Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. desember 2016 19:30 Forsætisráðherra segir að ef ekki takist að mynda meirihlutastjórn á þeim dögum sem eftir eru af árinu þurfi að mynda minnihlutastjórn. Starfi slík stjórn til skemmri tíma þyrfti að ganga aftur til kosninga. Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. Forystufólk stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa síðustu daga rætt óformlega um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um formlegar viðræður milli einstakra flokka en af þingmönnum flokkanna mátti heyra í dag að draga muni til tíðinda á næstu dögum.Formaður Framsóknarflokksins næstur? Forseti Íslands ákvað í byrjun vikunnar að veita engum formanni umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur forsetinn verið í reglulegum samskiptum við formenn flokkanna síðustu daga og reiknað er með að hann muni á ný veita umboð til stjórnarmyndunar fljótlega eftir helgi. En eftir að formaður Sjálfstæðisflokksins var með umboðið í tæpar tvær vikur, formaður Vinstri grænna í níu daga og þingmaður Pírata í 10 daga er spurningin – hver fær umboðið næst? Ef forsetinn heldur áfram að veita umboðið í röð eftir stærð flokka er ljóst að næstur í röðinni er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Viðræður milli forystumanna Sigurður Ingi segir það rökrétt næsta skref að hann fái umboð til stjórnarmyndunar. Hann hafi átt í samtölum við formenn flestra flokka síðustu daga. „Auðvitað eru viðræður milli forystumanna flokkanna bæði um það hvernig við sjáum fyrir okkur að ljúka þessum verkefnum í þinginu og samhliða líka möguleikana inn í framtíðina,” segir Sigurður. Nú stendur yfir vinna í fjárlaga- og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis við að afgreiða fjárlög og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda. Sigurður segir þá vinnu geta orðið til þess að liðka fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Í vinnunni inni í þingi núna þá myndast kannski ákveðnar, ég vil ekki kalla það blokkir, heldur meira svona sameiginleg sýn á það hvernig staðan sem við þurfum að leysa núna sem getur hjálpað til við það að menn fari í viðræður um framhaldið,” segir Sigurður.Minnihlutastjórn eftir áramót Formenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa velt upp þeim möguleika að hugsanlega myndist meirihluti fyrir því á Alþingi að ganga aftur til kosninga. „Ég myndi segja það, að ef ekki á þessum dögum sem eftir eru á þessu ári, myndast grundvöllur fyrir meirihlutasamstarfi, þá eiga menn að horfa í það að sjá fyrir sér minnihlutastjórn. Hvort sem hún mun starfa í lengri tíma eða skemmri. Og skemmri, þá er ég að meina að menn verða að vera sammála um að ganga þá aftur til kosninga,” segir Sigurður. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Forsætisráðherra segir að ef ekki takist að mynda meirihlutastjórn á þeim dögum sem eftir eru af árinu þurfi að mynda minnihlutastjórn. Starfi slík stjórn til skemmri tíma þyrfti að ganga aftur til kosninga. Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. Forystufólk stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa síðustu daga rætt óformlega um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um formlegar viðræður milli einstakra flokka en af þingmönnum flokkanna mátti heyra í dag að draga muni til tíðinda á næstu dögum.Formaður Framsóknarflokksins næstur? Forseti Íslands ákvað í byrjun vikunnar að veita engum formanni umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur forsetinn verið í reglulegum samskiptum við formenn flokkanna síðustu daga og reiknað er með að hann muni á ný veita umboð til stjórnarmyndunar fljótlega eftir helgi. En eftir að formaður Sjálfstæðisflokksins var með umboðið í tæpar tvær vikur, formaður Vinstri grænna í níu daga og þingmaður Pírata í 10 daga er spurningin – hver fær umboðið næst? Ef forsetinn heldur áfram að veita umboðið í röð eftir stærð flokka er ljóst að næstur í röðinni er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Viðræður milli forystumanna Sigurður Ingi segir það rökrétt næsta skref að hann fái umboð til stjórnarmyndunar. Hann hafi átt í samtölum við formenn flestra flokka síðustu daga. „Auðvitað eru viðræður milli forystumanna flokkanna bæði um það hvernig við sjáum fyrir okkur að ljúka þessum verkefnum í þinginu og samhliða líka möguleikana inn í framtíðina,” segir Sigurður. Nú stendur yfir vinna í fjárlaga- og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis við að afgreiða fjárlög og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda. Sigurður segir þá vinnu geta orðið til þess að liðka fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Í vinnunni inni í þingi núna þá myndast kannski ákveðnar, ég vil ekki kalla það blokkir, heldur meira svona sameiginleg sýn á það hvernig staðan sem við þurfum að leysa núna sem getur hjálpað til við það að menn fari í viðræður um framhaldið,” segir Sigurður.Minnihlutastjórn eftir áramót Formenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa velt upp þeim möguleika að hugsanlega myndist meirihluti fyrir því á Alþingi að ganga aftur til kosninga. „Ég myndi segja það, að ef ekki á þessum dögum sem eftir eru á þessu ári, myndast grundvöllur fyrir meirihlutasamstarfi, þá eiga menn að horfa í það að sjá fyrir sér minnihlutastjórn. Hvort sem hún mun starfa í lengri tíma eða skemmri. Og skemmri, þá er ég að meina að menn verða að vera sammála um að ganga þá aftur til kosninga,” segir Sigurður.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira