Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. Nefndarmenn koma mörgum fyrir sjónir sem forréttindahópur sem ferðast á kostnað A-landsliðs karla á leiki strákanna okkar úti í löndum. Dvöl allra nefndarmanna í vellystingum á glæsilegum hótelum í Frakklandi á Evrópumótinu í sumar vakti sérstaka athygli, ekki síst eftir að landsliðsþjálfarinn, Lars Lagerbäck, setti spurningarmerki við tilgang nefndarinnar að mótinu loknu. Landsliðsnefnd karla, nefnd skipuð fjórum karlmönnum sem fylgja strákunum okkar í A-landsliði karla hvert fótmál við keppni erlendis, er ein fjölmargra nefnda hjá KSÍ sem skipuð er fólki í sjálfboðavinnu. Dæmi er um að landsliðsnefndarmaður hafi lent upp á kant við starfsmann A-landsliðs karla. Þeir eiga að vera augu og eyru stjórnar í verkefnum landsliðsins en mæta á æfingar og fundi eftir hentugleika. Í aðdraganda EM var hitafundur þar sem landsliðsþjálfararnir kröfðust þess að nefndarmenn færu eftir sömu reglum og leikmenn varðandi neyslu áfengis og útivistartíma. Þrír nefndarmannanna hafa verið í landsliðsnefnd í töluverðan tíma. Formaðurinn Rúnar Vífill Arnarson, Róbert Agnarsson og Jóhannes Ólafsson. Allir hafa þeir gegnt trúnaðarstörfum í íslensku knattspyrnuhreyfingunni um árabil. Með þeim í nefndinni, þangað til í vetur, var Þorgrímur Þráinsson. Sú breyting var gerð í vetur að Þorgrímur var færður úr nefndinni og gerður að starfsmanni landsliðsins.Sjálfboðavinna við veisluborð? Fyrir liggur og hefur margoft komið fram að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson voru og eru mjög sáttir við Þorgrím og hans hlutverk, svo ekki sé talað um leikmenn landsliðsins þar sem hann nýtur mikilla vinsælda. Magnús Gylfason kom inn í nefndina í staðinn fyrir Þorgrím. Eins og mörgum knattspyrnuáhugamönnum er kunnugt þá snerta hvorki Magnús né Þorgrímur áfengi. Landsliðsnefnd karla er ein af tæplega þrjátíu nefndum og ráðum hjá KSÍ. Skipun nefndarinnar er borin upp af Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, á fyrsta stjórnarfundi eftir ársþing. Tillögur formanns um nefndaskipan eru alla jafna samþykktar eins og flestar tillögur formannsins. Fyrrnefndir þrír landsliðsnefndarmenn, þeir Róbert, Rúnar og Jóhannes, eru einnig í stjórn KSÍ sem tekur tillögur formannsins fyrir. Það skal tekið fram að nefndarstörf hjá KSÍ eru sjálfboðaliðastörf líkt og er svo algengt hjá sérsamböndum í íþróttahreyfingunni og í íþróttafélögum yfir höfuð. Hins vegar sýnist sumum landsliðsnefnd karla sitja við veisluborð sem öðrum sjálfboðaliðum býðst ekki sæti við.Landsliðsnefndarmennirnir Jóhannes, Róbert og Rúnar Vífill.Mynd/Hafliði BreiðfjörðTaka þátt í móttökum og leysa vandamál En hvert er hlutverk landsliðsnefndar? Geir Þorsteinsson vísar í lög KSÍ og þar sé að finna þær starfsreglur sem allar nefndir starfi eftir. Í tilfelli landsliðsnefndarinnar eru helstu hlutverk eftirfarandi: -Að annast undirbúning og eftirlit með þjálfun, æfingum og leikjum -Að hafa samskipti við starfsmenn og leikmenn landsliða -Að vera í forsvari fyrir landsliðshópa í verkefnum á vegum KSÍ -Að vera stjórn KSÍ til ráðgjafar um ráðningu landsliðsþjálfara og aðstoðarmanna þeirra Formaðurinn Rúnar Vífill var spurður út í hlutverk nefndarinnar. Þeir séu fulltrúar stjórnar og einn til tveir úr nefndinni fari með A-landsliði karla í leiki erlendis. Þeir séu fulltrúar KSÍ í tengslum við leikina. „Við tökum þátt í móttökum og erum bara starfsfólki til trausts og halds. Ef það koma upp einhver vandamál erum við til staðar,“ segir Rúnar. „Vandamálin koma yfirleitt óvænt upp og þá þarf að standa í lappirnar og vera til taks.“ Aðspurður hvernig vandamálum nefndarmenn hafi þurft að taka á í gengum tíðina og hvort hann geti nefnt dæmi vill hann ekki gera það. Það sé allt innan raða KSÍ. Ýmislegt geti komið upp og þá þurfi að standa með framkvæmdastjóranum eða hverjum sem er. Sem dæmi má nefna að landsliðsnefndarmenn aðstoða formann KSÍ að semja við leikmenn um bónusgreiðslur fyrir árangur sinn. Eitthvað sem ekki náði að semja um fyrr en skömmu áður en haldið var til Frakklands.Nefndin barn síns tíma? Á sínum tíma sáu landsliðsnefndarmenn um að skipuleggja ferðir utan og gegna hlutverki liðsstjóra. Þannig er það með stjórnarmenn og nefndarfólk sem ferðast með yngri landsliðum í verkefni erlendis, jafnvel hjá kvennalandsliðinu. Þar er nefndarfólk í liðsstjóra hlutverki, með greiðslukortið á lofti þegar upp koma vandamál enda engir starfsmenn með í för. Í dag eru öll ferðalög A-landsliðs karla skipulögð af starfsmönnum á skrifstofu KSÍ. Í teyminu eru liðsstjórar auk framkvæmdastjóra, formanns og fleira starfsfólks. Einhverjir myndu segja að hlutverk landsliðsnefndarinnar sé að einhverju leyti úrelt, barn síns tíma. „Nei,“ segir Rúnar Vífill. Hann leggi mikla áherslu á störf nefndarinnar og að nefndin sinni eftirlitshlutverki sínu og allt sé í lagi. En hversu vel er „eftirlitshlutverkinu“ sinnt? Á ferðalögum landsliðsins er æft svo gott sem á hverjum degi og sömuleiðis fundað. En mæta landsliðsnefndarmenn á alla fundi og allar æfingar? „Við mætum kannski ekki alltaf en kíkjum á æfingar og fundi,“ segir Rúnar Vífill. Þeir tilheyri ekki starfsfólkinu. „Við höfum frjálst val með það,“ segir Rúnar Vífill um mætingu nefndarmanna á æfingar og fundi.Geir Þorsteinsson útskýrir tvenn mánaðarlaun í aukagreiðslu fyrst og fremst af önnum við að hjálpa nýjum framkvæmdastjóra að komast inn í starfið.Vísir/DaníelSama um bjórinn en skilur ekki tilganginn Undirritaður hefur átt fjölmörg trúnaðarsamtöl við leikmenn karlalandsliðsins og starfsfólk KSÍ. Enginn vill koma fram undir nafni og gagnrýna landsliðsnefndina en ljóst að er upp til hópa telur fólk óeðlilegt að peningar sem séu eyrnamerktir A-landsliði karla fari í að kosta ferðalög landsliðsnefndarmanna. „Mér er alveg sama þótt þeir séu að sötra einhvern bjór. Ég skil bara ekki hvað þeir eru að gera þarna?“ sagði reyndur landsliðsmaður og lykilmaður á EM í sumar í samtali við Vísi. Vísir spurðist fyrir um kostnaðinn af dvöl landsliðsnefndarmannanna í Frakklandi í sumar. Geir Þorsteinsson sagði að uppgjör vegna Evrópumótsins yrði ekki klárt fyrr en í desember. Koma verður í ljós hvort upplýsingar fáist um kostnaðinn af veru landsliðsnefndarmannanna. Sá kostnaður er þó aðeins dropi í hafið að sögn Geirs. Fram hefur komið að álagið á starfsfólk KSÍ í sumar var svo mikið að það fékk greidd aukalega ein mánaðarlaun að tillögu formanns KSÍ. Velta má fyrir sér hvort fjölga hefði mátt í starfsliði KSÍ, bæta við sjúkraþjálfara, lækni eða liðsstjóra í Frakklandi, hefðu ekki allir fjórir landsliðsnefndarmenn verið í Frakklandi á kostnað sambandsins, greitt með eyrnamerktum peningum A-landsliðs karla.Truflandi áhrif nefndarinnar Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, gerði upp tíma sinn með íslenska karlalandsliðið í ítarlegu viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamann 365, að loknu Evrópumótinu í júlí. Sá sænski fór um víðan völl í viðtalinu og skaut meðal annars á landsliðsnefnd KSÍ. „Ég skil vel að stjórnin þurfi að hafa augu og eyru í landsliðsumhverfinu til að fylgjast með því starfi sem þar er unnið. En því meira sem er af fólki, því meira er talað og truflað. Það er sérstaklega mikilvægt þegar farið er í lokamót eins og EM þar sem hópurinn þarf að vera lengi saman og minnstu atriði geta haft mjög truflandi áhrif.“ Lars vildi ekki nefna nein dæmi en upplýsti þó að upp hefði komið mál fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar þarf sem fundað var með landsliðsnefndinni. „En hvað þar átti sér stað mun ég ekki tjá mig um, það er mál sem verður að útkljá innan knattspyrnuhreyfingarinnar.“Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson áttu hitafund með landsliðsnefndinni fyrir förina til Frakklands þar sem línurnar voru lagðar varðandi reglur á hóteli liðsins.MYND/VILHELM STOKSTADHitafundur með Heimi og Lars Samkvæmt heimildum Vísis funduðu landsliðsþjálfararnir með landsliðsnefndinni skömmu áður en hópurinn hélt utan í EM-ævintýrið í Frakklandi. Meðal annars var til umræðu fyrirkomulagið á hótelum landsliðsins í Frakklandi þar sem skoðun landsliðsþjálfaranna kom skýrt fram. Ef nefndarmennirnir ætluðu að dvelja á sama hóteli og landsliðið þá yrðu þeir að lúta sömu reglum er vörðuðu áfengisneyslu, sem væri ekki liðin, og útivistartíma. Voru menn ekki á eitt sáttir á fundinum eftir því sem Vísir kemst næst. Rúnar Vífill, formaður nefndarinnar, segist ekkert vilja tjá sig um skoðanaskipti nefndarmanna og landsliðsþjálfaranna. „Ég er ekkert að tjá mig um svona fundi. Ég veit ekkert um það. Menn hittast og ræða málin. Búið spil.“Siggi Dúlla sýnir mátt sinn og lyftir Heimi Hallgrímssyni eftir 2-1 sigurinn á Englandi í Nice.Vísir/gettyReifst við Sigga Dúllu Svo fór að landsliðsnefndarmennirnir gistu allir á hótelinu glæsilega í Annecy með leikmönnum, og fylgdu reglum sem þar giltu, en gistu svo á öðrum hótelum þegar ferðast var í leikina í Saint-Étienne, Marseille, París og Nice. En þrátt fyrir áfengisleysi á hótelinu í Annecy sauð samt upp úr í kringum einn landsleik okkar manna í Frakklandi. Sigurður Þórðarson, liðstjóri karlalandsliðsins sem hefur meðal annars yfirumsjón með fatnaði, búnaði og flutnings þess alls, fékk skipanir frá Rúnari Vífli um að veita honum aðstoð með farangur sinn. Samkvæmt heimildum Vísis úr herbúðum landsliðsins sinnaðist þeim Sigurði, best þekktur sem Siggi Dúlla, og Rúnari þar sem Siggi taldi sig ekki eiga að taka skipunum eða ganga í verkefni fyrir Rúnar. Hann ætti fullt í fang með annan farangur. Svo hefði ekki tíðkast og landsliðsnefndarmenn sæju um sinn farangur sjálfir. Var Sigga ekki skemmt með þessa uppákomu og var þónokkuð niðri fyrir. Urðu menn þess varir í klefanum eftir leik þar sem bros var á hverju andliti en ekki Sigga. Lars Lagerbäck var svo sannarlega ekki skemmt þegar hann heyrði af þessari uppákomu. Greinilegt er að ekki er um einsdæmi að ræða því Lars sagði í viðtalinu eftir Evrópumótið: „Það kom fyrir að þeir stigu inn og sögðu starfsliði fyrir verkum. Það er mín skoðun að það eigi enginn að segja starfsliðinu fyrir verkum nema landsliðsþjálfarinn. Allt verður að fara í gegnum mig eða Heimi. Ef þjálfarinn stendur sig svo ekki í starfi þá er stjórn sambandsins heimilt að fjarlægja hann. En það gengur ekki að mínu mati að hafa marga yfirmenn. Þjálfarinn verður að eiga lokaorðið.“Tjá sig ekki um rifrildið Geir Þorsteinsson vildi ekki ræða uppákomuna í Frakklandi þar sem kastaðist í kekki milli Rúnars og Sigga. „Það hafa komið upp fullt af vandamálum af ýmsum toga,“ segir Geir, bæði með leikmenn og þjálfara. Ýmislegt komið upp á. „Þá er gott að hafa reynda menn til að taka á málunum,“ segir formaðurinn og á við landsliðsnefndarmennina. Rúnar Vífill vildi sömuleiðis ekkert tjá sig um uppákomuna. „Það er ekkert óeðlilegt að það geti eitthvað komið upp á milli manna sem hanga saman í sex til átta vikur. Það er bara leyst í einum grænum.“Róbert og Rúnar Vífill á æfingu landsliðsins í Annecy í sumar.Mynd/Hafliði BreiðfjörðAllir höfðu „eitthvað hlutverk“ í Frakklandi Geir segir að það hafi ekki borist í hans eyru að landsliðsþjálfararnir hafi verið ósáttir við áfengisneyslu landsliðsnefndarmanna. Það gildi ákveðnar starfsreglur í kringum landsliðin sem allir þekki og virði. Varðandi það hvort það hafi þjónað tilgangi að hafa fjóra landsliðsnefndarmenn á ferðalagi og uppihaldi í Frakklandi í sumar minnir Geir á að í stóra samhenginu sé ekki um mikla peninga að ræða. „Ef þú getur fundið Knattspyrnusamband í Evrópu sem rak sína sendisveit á hagkvæmari hátt en við… það er ekki hægt.“ En höfðu allir fjórir nefndarmennirnir hlutverk allan þennan tíma í Frakklandi sem réttlættu veru þeirra þar? „Við höfum allir eitthvað hlutverk og klárum þau. Þetta var ákveðinn hápunktur í okkar starfi,“ segir Geir. Allir hafi gert eins vel og þeir gátu. Blaðamaður spurði Rúnar Vífil einnig út í það hvort ekki sé réttmæt gagnrýni að það hafi verið of mikið að senda alla fjóra landsliðsnefndarmenn með landsliðinu til Frakklands. „Ég held að það sé ekkert óeðlilegt við það, enda mikið um að vera.“ Aðspurður um kostnaðinn við veru þeirra segir Rúnar: „Það er bara inni í kostnaði landsliðsins. Við erum hluti af landsliðinu.“Geir og Klara á fundi í höfuðstöðvum KSÍ á dögunum. Í bakgrunn er Rúnar Vífill, formaður landsliðsnefndar, hugsi.Vísir/Anton BrinkTvenn mánaðarlaun í aukagreiðslu Sjálfur hefur Geir verið krafinn svara vegna aukagreiðslu upp á tvenn mánaðarlaun sem samþykkt var á stjórnarfundi á dögunum. Aðrir starfsmenn KSÍ fengu ein mánaðarlaun. Geir segir í raun um yfirvinnu að ræða hjá starfsfólkinu sem hafi unnið myrkranna á milli. Hann hafi hins vegar fengið tvenn mánaðarlaun aðallega vegna þess að mikið álag var á honum að koma Klöru Bjartmarz, sem starfað hefur hjá KSÍ síðan 1994, inn í framkvæmdastjórastarfið á árinu. Í Akraborginni á X-inu 977 var Geir spurður að því hvort það að koma starfsmanni inn í starf kallaði á aukagreiðslur, en Geir er launahæsti starfsmaður á skrifstofu sambandsins. Hvort að Klara Bjartmarz fengi aukagreiðslur fyrir að koma nýjum upplýsingafulltrúa inn í starfið en nýlega var nýr starfsmaður ráðinn í starfið. Geir sagði að svo væri ekki en störfin væru ekki sambærileg. Framkvæmdastjórastaðan, sem hann gengdi sjálfur áður en hann tók við formennsku árið 2007, væri engri annarri lík. Blaðamaður hefur spurt Geir, fulltrúa úr landsliðsnefnd og meðlimi stjórnar KSÍ um það hvort greidd hafi verið atkvæði um tillögu fjárhagsnefndar þess efnis að Geir fengi tvenn mánaðarlaun. Eða hvort tillagan hafi verið samþykkt athugasemda lausn. Um það vill enginn tjá sig. Samt segja menn allt eiga að vera uppi á borðum og landsliðsnefndar- og stjórnarmaður benti einfaldlega á fundargerðina. „Ertu búinn að skoða hana?“Í fundargerðinni frá 21. júlí stendur:Gylfi Þór Orrason, formaður fjárhagsnefndar, kynnti munnlega tillögu fjárhagsnefndar um viðbótargreiðslu til formanns vegna góðs árangurs í starfi í tengslum við riðlakeppni EM og úrslitakeppnina í Frakklandi. Stjórn KSÍ hefur áður samþykkt viðbótargreiðslur til annars starfsfólks KSÍ vegna aukins vinnuálags í tengslum við úrslitakeppni EM. Tillaga fjárhagsnefndar var samþykkt. Hvorki kemur fram í fundargerðinni að greiðslan til formanns hafi verið hærri en til annarra né hvort greidd hafi verið atkvæði um tillöguna. Í ljósi þess hve fátt er um svör er erfitt að draga aðra ályktun en þá að tillagan hafi verið samþykkt án þess að greidd hafi verið um hana atkvæði.Róbert Agnarsson, stjórnarmaður og landsliðsnefnarmaður, var hvergi banginn fyrir leikinn gegn Englandi á ströndinni í Nice í sumar.Vísir„Áfram Ísland“ í Zagreb Segja má að stjarna landsliðsnefndar hafi skinið skært í Zagreb á dögunum þegar strákarnir okkar biðu lægri hlut gegn Króötum í undankeppni HM 2018. Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum vegna óspekta króatískra áhorfenda í fyrri leikjum. Áhorfendur heima í stofu á Íslandi heyrðu kallað „Áfram Ísland“ í stúkunni, eitthvað sem kom mjög á óvart enda aðeins fjölmiðlamenn á svæðinu ásamt formönnum, framkvæmdastjórum og öðru fylgdarliði landsliðanna, þar með taldir landsliðsnefndarmennirnir Magnús og Róbert. Var það sá síðarnefndi sem kallaði hvatningarorð inn á völlinn við góðar undirtektir stuðningsmanna heima á Íslandi. „Öllu jöfnu hafa menn hægt um sig í heiðursstúkunni,“ segir Róbert. Hann hafði heyrt af því forráðamenn Knattspyrnusambands Úkraínu hefðu kallað inn á völlinn í Kænugarði í haust þegar strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli. Þá var einnig spilað fyrir luktum dyrum. Hann hafi spurt eftirlitsmann leiksins í Zagreb hvort það væri í lagi að kalla inn á völlinn og fékk til þess góðfúslegt leyfi.Borgar með sér í starfið En hvað finnst Róberti um þá gagnrýni að verið sé að sóa peningum karlalandsliðsins með því að greiða undir einn, tvo eða fleiri landsliðsnefndarmenn í verkefni karlalandsliðsins erlendis? „Ef menn vilja vera með landsliðsnefndarmenn heima að horfa á sjónvarpið þá þjónar það ekki miklum tilgangi,“ segir Róbert. Deila megi um hvort allir fjórir hafi þurft að vera í Frakklandi í sumar. „Við erum allir sjálfboðaliðar,“ segir Róbert og minnir á að hann sé einnig stjórnarmaður og formaður mótanefndar, sem sé mjög annasamt hlutverk yfir sumartímann. Róbert hefur áður sinnt sjálfboðaliðastörfum hjá Víkingi þar sem hann gegndi formennsku hjá knattspyrnudeildinni. Sömu sögu er að segja um Rúnar Vífil sem var formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur og Jóhannes sem var formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Allt ólaunuð störf. Auk þess að vera í landsliðsnefnd er Rúnar Vífill í fjárhagsnefnd, sem lagði til tveggja mánaða mánaðarlaun í viðbótargreiðslu til Geirs, og mannvirkjanefnd. Þá er Jóhannes formaður samninga- og félagaskiptanefndar. Óumdeilt er að þeirra framlag til íslenskrar knattspyrnu er töluvert. „Ég borga með mér í þetta,“ segir Róbert varðandi framlag sitt til íslenskrar knattspyrnu í KSÍ. Hann segir nefndarmennina styðja þétt við bakið á strákunum. „Við, þessir kappar í landsliðsnefndinni, erum allir af vilja gerðir.“Viðmælandi úr innsta hring sagði grátlegt að peningar eyrnarmerktir karlalandsliðinu færu í að borga undir margra vikna dvöl landsliðsnefndarmanna í Frakklandi.Vísir/VilhelmUmbun fyrir ólaunað starf Vert er að taka fram að það voru ekki aðeins landsliðsnefndarmenn sem sóttu leiki karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar í boði KSÍ. Stjórnarmönnum og mökum var flogið út bæði í leikina gegn Englandi í Nice í sextán liða úrslitum og aftur þegar okkar menn mættu Frökkum í París nokkrum dögum síðar. Einn stjórnarmaður KSÍ sagði í samtali við Vísi líta svo á að um umbun væri að ræða fyrir ólaunað starf í stjórn KSÍ. KSÍ útvegaði sömuleiðis stjórnarmönnum og mökum miðum á leiki Íslands í riðlakeppninni auk þess sem fleiri velunnarar sambandsins fengu miða endurgjaldslaust. Einn viðmælandi úr innsta hring karlalandsliðsins orðaði það þannig að það væri ekkert að því að verðlauna menn fyrir vel unnin störf með ferðalögum í leiki landsliðsins erlendis. Það væri hins vegar grátlegt að á sama tíma og Heimir og Lars væru að berjast fyrir hverri krónu í A-landsliðið til að bæta umgjörðina í kringum liðið þá væri kostnaður við ferðalög og uppihald landsliðsnefndarmanna, sem lítið hlutverk hefðu fyrir utan að gera vel við sig í mat og drykk, greiddur með þeim peningum sem eyrnamerktir væru A-landsliði karla. Það sviði sárt. Sömuleiðis óþægindi og truflun í gegnum árin þegar nefndarmenn skili sér seint heim á hótelið á ferðalögum erlendis eftir að hafa kíkt út á lífið. Hvorki Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari né Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari, vildu tjá sig um málefni landsliðsnefndar þegar eftir því var leitað. EM 2016 í Frakklandi KSÍ Fréttaskýringar HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent
Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. Nefndarmenn koma mörgum fyrir sjónir sem forréttindahópur sem ferðast á kostnað A-landsliðs karla á leiki strákanna okkar úti í löndum. Dvöl allra nefndarmanna í vellystingum á glæsilegum hótelum í Frakklandi á Evrópumótinu í sumar vakti sérstaka athygli, ekki síst eftir að landsliðsþjálfarinn, Lars Lagerbäck, setti spurningarmerki við tilgang nefndarinnar að mótinu loknu. Landsliðsnefnd karla, nefnd skipuð fjórum karlmönnum sem fylgja strákunum okkar í A-landsliði karla hvert fótmál við keppni erlendis, er ein fjölmargra nefnda hjá KSÍ sem skipuð er fólki í sjálfboðavinnu. Dæmi er um að landsliðsnefndarmaður hafi lent upp á kant við starfsmann A-landsliðs karla. Þeir eiga að vera augu og eyru stjórnar í verkefnum landsliðsins en mæta á æfingar og fundi eftir hentugleika. Í aðdraganda EM var hitafundur þar sem landsliðsþjálfararnir kröfðust þess að nefndarmenn færu eftir sömu reglum og leikmenn varðandi neyslu áfengis og útivistartíma. Þrír nefndarmannanna hafa verið í landsliðsnefnd í töluverðan tíma. Formaðurinn Rúnar Vífill Arnarson, Róbert Agnarsson og Jóhannes Ólafsson. Allir hafa þeir gegnt trúnaðarstörfum í íslensku knattspyrnuhreyfingunni um árabil. Með þeim í nefndinni, þangað til í vetur, var Þorgrímur Þráinsson. Sú breyting var gerð í vetur að Þorgrímur var færður úr nefndinni og gerður að starfsmanni landsliðsins.Sjálfboðavinna við veisluborð? Fyrir liggur og hefur margoft komið fram að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson voru og eru mjög sáttir við Þorgrím og hans hlutverk, svo ekki sé talað um leikmenn landsliðsins þar sem hann nýtur mikilla vinsælda. Magnús Gylfason kom inn í nefndina í staðinn fyrir Þorgrím. Eins og mörgum knattspyrnuáhugamönnum er kunnugt þá snerta hvorki Magnús né Þorgrímur áfengi. Landsliðsnefnd karla er ein af tæplega þrjátíu nefndum og ráðum hjá KSÍ. Skipun nefndarinnar er borin upp af Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, á fyrsta stjórnarfundi eftir ársþing. Tillögur formanns um nefndaskipan eru alla jafna samþykktar eins og flestar tillögur formannsins. Fyrrnefndir þrír landsliðsnefndarmenn, þeir Róbert, Rúnar og Jóhannes, eru einnig í stjórn KSÍ sem tekur tillögur formannsins fyrir. Það skal tekið fram að nefndarstörf hjá KSÍ eru sjálfboðaliðastörf líkt og er svo algengt hjá sérsamböndum í íþróttahreyfingunni og í íþróttafélögum yfir höfuð. Hins vegar sýnist sumum landsliðsnefnd karla sitja við veisluborð sem öðrum sjálfboðaliðum býðst ekki sæti við.Landsliðsnefndarmennirnir Jóhannes, Róbert og Rúnar Vífill.Mynd/Hafliði BreiðfjörðTaka þátt í móttökum og leysa vandamál En hvert er hlutverk landsliðsnefndar? Geir Þorsteinsson vísar í lög KSÍ og þar sé að finna þær starfsreglur sem allar nefndir starfi eftir. Í tilfelli landsliðsnefndarinnar eru helstu hlutverk eftirfarandi: -Að annast undirbúning og eftirlit með þjálfun, æfingum og leikjum -Að hafa samskipti við starfsmenn og leikmenn landsliða -Að vera í forsvari fyrir landsliðshópa í verkefnum á vegum KSÍ -Að vera stjórn KSÍ til ráðgjafar um ráðningu landsliðsþjálfara og aðstoðarmanna þeirra Formaðurinn Rúnar Vífill var spurður út í hlutverk nefndarinnar. Þeir séu fulltrúar stjórnar og einn til tveir úr nefndinni fari með A-landsliði karla í leiki erlendis. Þeir séu fulltrúar KSÍ í tengslum við leikina. „Við tökum þátt í móttökum og erum bara starfsfólki til trausts og halds. Ef það koma upp einhver vandamál erum við til staðar,“ segir Rúnar. „Vandamálin koma yfirleitt óvænt upp og þá þarf að standa í lappirnar og vera til taks.“ Aðspurður hvernig vandamálum nefndarmenn hafi þurft að taka á í gengum tíðina og hvort hann geti nefnt dæmi vill hann ekki gera það. Það sé allt innan raða KSÍ. Ýmislegt geti komið upp og þá þurfi að standa með framkvæmdastjóranum eða hverjum sem er. Sem dæmi má nefna að landsliðsnefndarmenn aðstoða formann KSÍ að semja við leikmenn um bónusgreiðslur fyrir árangur sinn. Eitthvað sem ekki náði að semja um fyrr en skömmu áður en haldið var til Frakklands.Nefndin barn síns tíma? Á sínum tíma sáu landsliðsnefndarmenn um að skipuleggja ferðir utan og gegna hlutverki liðsstjóra. Þannig er það með stjórnarmenn og nefndarfólk sem ferðast með yngri landsliðum í verkefni erlendis, jafnvel hjá kvennalandsliðinu. Þar er nefndarfólk í liðsstjóra hlutverki, með greiðslukortið á lofti þegar upp koma vandamál enda engir starfsmenn með í för. Í dag eru öll ferðalög A-landsliðs karla skipulögð af starfsmönnum á skrifstofu KSÍ. Í teyminu eru liðsstjórar auk framkvæmdastjóra, formanns og fleira starfsfólks. Einhverjir myndu segja að hlutverk landsliðsnefndarinnar sé að einhverju leyti úrelt, barn síns tíma. „Nei,“ segir Rúnar Vífill. Hann leggi mikla áherslu á störf nefndarinnar og að nefndin sinni eftirlitshlutverki sínu og allt sé í lagi. En hversu vel er „eftirlitshlutverkinu“ sinnt? Á ferðalögum landsliðsins er æft svo gott sem á hverjum degi og sömuleiðis fundað. En mæta landsliðsnefndarmenn á alla fundi og allar æfingar? „Við mætum kannski ekki alltaf en kíkjum á æfingar og fundi,“ segir Rúnar Vífill. Þeir tilheyri ekki starfsfólkinu. „Við höfum frjálst val með það,“ segir Rúnar Vífill um mætingu nefndarmanna á æfingar og fundi.Geir Þorsteinsson útskýrir tvenn mánaðarlaun í aukagreiðslu fyrst og fremst af önnum við að hjálpa nýjum framkvæmdastjóra að komast inn í starfið.Vísir/DaníelSama um bjórinn en skilur ekki tilganginn Undirritaður hefur átt fjölmörg trúnaðarsamtöl við leikmenn karlalandsliðsins og starfsfólk KSÍ. Enginn vill koma fram undir nafni og gagnrýna landsliðsnefndina en ljóst að er upp til hópa telur fólk óeðlilegt að peningar sem séu eyrnamerktir A-landsliði karla fari í að kosta ferðalög landsliðsnefndarmanna. „Mér er alveg sama þótt þeir séu að sötra einhvern bjór. Ég skil bara ekki hvað þeir eru að gera þarna?“ sagði reyndur landsliðsmaður og lykilmaður á EM í sumar í samtali við Vísi. Vísir spurðist fyrir um kostnaðinn af dvöl landsliðsnefndarmannanna í Frakklandi í sumar. Geir Þorsteinsson sagði að uppgjör vegna Evrópumótsins yrði ekki klárt fyrr en í desember. Koma verður í ljós hvort upplýsingar fáist um kostnaðinn af veru landsliðsnefndarmannanna. Sá kostnaður er þó aðeins dropi í hafið að sögn Geirs. Fram hefur komið að álagið á starfsfólk KSÍ í sumar var svo mikið að það fékk greidd aukalega ein mánaðarlaun að tillögu formanns KSÍ. Velta má fyrir sér hvort fjölga hefði mátt í starfsliði KSÍ, bæta við sjúkraþjálfara, lækni eða liðsstjóra í Frakklandi, hefðu ekki allir fjórir landsliðsnefndarmenn verið í Frakklandi á kostnað sambandsins, greitt með eyrnamerktum peningum A-landsliðs karla.Truflandi áhrif nefndarinnar Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, gerði upp tíma sinn með íslenska karlalandsliðið í ítarlegu viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamann 365, að loknu Evrópumótinu í júlí. Sá sænski fór um víðan völl í viðtalinu og skaut meðal annars á landsliðsnefnd KSÍ. „Ég skil vel að stjórnin þurfi að hafa augu og eyru í landsliðsumhverfinu til að fylgjast með því starfi sem þar er unnið. En því meira sem er af fólki, því meira er talað og truflað. Það er sérstaklega mikilvægt þegar farið er í lokamót eins og EM þar sem hópurinn þarf að vera lengi saman og minnstu atriði geta haft mjög truflandi áhrif.“ Lars vildi ekki nefna nein dæmi en upplýsti þó að upp hefði komið mál fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar þarf sem fundað var með landsliðsnefndinni. „En hvað þar átti sér stað mun ég ekki tjá mig um, það er mál sem verður að útkljá innan knattspyrnuhreyfingarinnar.“Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson áttu hitafund með landsliðsnefndinni fyrir förina til Frakklands þar sem línurnar voru lagðar varðandi reglur á hóteli liðsins.MYND/VILHELM STOKSTADHitafundur með Heimi og Lars Samkvæmt heimildum Vísis funduðu landsliðsþjálfararnir með landsliðsnefndinni skömmu áður en hópurinn hélt utan í EM-ævintýrið í Frakklandi. Meðal annars var til umræðu fyrirkomulagið á hótelum landsliðsins í Frakklandi þar sem skoðun landsliðsþjálfaranna kom skýrt fram. Ef nefndarmennirnir ætluðu að dvelja á sama hóteli og landsliðið þá yrðu þeir að lúta sömu reglum er vörðuðu áfengisneyslu, sem væri ekki liðin, og útivistartíma. Voru menn ekki á eitt sáttir á fundinum eftir því sem Vísir kemst næst. Rúnar Vífill, formaður nefndarinnar, segist ekkert vilja tjá sig um skoðanaskipti nefndarmanna og landsliðsþjálfaranna. „Ég er ekkert að tjá mig um svona fundi. Ég veit ekkert um það. Menn hittast og ræða málin. Búið spil.“Siggi Dúlla sýnir mátt sinn og lyftir Heimi Hallgrímssyni eftir 2-1 sigurinn á Englandi í Nice.Vísir/gettyReifst við Sigga Dúllu Svo fór að landsliðsnefndarmennirnir gistu allir á hótelinu glæsilega í Annecy með leikmönnum, og fylgdu reglum sem þar giltu, en gistu svo á öðrum hótelum þegar ferðast var í leikina í Saint-Étienne, Marseille, París og Nice. En þrátt fyrir áfengisleysi á hótelinu í Annecy sauð samt upp úr í kringum einn landsleik okkar manna í Frakklandi. Sigurður Þórðarson, liðstjóri karlalandsliðsins sem hefur meðal annars yfirumsjón með fatnaði, búnaði og flutnings þess alls, fékk skipanir frá Rúnari Vífli um að veita honum aðstoð með farangur sinn. Samkvæmt heimildum Vísis úr herbúðum landsliðsins sinnaðist þeim Sigurði, best þekktur sem Siggi Dúlla, og Rúnari þar sem Siggi taldi sig ekki eiga að taka skipunum eða ganga í verkefni fyrir Rúnar. Hann ætti fullt í fang með annan farangur. Svo hefði ekki tíðkast og landsliðsnefndarmenn sæju um sinn farangur sjálfir. Var Sigga ekki skemmt með þessa uppákomu og var þónokkuð niðri fyrir. Urðu menn þess varir í klefanum eftir leik þar sem bros var á hverju andliti en ekki Sigga. Lars Lagerbäck var svo sannarlega ekki skemmt þegar hann heyrði af þessari uppákomu. Greinilegt er að ekki er um einsdæmi að ræða því Lars sagði í viðtalinu eftir Evrópumótið: „Það kom fyrir að þeir stigu inn og sögðu starfsliði fyrir verkum. Það er mín skoðun að það eigi enginn að segja starfsliðinu fyrir verkum nema landsliðsþjálfarinn. Allt verður að fara í gegnum mig eða Heimi. Ef þjálfarinn stendur sig svo ekki í starfi þá er stjórn sambandsins heimilt að fjarlægja hann. En það gengur ekki að mínu mati að hafa marga yfirmenn. Þjálfarinn verður að eiga lokaorðið.“Tjá sig ekki um rifrildið Geir Þorsteinsson vildi ekki ræða uppákomuna í Frakklandi þar sem kastaðist í kekki milli Rúnars og Sigga. „Það hafa komið upp fullt af vandamálum af ýmsum toga,“ segir Geir, bæði með leikmenn og þjálfara. Ýmislegt komið upp á. „Þá er gott að hafa reynda menn til að taka á málunum,“ segir formaðurinn og á við landsliðsnefndarmennina. Rúnar Vífill vildi sömuleiðis ekkert tjá sig um uppákomuna. „Það er ekkert óeðlilegt að það geti eitthvað komið upp á milli manna sem hanga saman í sex til átta vikur. Það er bara leyst í einum grænum.“Róbert og Rúnar Vífill á æfingu landsliðsins í Annecy í sumar.Mynd/Hafliði BreiðfjörðAllir höfðu „eitthvað hlutverk“ í Frakklandi Geir segir að það hafi ekki borist í hans eyru að landsliðsþjálfararnir hafi verið ósáttir við áfengisneyslu landsliðsnefndarmanna. Það gildi ákveðnar starfsreglur í kringum landsliðin sem allir þekki og virði. Varðandi það hvort það hafi þjónað tilgangi að hafa fjóra landsliðsnefndarmenn á ferðalagi og uppihaldi í Frakklandi í sumar minnir Geir á að í stóra samhenginu sé ekki um mikla peninga að ræða. „Ef þú getur fundið Knattspyrnusamband í Evrópu sem rak sína sendisveit á hagkvæmari hátt en við… það er ekki hægt.“ En höfðu allir fjórir nefndarmennirnir hlutverk allan þennan tíma í Frakklandi sem réttlættu veru þeirra þar? „Við höfum allir eitthvað hlutverk og klárum þau. Þetta var ákveðinn hápunktur í okkar starfi,“ segir Geir. Allir hafi gert eins vel og þeir gátu. Blaðamaður spurði Rúnar Vífil einnig út í það hvort ekki sé réttmæt gagnrýni að það hafi verið of mikið að senda alla fjóra landsliðsnefndarmenn með landsliðinu til Frakklands. „Ég held að það sé ekkert óeðlilegt við það, enda mikið um að vera.“ Aðspurður um kostnaðinn við veru þeirra segir Rúnar: „Það er bara inni í kostnaði landsliðsins. Við erum hluti af landsliðinu.“Geir og Klara á fundi í höfuðstöðvum KSÍ á dögunum. Í bakgrunn er Rúnar Vífill, formaður landsliðsnefndar, hugsi.Vísir/Anton BrinkTvenn mánaðarlaun í aukagreiðslu Sjálfur hefur Geir verið krafinn svara vegna aukagreiðslu upp á tvenn mánaðarlaun sem samþykkt var á stjórnarfundi á dögunum. Aðrir starfsmenn KSÍ fengu ein mánaðarlaun. Geir segir í raun um yfirvinnu að ræða hjá starfsfólkinu sem hafi unnið myrkranna á milli. Hann hafi hins vegar fengið tvenn mánaðarlaun aðallega vegna þess að mikið álag var á honum að koma Klöru Bjartmarz, sem starfað hefur hjá KSÍ síðan 1994, inn í framkvæmdastjórastarfið á árinu. Í Akraborginni á X-inu 977 var Geir spurður að því hvort það að koma starfsmanni inn í starf kallaði á aukagreiðslur, en Geir er launahæsti starfsmaður á skrifstofu sambandsins. Hvort að Klara Bjartmarz fengi aukagreiðslur fyrir að koma nýjum upplýsingafulltrúa inn í starfið en nýlega var nýr starfsmaður ráðinn í starfið. Geir sagði að svo væri ekki en störfin væru ekki sambærileg. Framkvæmdastjórastaðan, sem hann gengdi sjálfur áður en hann tók við formennsku árið 2007, væri engri annarri lík. Blaðamaður hefur spurt Geir, fulltrúa úr landsliðsnefnd og meðlimi stjórnar KSÍ um það hvort greidd hafi verið atkvæði um tillögu fjárhagsnefndar þess efnis að Geir fengi tvenn mánaðarlaun. Eða hvort tillagan hafi verið samþykkt athugasemda lausn. Um það vill enginn tjá sig. Samt segja menn allt eiga að vera uppi á borðum og landsliðsnefndar- og stjórnarmaður benti einfaldlega á fundargerðina. „Ertu búinn að skoða hana?“Í fundargerðinni frá 21. júlí stendur:Gylfi Þór Orrason, formaður fjárhagsnefndar, kynnti munnlega tillögu fjárhagsnefndar um viðbótargreiðslu til formanns vegna góðs árangurs í starfi í tengslum við riðlakeppni EM og úrslitakeppnina í Frakklandi. Stjórn KSÍ hefur áður samþykkt viðbótargreiðslur til annars starfsfólks KSÍ vegna aukins vinnuálags í tengslum við úrslitakeppni EM. Tillaga fjárhagsnefndar var samþykkt. Hvorki kemur fram í fundargerðinni að greiðslan til formanns hafi verið hærri en til annarra né hvort greidd hafi verið atkvæði um tillöguna. Í ljósi þess hve fátt er um svör er erfitt að draga aðra ályktun en þá að tillagan hafi verið samþykkt án þess að greidd hafi verið um hana atkvæði.Róbert Agnarsson, stjórnarmaður og landsliðsnefnarmaður, var hvergi banginn fyrir leikinn gegn Englandi á ströndinni í Nice í sumar.Vísir„Áfram Ísland“ í Zagreb Segja má að stjarna landsliðsnefndar hafi skinið skært í Zagreb á dögunum þegar strákarnir okkar biðu lægri hlut gegn Króötum í undankeppni HM 2018. Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum vegna óspekta króatískra áhorfenda í fyrri leikjum. Áhorfendur heima í stofu á Íslandi heyrðu kallað „Áfram Ísland“ í stúkunni, eitthvað sem kom mjög á óvart enda aðeins fjölmiðlamenn á svæðinu ásamt formönnum, framkvæmdastjórum og öðru fylgdarliði landsliðanna, þar með taldir landsliðsnefndarmennirnir Magnús og Róbert. Var það sá síðarnefndi sem kallaði hvatningarorð inn á völlinn við góðar undirtektir stuðningsmanna heima á Íslandi. „Öllu jöfnu hafa menn hægt um sig í heiðursstúkunni,“ segir Róbert. Hann hafði heyrt af því forráðamenn Knattspyrnusambands Úkraínu hefðu kallað inn á völlinn í Kænugarði í haust þegar strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli. Þá var einnig spilað fyrir luktum dyrum. Hann hafi spurt eftirlitsmann leiksins í Zagreb hvort það væri í lagi að kalla inn á völlinn og fékk til þess góðfúslegt leyfi.Borgar með sér í starfið En hvað finnst Róberti um þá gagnrýni að verið sé að sóa peningum karlalandsliðsins með því að greiða undir einn, tvo eða fleiri landsliðsnefndarmenn í verkefni karlalandsliðsins erlendis? „Ef menn vilja vera með landsliðsnefndarmenn heima að horfa á sjónvarpið þá þjónar það ekki miklum tilgangi,“ segir Róbert. Deila megi um hvort allir fjórir hafi þurft að vera í Frakklandi í sumar. „Við erum allir sjálfboðaliðar,“ segir Róbert og minnir á að hann sé einnig stjórnarmaður og formaður mótanefndar, sem sé mjög annasamt hlutverk yfir sumartímann. Róbert hefur áður sinnt sjálfboðaliðastörfum hjá Víkingi þar sem hann gegndi formennsku hjá knattspyrnudeildinni. Sömu sögu er að segja um Rúnar Vífil sem var formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur og Jóhannes sem var formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Allt ólaunuð störf. Auk þess að vera í landsliðsnefnd er Rúnar Vífill í fjárhagsnefnd, sem lagði til tveggja mánaða mánaðarlaun í viðbótargreiðslu til Geirs, og mannvirkjanefnd. Þá er Jóhannes formaður samninga- og félagaskiptanefndar. Óumdeilt er að þeirra framlag til íslenskrar knattspyrnu er töluvert. „Ég borga með mér í þetta,“ segir Róbert varðandi framlag sitt til íslenskrar knattspyrnu í KSÍ. Hann segir nefndarmennina styðja þétt við bakið á strákunum. „Við, þessir kappar í landsliðsnefndinni, erum allir af vilja gerðir.“Viðmælandi úr innsta hring sagði grátlegt að peningar eyrnarmerktir karlalandsliðinu færu í að borga undir margra vikna dvöl landsliðsnefndarmanna í Frakklandi.Vísir/VilhelmUmbun fyrir ólaunað starf Vert er að taka fram að það voru ekki aðeins landsliðsnefndarmenn sem sóttu leiki karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar í boði KSÍ. Stjórnarmönnum og mökum var flogið út bæði í leikina gegn Englandi í Nice í sextán liða úrslitum og aftur þegar okkar menn mættu Frökkum í París nokkrum dögum síðar. Einn stjórnarmaður KSÍ sagði í samtali við Vísi líta svo á að um umbun væri að ræða fyrir ólaunað starf í stjórn KSÍ. KSÍ útvegaði sömuleiðis stjórnarmönnum og mökum miðum á leiki Íslands í riðlakeppninni auk þess sem fleiri velunnarar sambandsins fengu miða endurgjaldslaust. Einn viðmælandi úr innsta hring karlalandsliðsins orðaði það þannig að það væri ekkert að því að verðlauna menn fyrir vel unnin störf með ferðalögum í leiki landsliðsins erlendis. Það væri hins vegar grátlegt að á sama tíma og Heimir og Lars væru að berjast fyrir hverri krónu í A-landsliðið til að bæta umgjörðina í kringum liðið þá væri kostnaður við ferðalög og uppihald landsliðsnefndarmanna, sem lítið hlutverk hefðu fyrir utan að gera vel við sig í mat og drykk, greiddur með þeim peningum sem eyrnamerktir væru A-landsliði karla. Það sviði sárt. Sömuleiðis óþægindi og truflun í gegnum árin þegar nefndarmenn skili sér seint heim á hótelið á ferðalögum erlendis eftir að hafa kíkt út á lífið. Hvorki Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari né Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari, vildu tjá sig um málefni landsliðsnefndar þegar eftir því var leitað.
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent