Það er alltaf smá Melrakkaslétta í öllum bókum hjá mér Magnús Guðmundsson skrifar 1. desember 2016 10:30 Andri Snær Magnason segir að í þessari bók sé tónn sem hann hafi þurft að koma frá sér. Visir/Anton Brink Ég hafði fundið randaflugu í skítugum snjóskafli og geymdi hana í eldspýtustokki. Enginn hafði tekið eftir henni, enda gerir enginn ráð fyrir randaflugu lengst uppi á reginfjöllum þar sem varla sést stingandi strá.“ Svona hefst fyrsta sagan, Randafluga, í nýju smásagnasafni Andra Snæs Magnasonar. Smásagnasafnið kallast Sofðu ást mín, en það vekur óneitanlega spurningar hversu fjölbreytt höfundarverk Andra Snæs er og hvort það sé ekki þrautin þyngri að fara með þessum hætti á milli bókmenntaforma. „Mér finnst þetta nú allt koma af sömu rót,“ segir Andri Snær og bætir við að þarna sé hann engu að síður í fyrsta skipti að glíma við hinn kunnuglega heim.Grunntónar „Ég hef nánast alltaf skapað heiminn í mínum verkum en í þetta sinn er ég að skrifa um heiminn sem skapaði mig og mína kynslóð. Það getur óneitanlega verið erfitt að flakka svona á milli forma, en ég hef alltaf haft þörf fyrir að enduruppgötva mig í hverju verki og finna upp nýtt form sem hentar mér í hvert og eitt sinn. Það getur tekið tíma að finna nýtt form fremur en að gera það sem kalla má rökrétt framhald af síðustu bók. Þá er maður alltaf að gera eitthvað sem maður veit ekki hvort maður er góður í eða ekki. Það ruglar auðvitað líka lesendur mína í ríminu. En þráðurinn í þessari bók hefur samt fylgt mér alveg frá 1998. Hann hefur fylgt mér óháð því sem ég hef verið að skrifa og það eru grunntónar í þessu verki sem hefðu getað orðið verk ef ekki hefðu komið hugmyndir sem kölluðu sterkar á mig í Draumalandinu og LoveStar til dæmis. Þannig að þetta er tónn sem hefur viljað brjótast fram en það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum að ég ákvað hleypa honum að og nota þessa rödd í heildstæðu verki. Kannski vegna þess að allt var orðið svo pólitískt eða hlaðið hugmyndum að mér fannst ég hreinlega verða að koma þessum lit frá mér áður en ég færi kannski aftur annan hring inn í annaðhvort pólitík eða fantasíu.“Visir/Anton BrinkAugnablik kynslóðar Rætur Andra Snæs liggja að miklu leyti í ljóðlistinni og við lestur titilsögunnar er ekki laust við að manni finnist ljóðið toga allhraustlega. Andri þvertekur ekki fyrir það og segir að þetta sé nú í senn ljóðrænasti og elsti tónninn í verkinu. „Þessi saga er eiginlega kveikjan að öllu verkinu því mig langaði alltaf til þess að klára verk sem hefði þennan tón. Hún fer nær ljóðinu en annað þar sem ég fer meira inn í, kannski ekki alveg kolstrípaðan veruleika, en þó svona beinni frásagnarhátt. Grunnnálgun á tungumálið og frásögnina.“ Í sögunum er engu að síður að finna kunnuglegan streng eða söguefni á borð við náttúruna, stóra sem smáa, ástina, styrjaldarógn og fleira. „Já, ég hélt að ég væri að láta stóru pólitísku málin eiga sig af því að ég var ekki takast á við bein hitamál í samfélaginu. En svo þegar ég fer að skoða sögurnar þá eru þetta alls ekki hversdagslegar sögur. Þetta eru ekki sögur þar sem ekkert gerist. Kjarnorkuógnin vofir yfir í einni sögunni, tilfinning sem fylgir því að vera barn sem trúir því sem stendur í blöðunum og heldur að heimurinn sé að farast. Síðan er þarna grundvallarleit að orði í staðinn fyrir að elska, saga sem tengist dauðsfalli í vinahópnum og fleira. Kveikjurnar eru sterkar tilfinningar, sterk augnablik sem hafa sum hver setið í mér í tíu eða tuttugu ár, jafnvel frá því ég var barn. Einhvers konar kjarnasögur og kjarnaaugnablik minnar kynslóðar eins og þegar við toppuðum 1. janúar 2007 og krössuðum einhvern veginn á sama tíma.“Eitthvað óútskýranlegt Er frelsi í smásagnaforminu? „Já, ég hef alltaf verið heillaður af þessu formi og það eru ekkert alltaf lengstu bækurnar eða formin sem hafa haft áhrif á mig. Minn áhugi á bókmenntum sprettur upp úr ljóðinu og smásögunni, þá voru það helst skrítnu sögurnar eins og Borges og Þórarinn Eldjárn skrifuðu og annað slíkt. Fyrsta smásagnasafnið mitt er í þeim dúr en síðan varð ég heillaður af tóninum hjá höfundum eins og Vonnegut og Orwell sem báðir áttu mikla ádeilu í sinni skáldataug og fantasíu, en áttu líka fallegan og einlægan streng sem fyrir mér stækkaði höfundarverk þeirra. Kannski fannst mér að ég þyrfti að sanna að ég ætti þennan streng í verkfærakistunni. Eins skrítið og það er að tala um innri þörf þá hef ég verið að vinna að öðru verki sem er heimspólitískt en þetta vildi alltaf þrýstast fram fyrir það í röðina. Mér fannst ég verða að koma þessum tóni frá mér áður en ég get farið lengra inn í stóru hugmyndirnar, eins og að þurfa að anda inn áður en maður andar aftur út. Þannig að þetta eru ekki bara svona einhver listræn átök heldur eitthvað óútskýranlegt sem verður að komast fram.“Ýtt á pásu Sofðu ást mín, virðist um margt vera ein persónulegasta bók Andra Snæs og hann segir að svona um 99% sagnanna séu mjög nálægt einhverju sem geti verið hann. „En ein sagan er nákvæmlega ég. Það er Lególand-sagan og hún gerðist í alvörunni. Þetta er saga sem hefur kraumað lengi en ég hef aldrei fundið flöt á hvernig eða í hvaða formi ég ætti að gera henni skil, auk þess sem hún snertir fólk sem er nálægt mér mjög persónulega. En þetta er líka spurning hversu nálægt maður á að fara fólki og atburðum sem snerta mitt eigið líf og fólk í kringum mann. Það er ákveðinn kjarkur sem þarf í það því það er ákveðið frelsi í fantasíunni. Mamma er ekkert að hringja og spyrja hvort frænka okkar sé Gleðiglaumur eða eitthvað,“ segir Andri Snær og hlær og bætir við: „En samt veit Hulda systir að það er hún í bókinni.“ En það er alltaf þetta kunnuglega stef þó svo að ég sé að skrifa um eitthvað annað. Það er alltaf smá Melrakkaslétta í öllum bókum hjá mér og stórar grundvallarspurningar eru þarna líka. Þetta er svolítið eins og ég hafi numið staðar og safnað upp tilfinningum sem hafa hlaðist upp en hafa aldrei ratað á blað. Það var kominn tími á að hleypa þeim út.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. desember. Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég hafði fundið randaflugu í skítugum snjóskafli og geymdi hana í eldspýtustokki. Enginn hafði tekið eftir henni, enda gerir enginn ráð fyrir randaflugu lengst uppi á reginfjöllum þar sem varla sést stingandi strá.“ Svona hefst fyrsta sagan, Randafluga, í nýju smásagnasafni Andra Snæs Magnasonar. Smásagnasafnið kallast Sofðu ást mín, en það vekur óneitanlega spurningar hversu fjölbreytt höfundarverk Andra Snæs er og hvort það sé ekki þrautin þyngri að fara með þessum hætti á milli bókmenntaforma. „Mér finnst þetta nú allt koma af sömu rót,“ segir Andri Snær og bætir við að þarna sé hann engu að síður í fyrsta skipti að glíma við hinn kunnuglega heim.Grunntónar „Ég hef nánast alltaf skapað heiminn í mínum verkum en í þetta sinn er ég að skrifa um heiminn sem skapaði mig og mína kynslóð. Það getur óneitanlega verið erfitt að flakka svona á milli forma, en ég hef alltaf haft þörf fyrir að enduruppgötva mig í hverju verki og finna upp nýtt form sem hentar mér í hvert og eitt sinn. Það getur tekið tíma að finna nýtt form fremur en að gera það sem kalla má rökrétt framhald af síðustu bók. Þá er maður alltaf að gera eitthvað sem maður veit ekki hvort maður er góður í eða ekki. Það ruglar auðvitað líka lesendur mína í ríminu. En þráðurinn í þessari bók hefur samt fylgt mér alveg frá 1998. Hann hefur fylgt mér óháð því sem ég hef verið að skrifa og það eru grunntónar í þessu verki sem hefðu getað orðið verk ef ekki hefðu komið hugmyndir sem kölluðu sterkar á mig í Draumalandinu og LoveStar til dæmis. Þannig að þetta er tónn sem hefur viljað brjótast fram en það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum að ég ákvað hleypa honum að og nota þessa rödd í heildstæðu verki. Kannski vegna þess að allt var orðið svo pólitískt eða hlaðið hugmyndum að mér fannst ég hreinlega verða að koma þessum lit frá mér áður en ég færi kannski aftur annan hring inn í annaðhvort pólitík eða fantasíu.“Visir/Anton BrinkAugnablik kynslóðar Rætur Andra Snæs liggja að miklu leyti í ljóðlistinni og við lestur titilsögunnar er ekki laust við að manni finnist ljóðið toga allhraustlega. Andri þvertekur ekki fyrir það og segir að þetta sé nú í senn ljóðrænasti og elsti tónninn í verkinu. „Þessi saga er eiginlega kveikjan að öllu verkinu því mig langaði alltaf til þess að klára verk sem hefði þennan tón. Hún fer nær ljóðinu en annað þar sem ég fer meira inn í, kannski ekki alveg kolstrípaðan veruleika, en þó svona beinni frásagnarhátt. Grunnnálgun á tungumálið og frásögnina.“ Í sögunum er engu að síður að finna kunnuglegan streng eða söguefni á borð við náttúruna, stóra sem smáa, ástina, styrjaldarógn og fleira. „Já, ég hélt að ég væri að láta stóru pólitísku málin eiga sig af því að ég var ekki takast á við bein hitamál í samfélaginu. En svo þegar ég fer að skoða sögurnar þá eru þetta alls ekki hversdagslegar sögur. Þetta eru ekki sögur þar sem ekkert gerist. Kjarnorkuógnin vofir yfir í einni sögunni, tilfinning sem fylgir því að vera barn sem trúir því sem stendur í blöðunum og heldur að heimurinn sé að farast. Síðan er þarna grundvallarleit að orði í staðinn fyrir að elska, saga sem tengist dauðsfalli í vinahópnum og fleira. Kveikjurnar eru sterkar tilfinningar, sterk augnablik sem hafa sum hver setið í mér í tíu eða tuttugu ár, jafnvel frá því ég var barn. Einhvers konar kjarnasögur og kjarnaaugnablik minnar kynslóðar eins og þegar við toppuðum 1. janúar 2007 og krössuðum einhvern veginn á sama tíma.“Eitthvað óútskýranlegt Er frelsi í smásagnaforminu? „Já, ég hef alltaf verið heillaður af þessu formi og það eru ekkert alltaf lengstu bækurnar eða formin sem hafa haft áhrif á mig. Minn áhugi á bókmenntum sprettur upp úr ljóðinu og smásögunni, þá voru það helst skrítnu sögurnar eins og Borges og Þórarinn Eldjárn skrifuðu og annað slíkt. Fyrsta smásagnasafnið mitt er í þeim dúr en síðan varð ég heillaður af tóninum hjá höfundum eins og Vonnegut og Orwell sem báðir áttu mikla ádeilu í sinni skáldataug og fantasíu, en áttu líka fallegan og einlægan streng sem fyrir mér stækkaði höfundarverk þeirra. Kannski fannst mér að ég þyrfti að sanna að ég ætti þennan streng í verkfærakistunni. Eins skrítið og það er að tala um innri þörf þá hef ég verið að vinna að öðru verki sem er heimspólitískt en þetta vildi alltaf þrýstast fram fyrir það í röðina. Mér fannst ég verða að koma þessum tóni frá mér áður en ég get farið lengra inn í stóru hugmyndirnar, eins og að þurfa að anda inn áður en maður andar aftur út. Þannig að þetta eru ekki bara svona einhver listræn átök heldur eitthvað óútskýranlegt sem verður að komast fram.“Ýtt á pásu Sofðu ást mín, virðist um margt vera ein persónulegasta bók Andra Snæs og hann segir að svona um 99% sagnanna séu mjög nálægt einhverju sem geti verið hann. „En ein sagan er nákvæmlega ég. Það er Lególand-sagan og hún gerðist í alvörunni. Þetta er saga sem hefur kraumað lengi en ég hef aldrei fundið flöt á hvernig eða í hvaða formi ég ætti að gera henni skil, auk þess sem hún snertir fólk sem er nálægt mér mjög persónulega. En þetta er líka spurning hversu nálægt maður á að fara fólki og atburðum sem snerta mitt eigið líf og fólk í kringum mann. Það er ákveðinn kjarkur sem þarf í það því það er ákveðið frelsi í fantasíunni. Mamma er ekkert að hringja og spyrja hvort frænka okkar sé Gleðiglaumur eða eitthvað,“ segir Andri Snær og hlær og bætir við: „En samt veit Hulda systir að það er hún í bókinni.“ En það er alltaf þetta kunnuglega stef þó svo að ég sé að skrifa um eitthvað annað. Það er alltaf smá Melrakkaslétta í öllum bókum hjá mér og stórar grundvallarspurningar eru þarna líka. Þetta er svolítið eins og ég hafi numið staðar og safnað upp tilfinningum sem hafa hlaðist upp en hafa aldrei ratað á blað. Það var kominn tími á að hleypa þeim út.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. desember.
Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira