Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grindavík 75-64 | Garðbæingar aftur á sigurbraut Kristinn Geir Friðriksson í Ásgarði skrifar 1. desember 2016 22:30 Hlynur Bæringsson átti frábæran leik. vísir/eyþór Tvö af efstu liðum Dominosdeildar karla áttust við í Ásgarði í kvöld þegar heimamenn úr Stjörnunni tóku á móti Grindavík. Búist var við hörkuleik og áhorfendur fengu hann svo sannarlega en kannski ekki eins spennandi eða vel leikinn eins og búist var við. Varnarbaráttan var í fyrirrúmi og lokatölur 75-64 fyrir heimamenn.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Stjarnan tók öll völd á vellinum í upphafi leiks og leiddi hann allan. Þrátt fyrir að hafa misst tökin á leiknum á nokkrum köflum náðu heimamenn að halda út gegn mjög baráttuglöðum Grindvíkingum, sem náðu oft að komast í seilingarfjarlægð en aldrei náðu þeir að komast almennilega aftur inní leikinn. Sigurinn var því í raun aldrei í mikilli hættu en Grindvíkingar hættu aldrei og því þurftu heimamenn ávallt að halda sér á tánum. Hjá Stjörnunni átti Hlynur Bæringsson frábæran leik, skoraði 19 stig og tók 10 fráköst. Justin Shouse skoraði 13, sem og Devon Austin. Tómas Tómasson var með 12 og Arnþór Guðmundsson 11. Hjá Grindavík skoraði Þorleifur Ólafsson 13, Lewis Clinch 12 og Ólafur Ólafsson 10, en liðið náði aldrei því sóknarflæði sem þurfti til að gera heimamönnum of erfitt fyrir. Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi seinna í kvöld.Stjarnan-Grindavík 75-64 (27-10, 13-24, 16-15, 19-15)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 19/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Justin Shouse 13/4 fráköst, Devon Andre Austin 13/13 fráköst/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 12/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 11, Marvin Valdimarsson 5, Ágúst Angantýsson 2, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0/7 fráköst.Grindavík: Þorleifur Ólafsson 13/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/7 fráköst, Lewis Clinch Jr. 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 9, Ómar Örn Sævarsson 8/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 5, Þorsteinn Finnbogason 3, Hamid Dicko 1, Jens Valgeir Óskarsson 1/4 fráköst.Hrafn: Sáttur við „harðsóttan varnarsigur“ Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var temmilega sáttur eftir sigurinn og aðspurður um hvort varnarleikurinn sem liðið sýndi í upphafi leiksins hafi verið sérstök geðhreinsun eftir tvo erfiða tapleik sagði Hrafn: „Við viljum koma svona í alla leiki. Við þurftum að horfast í augu við vissa hluti sem við vorum búnir að sýna af okkur hingað til. Þetta er ekki stórkostleg krísa. Við erum engir kóngar þegar við vinnum og engir skíthælar þegar við töpum. Við höfum ekki verið að byrja leiki nægilega vel og heldur ekki að berjast fyrir okkar og það er soldið sárt. Ég er eiginlega ánægður að við höfum ekki haldið áfram í þessari flugeldasýningu sem við byrjuðum á og að þetta endaði bara sem harðsóttur varnarsigur,“ sagði Hrafn.Tómas Tómasson er einn besti varnarbakvörður deildarinnar! Þrátt fyrir að missa flugið í sókn hleyptu Stjörnumenn Grindavík aldrei of nálægt. „Við byrjuðum vel, gefum tíu stoðsendingar í fyrsta fjórðung en svo missum við niður flæðið og þeir fara að láta okkur hafa fyrir en við spiluðum frábæra vörn allan leikinn. Þeir eru að skjóta 28% í hálfleik en eru með 14 sóknarfráköstum. Við náðum ekki að klára varnirnar með fráköstum en svo gerðum við það í seinni hálfleik. Ég vil líka segja að það verður að fara gefa Tómasi Tómassyni sérstakt hrós fyrir að vera einn besti varnarbakvörður í deildinni. Hann var með Clinch í fjórum stigum eftir þrjá hluta og það sást vart á milli þeirra nema þegar Clinch losaði sig með fríu höndinni,“ sagði Hrafn.Tapaðir boltar: „Erum of æstir“ Tapaðir boltar hafa verið viðvarandi vandamál liðsins í vetur og liðið náði að laga þennan þátt í leik kvöldsins. „Töpuðu boltarnir okkar koma til af tvennu: Oft erum við svo ofboðslega æstir að finna félaga okkar að um leið og sést í lúkurnar á honum látum við bara boltann fara; erum of mikið að henda boltanum á fyrsta tempói og fyrsta sjéns. Svo stundum þegar það er saumað að okkur þá höllum við okkur í burtu og hættum að vera aggressívir og förum að vera hikandi. Við erum að reyna að taka á báðum hlutum,“ sagði Hrafn.Jóhann fer yfir málin með sínum mönnum.vísir/eyþórJóhann: Okkur ekki ætlað að vinna þennan leik Varnarleikur Grindavíkur var góður lunga leiks og Jóhann Ólafsson, þjálfari liðsins, var ánægður með þann þátt liðsins. „Við gerðum varnarlega mjög vel allan leikinn, nema í fyrsta hluta. Byrjuðum hræðilega og þar liggur hundurinn grafinn. Við vorum að elta allan tímann og þetta var erfitt. Mér leið þannig að okkur hafi aldrei verið ætlað að vinna þennan leik. Alltaf þegar við vorum að komast inní leikinn þá datt eitthvað fyrir þá sem gerði okkur erfitt fyrir. Ég get samt ekki verið annað en stoltur af mínu liði hérna í kvöld,“ sagði Jóhann.Sóknin aldrei í takti Sóknarleikur liðsins átti í miklu basli og náði aldrei að smella saman í það flæði sem hefur einkennt liðið síðustu leiki. Lewis Clinch, erlendur leikmaður liðsins, skoraði aðeins 4 stig fyrstu þrjá hlutana en hann hefur verið næstum óstöðvandi það sem af er vetri. „Við vorum stífir, engin spurning. Það verður ekkert tekið af Stjörnunni, sem gerði gerði mjög vel, sérstaklega í vörn. Við misstum einbeitinguna of oft; vorum oft komnir inní kerfi þegar einhver gleymdi sér, sem stoppar sóknarflæðið. Við hittum líka hræðilega, alveg sama hvar er litið niður, víti, skot fyrir utan og þriggja stiga, og Lewis [Clinch] var þar sjálfsagt fremstur í flokki,“ sagði Jóhann. „En það eiga allir dapra daga og það var þannig hjá honum í dag ... og fleirum, hann var ekkert einn með það. En eins og ég segi, okkur var ekkert ætlað að vinna þetta.“Hrafn var ánægður með varnarleik sinna manna.vísir/eyþór Dominos-deild karla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Sjá meira
Tvö af efstu liðum Dominosdeildar karla áttust við í Ásgarði í kvöld þegar heimamenn úr Stjörnunni tóku á móti Grindavík. Búist var við hörkuleik og áhorfendur fengu hann svo sannarlega en kannski ekki eins spennandi eða vel leikinn eins og búist var við. Varnarbaráttan var í fyrirrúmi og lokatölur 75-64 fyrir heimamenn.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Stjarnan tók öll völd á vellinum í upphafi leiks og leiddi hann allan. Þrátt fyrir að hafa misst tökin á leiknum á nokkrum köflum náðu heimamenn að halda út gegn mjög baráttuglöðum Grindvíkingum, sem náðu oft að komast í seilingarfjarlægð en aldrei náðu þeir að komast almennilega aftur inní leikinn. Sigurinn var því í raun aldrei í mikilli hættu en Grindvíkingar hættu aldrei og því þurftu heimamenn ávallt að halda sér á tánum. Hjá Stjörnunni átti Hlynur Bæringsson frábæran leik, skoraði 19 stig og tók 10 fráköst. Justin Shouse skoraði 13, sem og Devon Austin. Tómas Tómasson var með 12 og Arnþór Guðmundsson 11. Hjá Grindavík skoraði Þorleifur Ólafsson 13, Lewis Clinch 12 og Ólafur Ólafsson 10, en liðið náði aldrei því sóknarflæði sem þurfti til að gera heimamönnum of erfitt fyrir. Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi seinna í kvöld.Stjarnan-Grindavík 75-64 (27-10, 13-24, 16-15, 19-15)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 19/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Justin Shouse 13/4 fráköst, Devon Andre Austin 13/13 fráköst/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 12/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 11, Marvin Valdimarsson 5, Ágúst Angantýsson 2, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0/7 fráköst.Grindavík: Þorleifur Ólafsson 13/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/7 fráköst, Lewis Clinch Jr. 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 9, Ómar Örn Sævarsson 8/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 5, Þorsteinn Finnbogason 3, Hamid Dicko 1, Jens Valgeir Óskarsson 1/4 fráköst.Hrafn: Sáttur við „harðsóttan varnarsigur“ Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var temmilega sáttur eftir sigurinn og aðspurður um hvort varnarleikurinn sem liðið sýndi í upphafi leiksins hafi verið sérstök geðhreinsun eftir tvo erfiða tapleik sagði Hrafn: „Við viljum koma svona í alla leiki. Við þurftum að horfast í augu við vissa hluti sem við vorum búnir að sýna af okkur hingað til. Þetta er ekki stórkostleg krísa. Við erum engir kóngar þegar við vinnum og engir skíthælar þegar við töpum. Við höfum ekki verið að byrja leiki nægilega vel og heldur ekki að berjast fyrir okkar og það er soldið sárt. Ég er eiginlega ánægður að við höfum ekki haldið áfram í þessari flugeldasýningu sem við byrjuðum á og að þetta endaði bara sem harðsóttur varnarsigur,“ sagði Hrafn.Tómas Tómasson er einn besti varnarbakvörður deildarinnar! Þrátt fyrir að missa flugið í sókn hleyptu Stjörnumenn Grindavík aldrei of nálægt. „Við byrjuðum vel, gefum tíu stoðsendingar í fyrsta fjórðung en svo missum við niður flæðið og þeir fara að láta okkur hafa fyrir en við spiluðum frábæra vörn allan leikinn. Þeir eru að skjóta 28% í hálfleik en eru með 14 sóknarfráköstum. Við náðum ekki að klára varnirnar með fráköstum en svo gerðum við það í seinni hálfleik. Ég vil líka segja að það verður að fara gefa Tómasi Tómassyni sérstakt hrós fyrir að vera einn besti varnarbakvörður í deildinni. Hann var með Clinch í fjórum stigum eftir þrjá hluta og það sást vart á milli þeirra nema þegar Clinch losaði sig með fríu höndinni,“ sagði Hrafn.Tapaðir boltar: „Erum of æstir“ Tapaðir boltar hafa verið viðvarandi vandamál liðsins í vetur og liðið náði að laga þennan þátt í leik kvöldsins. „Töpuðu boltarnir okkar koma til af tvennu: Oft erum við svo ofboðslega æstir að finna félaga okkar að um leið og sést í lúkurnar á honum látum við bara boltann fara; erum of mikið að henda boltanum á fyrsta tempói og fyrsta sjéns. Svo stundum þegar það er saumað að okkur þá höllum við okkur í burtu og hættum að vera aggressívir og förum að vera hikandi. Við erum að reyna að taka á báðum hlutum,“ sagði Hrafn.Jóhann fer yfir málin með sínum mönnum.vísir/eyþórJóhann: Okkur ekki ætlað að vinna þennan leik Varnarleikur Grindavíkur var góður lunga leiks og Jóhann Ólafsson, þjálfari liðsins, var ánægður með þann þátt liðsins. „Við gerðum varnarlega mjög vel allan leikinn, nema í fyrsta hluta. Byrjuðum hræðilega og þar liggur hundurinn grafinn. Við vorum að elta allan tímann og þetta var erfitt. Mér leið þannig að okkur hafi aldrei verið ætlað að vinna þennan leik. Alltaf þegar við vorum að komast inní leikinn þá datt eitthvað fyrir þá sem gerði okkur erfitt fyrir. Ég get samt ekki verið annað en stoltur af mínu liði hérna í kvöld,“ sagði Jóhann.Sóknin aldrei í takti Sóknarleikur liðsins átti í miklu basli og náði aldrei að smella saman í það flæði sem hefur einkennt liðið síðustu leiki. Lewis Clinch, erlendur leikmaður liðsins, skoraði aðeins 4 stig fyrstu þrjá hlutana en hann hefur verið næstum óstöðvandi það sem af er vetri. „Við vorum stífir, engin spurning. Það verður ekkert tekið af Stjörnunni, sem gerði gerði mjög vel, sérstaklega í vörn. Við misstum einbeitinguna of oft; vorum oft komnir inní kerfi þegar einhver gleymdi sér, sem stoppar sóknarflæðið. Við hittum líka hræðilega, alveg sama hvar er litið niður, víti, skot fyrir utan og þriggja stiga, og Lewis [Clinch] var þar sjálfsagt fremstur í flokki,“ sagði Jóhann. „En það eiga allir dapra daga og það var þannig hjá honum í dag ... og fleirum, hann var ekkert einn með það. En eins og ég segi, okkur var ekkert ætlað að vinna þetta.“Hrafn var ánægður með varnarleik sinna manna.vísir/eyþór
Dominos-deild karla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Sjá meira