Piana og Sara Heimisdóttir skildu í sumar en gengu í það heilaga á Mr. Olympia-keppninni í Las Vegas í september á síðasta ári.
Í dag er Rich Piana byrjaður í sambandi með Chanel Renee og það er einmitt hún sem tilkynnir honum fréttirnar í myndbandinu.
Hann hafði látið fjarlægja nokkra fæðingarbletti og við þá skoðun kom í ljós að Piana er með krabbamein. Renee segir við Piana í myndbandinu að hann verði að láta skoða þetta strax, annars geti krabbameinið dreift sér út um allan líkama.
Piana og Sara Heimis hafa átt í hörðum deilum að undanförnu og sakaði hann Söru um þjófnað á dögunum. Hún svaraði því í ítarlegu viðtali við 365.
Sjá einnig: Piana hjólar í Söru Heimis: Stal peningum og giftist mér aðeins fyrir græna kortið
Sjá einnig: Sara Heimis svarar Rich Piana fullum hálsi: Óöruggur fokking lygari
Hér að neðan má sjá myndbandið en umræðan um krabbameinið hefst þegar 23:10 mínútur eru liðnar af myndbandinu.