Prófessorar lýsa yfir þungum áhyggjum af geðheilsu Trumps nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 18. desember 2016 16:42 Donald Trump. Vísir/EPA Þrír virtir prófessorar í geðlæknisfræði hafa skrifað bréf til Baracks Obama Bandaríkjaforseta þar sem þeir viðra þungar áhyggjur sínar af geðheilsu Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna. Prófessorarnir þrír, Judith Hermann, Nanette Gartrell og Dee Mosbacher, starfa við Harvard háskóla og Kaliforníuháskóla. Í bréfinu hvetja þær Obama til þess að láta framkvæma mat á andlegri helsu Trumps áður en hann verður vígður í embætti í janúar. Þær vilja ekki slá því á fast hvaða geðsjúkdóm þær telja Trump glíma við en staðhæfðu að mikilmennskutilburðir hans, hvatvísi og óhófleg viðkvæmni fyrir gagnrýni gerðu það að verkum að hann væri vanhæfur í embætti forseta. Að sama skapi töldu þær að Trump væri óhæfur að greina á milli ímyndunar og veruleika. Bréfið má lesa í heild sinni hér. Prófessorarnir þrír eru ekki þeir fyrstu til þess að velta vöngum yfir geðheilsu Trumps. Barack Obama lýsti því yfir í ágúst á þessu ári að dómgreind Trumps og skapgerð hans gerði hann óhæfan til þess að sinna hlutverki forseta. Barack Obama lýsti því yfir í ágúst á síðasta ári að Trump væri óhæfur til þess að gegna embætti forseta.Vísir/AFPKom Trump upp um óöryggi sitt á Twitter? Umræða um geðheilsu Trump var ekki síður áberandi í gær en hinn verðandi forseti sagði í tísti að Kínverjar hefðu stolið dróna í eigu bandaríska sjóhersins. Í tístinu sagði hann að gjörð Kínverjanna væri fordæmalaus, eða „unprecedented“ á enskri tungu. Hins vegar stafsetti hann orðið óvart „unpresidented“ og Twitter logaði í kjölfarið. Skömmu síðar eyddi Trump tísti sínu og birti það aftur með orðinu rétt stafsettu. Sumir tístarar gengu langt í að lesa í rangfærsluna, einhverjir vildu meina að villan endurspeglaði óöryggi hans gagnvart embættinu á meðan aðrir gerðu grín að vankunnáttu hans í stafsetningu. Þora ekki að segja til um sjúkdómsgreininguna Prófessorarnir þrír veigruðu sér við að fullyrða nákvæmlega um hvaða geðveila kynni að vera að hrjá Trump en sálfræðingar telja að ekki sé rétt að sjúkdómsgreina fólk án þess að hafa hitt einstaklinginn í persónu. Hins vegar velti Huffington Post því upp í umfjöllun sinni um bréfið að Trump gæti mögulega verið að kljást við svokallaða sjálfhverfa persónuleikaröskun. Samkvæmt Samtökum bandarískra sálfræðinga (APA) hrjáir sjálfhverf persónuleikaröskun um eitt prósent fólks. Í stuttu máli sagt felst sjálfhverf persónuröskun í hegðunarmynstri sem einkennist af mikilmennsku, þörf fyrir aðdáun annarra og skort á samúð.Hér fyrir neðan má upprunalegt tíst Trumps:Trump deleted it, but not before I saved it. Freudian slip? We can all hope he, too, soon will be "unpresidented." #LearnToSpell pic.twitter.com/tRjYEYVMJl— George Takei (@GeorgeTakei) December 17, 2016 Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Fyrrum kosningastjóri Obama segir Trump vera siðblindan Obama hefur sjálfur áður gagnrýnt Trump harðlega. 28. ágúst 2016 19:25 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Sjá meira
Þrír virtir prófessorar í geðlæknisfræði hafa skrifað bréf til Baracks Obama Bandaríkjaforseta þar sem þeir viðra þungar áhyggjur sínar af geðheilsu Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna. Prófessorarnir þrír, Judith Hermann, Nanette Gartrell og Dee Mosbacher, starfa við Harvard háskóla og Kaliforníuháskóla. Í bréfinu hvetja þær Obama til þess að láta framkvæma mat á andlegri helsu Trumps áður en hann verður vígður í embætti í janúar. Þær vilja ekki slá því á fast hvaða geðsjúkdóm þær telja Trump glíma við en staðhæfðu að mikilmennskutilburðir hans, hvatvísi og óhófleg viðkvæmni fyrir gagnrýni gerðu það að verkum að hann væri vanhæfur í embætti forseta. Að sama skapi töldu þær að Trump væri óhæfur að greina á milli ímyndunar og veruleika. Bréfið má lesa í heild sinni hér. Prófessorarnir þrír eru ekki þeir fyrstu til þess að velta vöngum yfir geðheilsu Trumps. Barack Obama lýsti því yfir í ágúst á þessu ári að dómgreind Trumps og skapgerð hans gerði hann óhæfan til þess að sinna hlutverki forseta. Barack Obama lýsti því yfir í ágúst á síðasta ári að Trump væri óhæfur til þess að gegna embætti forseta.Vísir/AFPKom Trump upp um óöryggi sitt á Twitter? Umræða um geðheilsu Trump var ekki síður áberandi í gær en hinn verðandi forseti sagði í tísti að Kínverjar hefðu stolið dróna í eigu bandaríska sjóhersins. Í tístinu sagði hann að gjörð Kínverjanna væri fordæmalaus, eða „unprecedented“ á enskri tungu. Hins vegar stafsetti hann orðið óvart „unpresidented“ og Twitter logaði í kjölfarið. Skömmu síðar eyddi Trump tísti sínu og birti það aftur með orðinu rétt stafsettu. Sumir tístarar gengu langt í að lesa í rangfærsluna, einhverjir vildu meina að villan endurspeglaði óöryggi hans gagnvart embættinu á meðan aðrir gerðu grín að vankunnáttu hans í stafsetningu. Þora ekki að segja til um sjúkdómsgreininguna Prófessorarnir þrír veigruðu sér við að fullyrða nákvæmlega um hvaða geðveila kynni að vera að hrjá Trump en sálfræðingar telja að ekki sé rétt að sjúkdómsgreina fólk án þess að hafa hitt einstaklinginn í persónu. Hins vegar velti Huffington Post því upp í umfjöllun sinni um bréfið að Trump gæti mögulega verið að kljást við svokallaða sjálfhverfa persónuleikaröskun. Samkvæmt Samtökum bandarískra sálfræðinga (APA) hrjáir sjálfhverf persónuleikaröskun um eitt prósent fólks. Í stuttu máli sagt felst sjálfhverf persónuröskun í hegðunarmynstri sem einkennist af mikilmennsku, þörf fyrir aðdáun annarra og skort á samúð.Hér fyrir neðan má upprunalegt tíst Trumps:Trump deleted it, but not before I saved it. Freudian slip? We can all hope he, too, soon will be "unpresidented." #LearnToSpell pic.twitter.com/tRjYEYVMJl— George Takei (@GeorgeTakei) December 17, 2016
Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Fyrrum kosningastjóri Obama segir Trump vera siðblindan Obama hefur sjálfur áður gagnrýnt Trump harðlega. 28. ágúst 2016 19:25 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Sjá meira
Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26
Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00
Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10
Fyrrum kosningastjóri Obama segir Trump vera siðblindan Obama hefur sjálfur áður gagnrýnt Trump harðlega. 28. ágúst 2016 19:25