Í gæsluvarðhaldi í tæpt ár grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2016 22:31 Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi í fjórar klukkustundir á heimili þeirra og beitt hana ofbeldi á meðan. vísir/getty Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að maður sem ákærður er fyrir að nauðga sambýliskonu sinni og beita hana grófu ofbeldi í byrjun febrúar á þessu ári skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til 5. janúar næstkomandi. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þann 7. febrúar og mun hann því hafa verið í gæsluvarðhaldi í tæpt ár verði hann látinn laus í byrjun janúar. Fyrstu þrjá dagana var hann í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Í liðinni viku ómerkti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem sakfelldi hann í júní meðal annars fyrir nauðgun og líkamsárás. Var maðurinn dæmdur í fangelsi í tvö og hálft ár en vegna ómerkingarinnar þarf málið nú að fara aftur fyrir héraðsdóm. Í gæsluvarðhaldskröfu sinni nú vísar héraðssaksóknari í ákæruna en maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi í fjórar klukkustundir á heimili þeirra og beitt hana ofbeldi á meðan. Þá á hann að hafa neytt hana til munnmaka og endaþarmsmaka. Konan hlaut töluverða áverka en meðal annars brotnaði jaxl í efri gómi hennar, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur fallast á það að maðurinn skuli áfram vera í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna enda sé hann undir sterkum grun um að hafa framið brot sem varða meira en 10 ára fangelsi.Úrskurð héraðsdóms og dóm Hæstaréttar má lesa hér. Tengdar fréttir Tveggja og hálfs árs heimilisofbeldisdómur ómerktur í Hæstarétti Taldi niðurstöðu héraðsdóms þversagnakennda. 8. desember 2016 16:13 Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að maður sem ákærður er fyrir að nauðga sambýliskonu sinni og beita hana grófu ofbeldi í byrjun febrúar á þessu ári skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til 5. janúar næstkomandi. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þann 7. febrúar og mun hann því hafa verið í gæsluvarðhaldi í tæpt ár verði hann látinn laus í byrjun janúar. Fyrstu þrjá dagana var hann í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Í liðinni viku ómerkti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem sakfelldi hann í júní meðal annars fyrir nauðgun og líkamsárás. Var maðurinn dæmdur í fangelsi í tvö og hálft ár en vegna ómerkingarinnar þarf málið nú að fara aftur fyrir héraðsdóm. Í gæsluvarðhaldskröfu sinni nú vísar héraðssaksóknari í ákæruna en maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi í fjórar klukkustundir á heimili þeirra og beitt hana ofbeldi á meðan. Þá á hann að hafa neytt hana til munnmaka og endaþarmsmaka. Konan hlaut töluverða áverka en meðal annars brotnaði jaxl í efri gómi hennar, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur fallast á það að maðurinn skuli áfram vera í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna enda sé hann undir sterkum grun um að hafa framið brot sem varða meira en 10 ára fangelsi.Úrskurð héraðsdóms og dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Tengdar fréttir Tveggja og hálfs árs heimilisofbeldisdómur ómerktur í Hæstarétti Taldi niðurstöðu héraðsdóms þversagnakennda. 8. desember 2016 16:13 Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Tveggja og hálfs árs heimilisofbeldisdómur ómerktur í Hæstarétti Taldi niðurstöðu héraðsdóms þversagnakennda. 8. desember 2016 16:13
Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17