Ógeðslega mikilvægt Berglind Pétursdóttir skrifar 19. desember 2016 00:00 Desember er undarlegur mánuður. Mér finnst ég annaðhvort vera kófsveitt í Kringlunni eða jólabjórablindfull með hneppt frá á jólaskemmtun. Ætli þetta sé þó ekki í ágætis jafnvægi, ef ég væri ekki að svitna þessum lítrum í Kringlunni væri ég eflaust komin með mikinn bjúg af öllum söltuðu réttunum sem ég er að maula á þessum hlaðborðum. Desember er líka góður tími til að æfa sig í þolinmæði. Þegar ég stend í röð á pósthúsinu og það eru 40 manns á undan mér leiði ég jafnan hugann að Jesúbarninu og hvað það væri nú ánægt með mig að vera ekki pirruð í röðinni. Maður þarf nefnilega sjaldan að anda jafn djúpt og í desember. Ég hef til dæmis andað svo djúpt í leikfangadeildum borgarinnar nýlega að ég hélt að lungun ætluðu út um brjóstkassann á mér. Af hverju kosta Legókubbar svona mikið? Skiptir ekki máli. Ég ætla að taka Visareikningnum með svo miklu æðruleysi í janúar að annað eins hefur aldrei sést á plánetunni jörð. Þessi pistill hættir núna snarlega að fjalla um ofneyslu mína og hugsunarlausa þátttöku í þessu kapítalíska jólaævintýri. Ég ætla að nýta mér aðstöðu mína hér á þessari baksíðu til þess að biðja ykkur að smella ykkur inn á sannargjafir.is og klára að kaupa jólagjafirnar. Það er fátt jólalegra en að gefa hlýtt teppi, vatnshreinsitöflur, lyf, námsgögn eða neyðartjald til fólks sem á engan séns á að eiga svona rugluð jól eins og við erum að stressa okkur á. Þúsundkall sem hefði annars farið í risastóran jólabjór eftir ömurlega verslunarferð þar sem var ekkert bílastæði. Svo þegar við erum öll búin að þessu öndum við djúpt og förum beint að öskra á næstu afgreiðslustúlku. Öskra á hana að við séum þakklát fyrir framlag hennar. Gleðileg jól og takk. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun
Desember er undarlegur mánuður. Mér finnst ég annaðhvort vera kófsveitt í Kringlunni eða jólabjórablindfull með hneppt frá á jólaskemmtun. Ætli þetta sé þó ekki í ágætis jafnvægi, ef ég væri ekki að svitna þessum lítrum í Kringlunni væri ég eflaust komin með mikinn bjúg af öllum söltuðu réttunum sem ég er að maula á þessum hlaðborðum. Desember er líka góður tími til að æfa sig í þolinmæði. Þegar ég stend í röð á pósthúsinu og það eru 40 manns á undan mér leiði ég jafnan hugann að Jesúbarninu og hvað það væri nú ánægt með mig að vera ekki pirruð í röðinni. Maður þarf nefnilega sjaldan að anda jafn djúpt og í desember. Ég hef til dæmis andað svo djúpt í leikfangadeildum borgarinnar nýlega að ég hélt að lungun ætluðu út um brjóstkassann á mér. Af hverju kosta Legókubbar svona mikið? Skiptir ekki máli. Ég ætla að taka Visareikningnum með svo miklu æðruleysi í janúar að annað eins hefur aldrei sést á plánetunni jörð. Þessi pistill hættir núna snarlega að fjalla um ofneyslu mína og hugsunarlausa þátttöku í þessu kapítalíska jólaævintýri. Ég ætla að nýta mér aðstöðu mína hér á þessari baksíðu til þess að biðja ykkur að smella ykkur inn á sannargjafir.is og klára að kaupa jólagjafirnar. Það er fátt jólalegra en að gefa hlýtt teppi, vatnshreinsitöflur, lyf, námsgögn eða neyðartjald til fólks sem á engan séns á að eiga svona rugluð jól eins og við erum að stressa okkur á. Þúsundkall sem hefði annars farið í risastóran jólabjór eftir ömurlega verslunarferð þar sem var ekkert bílastæði. Svo þegar við erum öll búin að þessu öndum við djúpt og förum beint að öskra á næstu afgreiðslustúlku. Öskra á hana að við séum þakklát fyrir framlag hennar. Gleðileg jól og takk. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun