Þingmenn VG og BF vilja auka tekjur ríkissjóðs Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. desember 2016 20:00 Ekki er fyrirhugað að afla aukinna tekna í ríkissjóð til að setja meira fjármagn í meðal annars heilbrigðis- og menntamál í fjárlögum næsta árs. Þetta segir varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Þingmenn Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar segja hins vegar nauðsynlegt að auka tekjur ríkissjóðs. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa lýst yfir áhyggjum af þeim fjármunum sem þeim eru ætlaðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Forstjóri Landspítalans hefur lýst frumvarpinu sem hamförum – óbreytt frumvarp muni þýða styrjaldarástand, fjöldauppsagnir og höggva þurfi niður þjónustu. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur sagt að verði frumvarpið að lögum bendi allt til þess að gæslan verði ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju landsins. Fjársveltið muni lama Landhelgisgæsluna. Þá hafa háskólarnir sagt viðvarandi undirfjármögnun ógna öllu starfi þeirra. Óbreytt frumvarp muni þýða að háskólarnir þurfi að skerða þjónustu við nemendur. En forsenda þess að frekari fjármunir verði settir í meðal annars heilbrigðis- og menntamál er að ríkið afli frekari tekna eða skeri niður í öðrum málaflokkum. Tekjuöflunarhluti fjárlaga er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd en ekki er samstaða um það í nefndinni hvort afla þurfi frekari tekna. Tekjurnar aldrei verið meiri „Tekjurnar hafa aldrei verið meiri. Þetta er mjög mikil aukning á útgjöldum milli ára og hefur verið það öll síðustu ár. Það má eiginlega segja að þetta sé metár núna. Þannig að það er mjög öfugsnúið að fara í frekari tekjuöflun til að eyða enn meira í ástandi eins og nú er,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þó sé hugsanlegt að auka við fjármagn til meðal annars heilbrigðis- og menntamála. „Þá með einhvers konar millifærslu, það er að segja að skera niður á einum stað og auka á öðrum stað,” segir Brynjar. Hægt að fjármagna með hærri veiðigjöldum Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í efnahags- og viðskiptanefnd, segir hins vegar ljóst að auka þurfi tekjur ríkissjóðs á næsta ári, til að mynda með hærri veiðigjöldum. „Það er allavega ljóst að fjárlagafrumvarpið eins og það lítur út núna dugir ekki til. Við verðum að bæta í innviðauppbyggingu, bæta í heilbrigðiskerfið og menntamálin og vegi og annað. Þannig að eins og það lítur út í dag að þá þurfum við að afla frekari tekna,” segir Björt.Auðlegðarskattur og hátekjuskattur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sem einnig situr í efnahags- og viðskiptanefnd, segir unnið að samkomulagi í fjárlaganefnd um aukið fjármagn til tiltekinna málaflokka. „Ef slík samkomulag næst fram að þá þarf væntanlega að styrkja tekjustofnana á móti, því það skiptir auðvitað máli að þetta sé gert með ábyrgum hætti,” segir Katrín. Það sé hægt að gera meðal annars með hærri veiðigjöldum og sérstökum auðlegðarskatt. „Við höfum líka bent á leiðir til þess að taka upp einhvers konar hátekjuþrep, bæði í fjármagnstekjum og launatekjum. Þannig að það er hægt að fara ýmsar leiðir til þess að styrkja tekjustofna ríkisins án þess að það bitni á almenningi,” segir Katrín. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ekki er fyrirhugað að afla aukinna tekna í ríkissjóð til að setja meira fjármagn í meðal annars heilbrigðis- og menntamál í fjárlögum næsta árs. Þetta segir varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Þingmenn Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar segja hins vegar nauðsynlegt að auka tekjur ríkissjóðs. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa lýst yfir áhyggjum af þeim fjármunum sem þeim eru ætlaðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Forstjóri Landspítalans hefur lýst frumvarpinu sem hamförum – óbreytt frumvarp muni þýða styrjaldarástand, fjöldauppsagnir og höggva þurfi niður þjónustu. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur sagt að verði frumvarpið að lögum bendi allt til þess að gæslan verði ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju landsins. Fjársveltið muni lama Landhelgisgæsluna. Þá hafa háskólarnir sagt viðvarandi undirfjármögnun ógna öllu starfi þeirra. Óbreytt frumvarp muni þýða að háskólarnir þurfi að skerða þjónustu við nemendur. En forsenda þess að frekari fjármunir verði settir í meðal annars heilbrigðis- og menntamál er að ríkið afli frekari tekna eða skeri niður í öðrum málaflokkum. Tekjuöflunarhluti fjárlaga er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd en ekki er samstaða um það í nefndinni hvort afla þurfi frekari tekna. Tekjurnar aldrei verið meiri „Tekjurnar hafa aldrei verið meiri. Þetta er mjög mikil aukning á útgjöldum milli ára og hefur verið það öll síðustu ár. Það má eiginlega segja að þetta sé metár núna. Þannig að það er mjög öfugsnúið að fara í frekari tekjuöflun til að eyða enn meira í ástandi eins og nú er,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þó sé hugsanlegt að auka við fjármagn til meðal annars heilbrigðis- og menntamála. „Þá með einhvers konar millifærslu, það er að segja að skera niður á einum stað og auka á öðrum stað,” segir Brynjar. Hægt að fjármagna með hærri veiðigjöldum Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í efnahags- og viðskiptanefnd, segir hins vegar ljóst að auka þurfi tekjur ríkissjóðs á næsta ári, til að mynda með hærri veiðigjöldum. „Það er allavega ljóst að fjárlagafrumvarpið eins og það lítur út núna dugir ekki til. Við verðum að bæta í innviðauppbyggingu, bæta í heilbrigðiskerfið og menntamálin og vegi og annað. Þannig að eins og það lítur út í dag að þá þurfum við að afla frekari tekna,” segir Björt.Auðlegðarskattur og hátekjuskattur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sem einnig situr í efnahags- og viðskiptanefnd, segir unnið að samkomulagi í fjárlaganefnd um aukið fjármagn til tiltekinna málaflokka. „Ef slík samkomulag næst fram að þá þarf væntanlega að styrkja tekjustofnana á móti, því það skiptir auðvitað máli að þetta sé gert með ábyrgum hætti,” segir Katrín. Það sé hægt að gera meðal annars með hærri veiðigjöldum og sérstökum auðlegðarskatt. „Við höfum líka bent á leiðir til þess að taka upp einhvers konar hátekjuþrep, bæði í fjármagnstekjum og launatekjum. Þannig að það er hægt að fara ýmsar leiðir til þess að styrkja tekjustofna ríkisins án þess að það bitni á almenningi,” segir Katrín.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira