Vildi koma sterkari til baka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2016 06:00 Hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir er í hópi markahæstu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar. vísir/ernir Þórey Rósa Stefánsdóttir segir að það sé krefjandi að vera ung móðir og um leið atvinnumaður í handbolta. Þórey eignaðist sitt fyrsta barn snemma á þessu ári en sneri til baka með liði sínu, Vipers Kristiansand, í upphafi tímabilsins. „Það hefur gengið vonum framar að komast aftur af stað. Ég var heppin með góða meðgöngu og góða fæðingu og hef náð að vera á fullu síðan 1. ágúst,“ sagði Þórey Rósa við Fréttablaðið eftir landsliðsæfingu í Laugardalshöllinni í vikunni. Hún æfði sjálf á meðgöngunni og segist hafa náð markmiðum sínum. „Ég ætlaði mér að koma sterkari til baka en ég var áður og það hefur gengið nokkuð vel eftir. Ég hef náð að spila vel.“ Þórey neitar því ekki heldur að það hafi verið henni hollt að taka frí frá boltanum. „Maður verður vissulega æstari í að koma til baka og mig var farið að kitla í fingurna yfir þeirri tilhugsun,“ segir hún. „Svo er það þroskandi ferli að eignast barn og hef ég sjálf fundið fyrir því að ég er rólegri yfir hlutunum. Maður hefur meiri ró yfir sér á vellinum, þegar púlsinn er á fullu – eins skrítið og það kann að hljóma.“Félag í fremstu röð Vipers er eitt besta félagslið Noregs. Liðið er í öðru sæti í norsku úrvalsdeildinni en landslið Noregs, sem er þjálfað af Þóri Hergeirssyni, er eitt það allra besta í heimi. Þórey er næstmarkahæst í liðinu og í hópi 20 markahæstu leikmanna deildarinnar. „Við fengum nýjan þjálfara í sumar og sex leikmenn með sem eru ýmist nýir eða komu til baka í sumar. Félagið ætlar sér að vera í fremstu röð og er mikil og góð stemning í kringum það, ekki síst í bænum. Þó svo að við værum að spila við botnliðið í deildinni á dögunum voru 1.500 manns í stúkunni,“ segir Þórey.Samningslaus í sumar Þórey verður samningslaus í sumar sem og unnusti hennar, Einar Ingi Hrafnsson, sem spilar með ØIF Arendal. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir Þórey sem útilokar ekki að snúa heim í sumar, þó það sé ólíklegt. „Nú þegar við erum komin með barn þá kitlar það meira en áður, en við höfum það mjög gott í Noregi og væri erfitt að yfirgefa liðið mitt nú. Við ætlum þó að sjá til með þetta allt saman.“ Ísland hóf í gær leik í forkeppni HM 2017 í Þýskalandi. Liðið er í riðli með Austurríki, andstæðingi Íslands í gær, Færeyjum og Makedóníu. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í umspilsleikina sem fara fram í júní. Stelpurnar okkar hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2012 en það var þá þriðja stórmót Íslands í röð. Þórey Rósa var með á því móti, sem og HM 2011 í Brasilíu. „Framtíðin er björt, tel ég. Reynslumiklir leikmenn eru á góðum aldri og við eigum líka marga góða unga leikmenn, sem hafa þurft að taka mikla ábyrgð og eru nú tryggari í sínum hlutverki. Það er auðvitað mikil vinna fram undan en við erum rétt að byrja á nýrri vegferð með nýjum þjálfara,“ segir hún en Axel Stefánsson tók við þjálfun landsliðsins í sumar. „Auðvitað viljum við allar komast aftur á stórmót. En það verður ekki auðvelt. Við þurfum að taka eitt skref í einu og við byrjum á þessu.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Sjá meira
Þórey Rósa Stefánsdóttir segir að það sé krefjandi að vera ung móðir og um leið atvinnumaður í handbolta. Þórey eignaðist sitt fyrsta barn snemma á þessu ári en sneri til baka með liði sínu, Vipers Kristiansand, í upphafi tímabilsins. „Það hefur gengið vonum framar að komast aftur af stað. Ég var heppin með góða meðgöngu og góða fæðingu og hef náð að vera á fullu síðan 1. ágúst,“ sagði Þórey Rósa við Fréttablaðið eftir landsliðsæfingu í Laugardalshöllinni í vikunni. Hún æfði sjálf á meðgöngunni og segist hafa náð markmiðum sínum. „Ég ætlaði mér að koma sterkari til baka en ég var áður og það hefur gengið nokkuð vel eftir. Ég hef náð að spila vel.“ Þórey neitar því ekki heldur að það hafi verið henni hollt að taka frí frá boltanum. „Maður verður vissulega æstari í að koma til baka og mig var farið að kitla í fingurna yfir þeirri tilhugsun,“ segir hún. „Svo er það þroskandi ferli að eignast barn og hef ég sjálf fundið fyrir því að ég er rólegri yfir hlutunum. Maður hefur meiri ró yfir sér á vellinum, þegar púlsinn er á fullu – eins skrítið og það kann að hljóma.“Félag í fremstu röð Vipers er eitt besta félagslið Noregs. Liðið er í öðru sæti í norsku úrvalsdeildinni en landslið Noregs, sem er þjálfað af Þóri Hergeirssyni, er eitt það allra besta í heimi. Þórey er næstmarkahæst í liðinu og í hópi 20 markahæstu leikmanna deildarinnar. „Við fengum nýjan þjálfara í sumar og sex leikmenn með sem eru ýmist nýir eða komu til baka í sumar. Félagið ætlar sér að vera í fremstu röð og er mikil og góð stemning í kringum það, ekki síst í bænum. Þó svo að við værum að spila við botnliðið í deildinni á dögunum voru 1.500 manns í stúkunni,“ segir Þórey.Samningslaus í sumar Þórey verður samningslaus í sumar sem og unnusti hennar, Einar Ingi Hrafnsson, sem spilar með ØIF Arendal. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir Þórey sem útilokar ekki að snúa heim í sumar, þó það sé ólíklegt. „Nú þegar við erum komin með barn þá kitlar það meira en áður, en við höfum það mjög gott í Noregi og væri erfitt að yfirgefa liðið mitt nú. Við ætlum þó að sjá til með þetta allt saman.“ Ísland hóf í gær leik í forkeppni HM 2017 í Þýskalandi. Liðið er í riðli með Austurríki, andstæðingi Íslands í gær, Færeyjum og Makedóníu. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í umspilsleikina sem fara fram í júní. Stelpurnar okkar hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2012 en það var þá þriðja stórmót Íslands í röð. Þórey Rósa var með á því móti, sem og HM 2011 í Brasilíu. „Framtíðin er björt, tel ég. Reynslumiklir leikmenn eru á góðum aldri og við eigum líka marga góða unga leikmenn, sem hafa þurft að taka mikla ábyrgð og eru nú tryggari í sínum hlutverki. Það er auðvitað mikil vinna fram undan en við erum rétt að byrja á nýrri vegferð með nýjum þjálfara,“ segir hún en Axel Stefánsson tók við þjálfun landsliðsins í sumar. „Auðvitað viljum við allar komast aftur á stórmót. En það verður ekki auðvelt. Við þurfum að taka eitt skref í einu og við byrjum á þessu.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Sjá meira