi landsins og kallaðar hafa verið Obamacare. 11. nóvember 2016 23:48
Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22
10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00