Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar 3. október 2025 11:32 Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. Ný rannsókn staðfestir að þessi gagnrýni á fullt erindi í opinbera umræðu: foreldrar upplifa aukið álag, stöðuga tímaþröng og jafnvel samviskubit yfir því að geta ekki mætt kröfum sem módelið gerir til þeirra. Eitt dæmi sem rannsóknin dregur fram er tengt skráningardögum og tilfærslum barna milli leikskóla. Í grein á Vísi var vitnað til leikskólastjóra sem sagði það „spennandi“ fyrir börn að fara í nýjan leikskóla. En hér er ástæða til að staldra við. Hvað merkir þessi spenna fyrir lítið barn? Þegar barnið mitt byrjar í nýjum leikskóla fer fram aðlögum frá minnst þremur dögum, stundum lengur. Við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa öryggi, tengsl og ró í aðlögun – svo hvers vegna er þá talið sjálfsagt að rjúfa þau tengsl með því að senda börn í nýtt umhverfi, með nýju starfsfólki og nýjum vinum? Skiptir aðlögun allt í einu engu máli? Foreldrar upplifa að þessi stefna fari gegn því sem við vitum best um þarfir barna. Sama á við um þann „sveigjanleika“ sem Kópavogsmódelið á að bjóða upp á. Í raun er sveigjanleikinn aðeins fyrir þá sem hafa aðstöðu til að nýta hann. Foreldrar með sveigjanlegan vinnutíma eða bakland sem getur tekið við barninu geta nýtt sér sex tíma vistun gjaldfrjálst. Fyrir langflesta, sérstaklega tekjulægri foreldra og þá sem eru í fullri vinnu án baklands, er þetta engin raunhæf lausn. Þeir þurfa á 8 tíma vistun að halda – og greiða hæstu gjöld landsins fyrir það. Þarna birtist félagsleg mismunun: módel sem hentar betur efnameiri fjölskyldum með sveigjanlegt starf, en setur aukið álag á þá sem hafa minnst svigrúm. Þegar vistun er aðeins sex klukkustundir, þá færist álagið yfir á heimilin. Foreldrar þurfa að stytta vinnudag eða hlaupa milli vinnu og leikskóla, og gæðastundir með börnum verða ekki fleiri – heldur færast í pressaðan ramma þar sem allir eru þreyttir og á hlaupum. Þetta er í beinni mótsögn við það sem ætti að vera markmið leikskólaþjónustu: að styðja við jafnvægi milli fjölskyldu og atvinnu, og skapa börnum stöðugleika. Við höfum áður spurt: Hvernig getur bær sem skilar milljörðum í hagnað réttlætt að rukka hæstu leikskólagjöld landsins? Hvers vegna er bær sem skilar milljörðum í hagnað ekki að nýta þá fjármuni til að lækka leikskólagjöld – í stað þess að hækka þau aftur og aftur? Nú bætist við ný spurning: Hvernig getur bær sem leggur áherslu á aðlögun, öryggi og jafnrétti réttlætt kerfi sem í framkvæmd veldur félagslegri mismunun, samviskubiti og stöðugu álagi á foreldra? Það er kominn tími til að ræða Kópavogsmódelið af heiðarleika. Ekki bara í fallegum frösum um sveigjanleika og spennu, heldur út frá raunverulegri reynslu barna og foreldra. Þau gögn sem liggja fyrir sýna að kerfið þjónar ekki öllum jafnt. Börn þurfa stöðugleika, foreldrar þurfa raunhæfar lausnir og samfélagið allt græðir á því þegar leikskólar eru reknir sem skólastofnar – ekki sem álagshlaup fyrir fjölskyldur. Höfundur er formaður Samleik – samtaka foreldrar leikskóla barna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. Ný rannsókn staðfestir að þessi gagnrýni á fullt erindi í opinbera umræðu: foreldrar upplifa aukið álag, stöðuga tímaþröng og jafnvel samviskubit yfir því að geta ekki mætt kröfum sem módelið gerir til þeirra. Eitt dæmi sem rannsóknin dregur fram er tengt skráningardögum og tilfærslum barna milli leikskóla. Í grein á Vísi var vitnað til leikskólastjóra sem sagði það „spennandi“ fyrir börn að fara í nýjan leikskóla. En hér er ástæða til að staldra við. Hvað merkir þessi spenna fyrir lítið barn? Þegar barnið mitt byrjar í nýjum leikskóla fer fram aðlögum frá minnst þremur dögum, stundum lengur. Við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa öryggi, tengsl og ró í aðlögun – svo hvers vegna er þá talið sjálfsagt að rjúfa þau tengsl með því að senda börn í nýtt umhverfi, með nýju starfsfólki og nýjum vinum? Skiptir aðlögun allt í einu engu máli? Foreldrar upplifa að þessi stefna fari gegn því sem við vitum best um þarfir barna. Sama á við um þann „sveigjanleika“ sem Kópavogsmódelið á að bjóða upp á. Í raun er sveigjanleikinn aðeins fyrir þá sem hafa aðstöðu til að nýta hann. Foreldrar með sveigjanlegan vinnutíma eða bakland sem getur tekið við barninu geta nýtt sér sex tíma vistun gjaldfrjálst. Fyrir langflesta, sérstaklega tekjulægri foreldra og þá sem eru í fullri vinnu án baklands, er þetta engin raunhæf lausn. Þeir þurfa á 8 tíma vistun að halda – og greiða hæstu gjöld landsins fyrir það. Þarna birtist félagsleg mismunun: módel sem hentar betur efnameiri fjölskyldum með sveigjanlegt starf, en setur aukið álag á þá sem hafa minnst svigrúm. Þegar vistun er aðeins sex klukkustundir, þá færist álagið yfir á heimilin. Foreldrar þurfa að stytta vinnudag eða hlaupa milli vinnu og leikskóla, og gæðastundir með börnum verða ekki fleiri – heldur færast í pressaðan ramma þar sem allir eru þreyttir og á hlaupum. Þetta er í beinni mótsögn við það sem ætti að vera markmið leikskólaþjónustu: að styðja við jafnvægi milli fjölskyldu og atvinnu, og skapa börnum stöðugleika. Við höfum áður spurt: Hvernig getur bær sem skilar milljörðum í hagnað réttlætt að rukka hæstu leikskólagjöld landsins? Hvers vegna er bær sem skilar milljörðum í hagnað ekki að nýta þá fjármuni til að lækka leikskólagjöld – í stað þess að hækka þau aftur og aftur? Nú bætist við ný spurning: Hvernig getur bær sem leggur áherslu á aðlögun, öryggi og jafnrétti réttlætt kerfi sem í framkvæmd veldur félagslegri mismunun, samviskubiti og stöðugu álagi á foreldra? Það er kominn tími til að ræða Kópavogsmódelið af heiðarleika. Ekki bara í fallegum frösum um sveigjanleika og spennu, heldur út frá raunverulegri reynslu barna og foreldra. Þau gögn sem liggja fyrir sýna að kerfið þjónar ekki öllum jafnt. Börn þurfa stöðugleika, foreldrar þurfa raunhæfar lausnir og samfélagið allt græðir á því þegar leikskólar eru reknir sem skólastofnar – ekki sem álagshlaup fyrir fjölskyldur. Höfundur er formaður Samleik – samtaka foreldrar leikskóla barna í Kópavogi.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun