Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2016 12:15 Amazon segir að með Polly opnist nýr heimur. Mynd/Vísir Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. Amazon segir að með þessu opnist nýr heimur af vörum sem geti talað. Það er Blindrafélagið sem á veg og vanda af því að hafa látið útbúa Dóru og Karl. Fékk félagið pólska framleiðandann Ivona til að úbúta talgervlana. Pólska fyrirtækið var keypt af Amazon árið 2013 og þaðan koma Dóra og Karl inn í Polly. Segja má að þetta sé mikill happafengur fyrir íslenskuna sem er langminnsta tungumálið af þeim 27 sem í boði eru fyrir Polly. Í tilkynningu frá Amazon segir að með Polly opnist nýir möguleikar í framboði á vörum sem geti talað við notendur sína, allt frá farsímum yfir til bíla og raftækja.Eiríkur RögnvaldssonVísir/ValliSpennandi þróun en mikilvægt að talgreiningin fylgi með Líkt og Vísir hefur fjallað ítarlega um hafa sérfræðingar í íslenskri máltækni varað við því að íslenskan geti setið eftir þegar kemur að máltækni, þróuninni fleygi fram. Því sé mikilvægt að stórfyrirtæki á borð við Google, Microsoft, Apple og Amazon láti íslenskuna fylgja með í vörum sem geti talað eða skilið tungumál. Þeir sérfræðingar sem Vísir ræddi við um Polly segja að þarna sé á ferðinni jákvætt skref fyrir íslenska máltækni. „Þetta er mjög spennandi og það sem við höfum verið að vona er að þessi stórfyrirtæki taki íslenskuna með þegar verið er að þróa svona,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Eiríkur segir einnig að spennandi sé að sjá hvort að Amazon muni þróa íslenskuna yfir í talgreiningarforrit sín þannig að Alexa, stafrænn aðstoðarmaður Amazon sem fylgir með Amazon Echo geti einnig skilið íslenskuna.Snjallhátalarann Echo sem er útbúinn stafræna aðstoðarmanninum Alexa.Talið er að næsta bylting sem verði á samskiptum manns og tölvu sé stafrænn aðstoðarmaður á borð við Alexu og Siri frá Apple sem geti skilið flóknar fyrirskipanir. Stórfyrirtæki á borð við Apple, Samsung og Google vinna hörðum höndum að þróun á slíkri tækni. Eiríkur hefur áður bent á að mikilvægt sé að íslenskan verði með þegar þessi bylting fer á fullt og vonar hann að Amazon láti kné fylgja kviði. Jón Guðnason, lektor í hátækniverkfræði hjá Háskólanum í Reykjavík, tekur undir með Eiríki og segir að það sé mjög gott að sjá Amazon láta íslenskuna vera með í Polly. Hann segir að með þessu sé Amazon kominn með annan helminginn, nú vanti bara talgreininguna svo hægt sé að tala við Alexu. Í Háskólanum á Reykjavík er nú unnið að því slíku verkefni sem eigi að vera opið og öllum frjálst til afnota. „Með þannig umhverfi getum við matreitt þetta ofan í stórfyrirtækin og þau sett þetta inn í sínar vörur,“ segir Jón.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 sem gerð var árið 2012 þegar Dóru og Karli var hleypt af stokkunum. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Atvinnulífið skaffar milljónir til stuðnings tungumálinu Bara fyrsta skrefið, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hjá Samtökum atvinnulífsins. 12. maí 2016 15:45 Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00 Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15 Íslenska á tölvuöld: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna Stærsti styrkur í sögu Hugvísindasviðs fer í að „sjúkdómsgreina“ málið. 29. júní 2016 10:00 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. Amazon segir að með þessu opnist nýr heimur af vörum sem geti talað. Það er Blindrafélagið sem á veg og vanda af því að hafa látið útbúa Dóru og Karl. Fékk félagið pólska framleiðandann Ivona til að úbúta talgervlana. Pólska fyrirtækið var keypt af Amazon árið 2013 og þaðan koma Dóra og Karl inn í Polly. Segja má að þetta sé mikill happafengur fyrir íslenskuna sem er langminnsta tungumálið af þeim 27 sem í boði eru fyrir Polly. Í tilkynningu frá Amazon segir að með Polly opnist nýir möguleikar í framboði á vörum sem geti talað við notendur sína, allt frá farsímum yfir til bíla og raftækja.Eiríkur RögnvaldssonVísir/ValliSpennandi þróun en mikilvægt að talgreiningin fylgi með Líkt og Vísir hefur fjallað ítarlega um hafa sérfræðingar í íslenskri máltækni varað við því að íslenskan geti setið eftir þegar kemur að máltækni, þróuninni fleygi fram. Því sé mikilvægt að stórfyrirtæki á borð við Google, Microsoft, Apple og Amazon láti íslenskuna fylgja með í vörum sem geti talað eða skilið tungumál. Þeir sérfræðingar sem Vísir ræddi við um Polly segja að þarna sé á ferðinni jákvætt skref fyrir íslenska máltækni. „Þetta er mjög spennandi og það sem við höfum verið að vona er að þessi stórfyrirtæki taki íslenskuna með þegar verið er að þróa svona,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Eiríkur segir einnig að spennandi sé að sjá hvort að Amazon muni þróa íslenskuna yfir í talgreiningarforrit sín þannig að Alexa, stafrænn aðstoðarmaður Amazon sem fylgir með Amazon Echo geti einnig skilið íslenskuna.Snjallhátalarann Echo sem er útbúinn stafræna aðstoðarmanninum Alexa.Talið er að næsta bylting sem verði á samskiptum manns og tölvu sé stafrænn aðstoðarmaður á borð við Alexu og Siri frá Apple sem geti skilið flóknar fyrirskipanir. Stórfyrirtæki á borð við Apple, Samsung og Google vinna hörðum höndum að þróun á slíkri tækni. Eiríkur hefur áður bent á að mikilvægt sé að íslenskan verði með þegar þessi bylting fer á fullt og vonar hann að Amazon láti kné fylgja kviði. Jón Guðnason, lektor í hátækniverkfræði hjá Háskólanum í Reykjavík, tekur undir með Eiríki og segir að það sé mjög gott að sjá Amazon láta íslenskuna vera með í Polly. Hann segir að með þessu sé Amazon kominn með annan helminginn, nú vanti bara talgreininguna svo hægt sé að tala við Alexu. Í Háskólanum á Reykjavík er nú unnið að því slíku verkefni sem eigi að vera opið og öllum frjálst til afnota. „Með þannig umhverfi getum við matreitt þetta ofan í stórfyrirtækin og þau sett þetta inn í sínar vörur,“ segir Jón.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 sem gerð var árið 2012 þegar Dóru og Karli var hleypt af stokkunum.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Atvinnulífið skaffar milljónir til stuðnings tungumálinu Bara fyrsta skrefið, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hjá Samtökum atvinnulífsins. 12. maí 2016 15:45 Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00 Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15 Íslenska á tölvuöld: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna Stærsti styrkur í sögu Hugvísindasviðs fer í að „sjúkdómsgreina“ málið. 29. júní 2016 10:00 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Íslenska á tölvuöld: Atvinnulífið skaffar milljónir til stuðnings tungumálinu Bara fyrsta skrefið, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hjá Samtökum atvinnulífsins. 12. maí 2016 15:45
Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00
Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15
Íslenska á tölvuöld: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna Stærsti styrkur í sögu Hugvísindasviðs fer í að „sjúkdómsgreina“ málið. 29. júní 2016 10:00