Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Kristján Már Unnarsson skrifar 26. desember 2016 20:00 Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. Fjallað var um málið í þættinum Landnemarnir á Stöð 2. Á Íslandi efast menn ekki um að Skálholt í dag sé það sama og fyrsti biskupinn sat, Eyjafjörður og Kristnes séu þau sömu og Helgi magri nam, og að Bergþórshvoll sé sá sami og í Njálssögu enda tryggði órofin byggðasaga á Íslandi að vitneskjan um örnefnin færðist á milli kynslóða. Í fornum lýsingum frá norrænu byggðinni á Grænlandi er getið fjölda örnefna. Menn hafa með ýmsum ráðum reynt að staðsetja mörg þeirra þótt vitneskjan hafi glatast þegar þjóðin hvarf. Það er helst að örnefni eins og Hvítanes geti bent á sjálft sig. Þetta hefur raunar verið ráðgáta sem fræðimenn hafa glímt við í nærri þrjúhundruð ár. Lengi vel töldu menn að Brattahlíð hafi verið þar sem nú er þorpið Igaliku en svo fannst biskupsgröf sem sannfærði menn um að þar hafi verið biskupsetrið Garðar. Þá þurfti að finna Brattahlíð nýjan stað og varð niðurstaðan þar sem nú er þorpið Qassiarsuk.Horft yfir þann stað sem í dag er talinn hafa verið Brattahlíð, landnámsjörð Eiríks rauða. Deilt er um hvort þetta sé rétti staðurinn.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fornleifafræðingurinn Ole Guldager er meðal þeirra sem efast um að það sé hin rétta Brattahlíð. Hann telur að örnefnið sjálft sé vísbending og spyr hvar brattinn sé í hinni opinberu Brattahlíð. „Þar er engin brött hlíð, en hér er hana að finna,“ segir Ole um leið og hann bendir á annan stað við hinn forna Eiríksfjörð. „Þegar maður siglir hér inn fjörðinn sér maður bratta hlíð fjallsins.“ Fjallið bratta. Ole Guldager telur að Brattahlíð hafi staðið á grundunum undir þessu fjalli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ole telur að bær Eiríks rauða hafi staðið nær fjarðarbotni og dregið nafn sitt af bröttu fjalli þar fyrir ofan. „Fjallið þarna, sem stendur fyrir ofan rústirnar, tel ég að sé hið forna Brattahlíðarfjall,“ segir Ole. Í þættinum Landnemarnir mátti heyra hann færa frekari rök fyrir skoðun sinni en þar var jafnframt grafist fyrir um það hversvegna norræna þjóðin á Grænlandi hvarf. Næsti þáttur Landnemanna er á dagskrá mánudaginn 2. janúar. Hann ber titilinn Leifur heppni og fjallar um Vínlandsferðirnar. Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. Fjallað var um málið í þættinum Landnemarnir á Stöð 2. Á Íslandi efast menn ekki um að Skálholt í dag sé það sama og fyrsti biskupinn sat, Eyjafjörður og Kristnes séu þau sömu og Helgi magri nam, og að Bergþórshvoll sé sá sami og í Njálssögu enda tryggði órofin byggðasaga á Íslandi að vitneskjan um örnefnin færðist á milli kynslóða. Í fornum lýsingum frá norrænu byggðinni á Grænlandi er getið fjölda örnefna. Menn hafa með ýmsum ráðum reynt að staðsetja mörg þeirra þótt vitneskjan hafi glatast þegar þjóðin hvarf. Það er helst að örnefni eins og Hvítanes geti bent á sjálft sig. Þetta hefur raunar verið ráðgáta sem fræðimenn hafa glímt við í nærri þrjúhundruð ár. Lengi vel töldu menn að Brattahlíð hafi verið þar sem nú er þorpið Igaliku en svo fannst biskupsgröf sem sannfærði menn um að þar hafi verið biskupsetrið Garðar. Þá þurfti að finna Brattahlíð nýjan stað og varð niðurstaðan þar sem nú er þorpið Qassiarsuk.Horft yfir þann stað sem í dag er talinn hafa verið Brattahlíð, landnámsjörð Eiríks rauða. Deilt er um hvort þetta sé rétti staðurinn.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fornleifafræðingurinn Ole Guldager er meðal þeirra sem efast um að það sé hin rétta Brattahlíð. Hann telur að örnefnið sjálft sé vísbending og spyr hvar brattinn sé í hinni opinberu Brattahlíð. „Þar er engin brött hlíð, en hér er hana að finna,“ segir Ole um leið og hann bendir á annan stað við hinn forna Eiríksfjörð. „Þegar maður siglir hér inn fjörðinn sér maður bratta hlíð fjallsins.“ Fjallið bratta. Ole Guldager telur að Brattahlíð hafi staðið á grundunum undir þessu fjalli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ole telur að bær Eiríks rauða hafi staðið nær fjarðarbotni og dregið nafn sitt af bröttu fjalli þar fyrir ofan. „Fjallið þarna, sem stendur fyrir ofan rústirnar, tel ég að sé hið forna Brattahlíðarfjall,“ segir Ole. Í þættinum Landnemarnir mátti heyra hann færa frekari rök fyrir skoðun sinni en þar var jafnframt grafist fyrir um það hversvegna norræna þjóðin á Grænlandi hvarf. Næsti þáttur Landnemanna er á dagskrá mánudaginn 2. janúar. Hann ber titilinn Leifur heppni og fjallar um Vínlandsferðirnar.
Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu