Fékk þriggja ára bann fyrir þessa ruddatæklingu á kvenkynsdómara | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2016 15:30 Vísir/Samsett mynd Bruno Andres Doglioli, fyrirliði ítalska liðsins Rangers Rugby Vicenza, má ekki stunda sína íþrótt næstu þrjú árin og það þarf ekki að koma neitt á óvart eftir að fólk sér myndband af ruddabroti hans. Bruno Andres Doglioli var að spila með liði sínu þegar hann af óskiljanlegum ástæðum ákvað að keyra einn dómarann niður. Doglioli er fyrirliði síns liðs og hlýtur að hafa verið ósáttur við dómara leiksins ef við reyndum að finna einhverja ástæðu fyrir þessari hegðun hans. Dómarinn óheppni var hin 23 ára gamla Maria Beatrice Benvenuti, sem brákaðist á hálsi eftir að höfuð hennar slóst aftur og síðan fram. Doglioli keyrði aftan í bakið á henni og hún sá hann aldrei koma. Þrátt fyrir mikið högg þá harkaði Benvenuti af sér, stóð upp og kláraði leikinn sem er mögnuð staðreynd þegar menn skoða betur höggið sem hún fékk. Doglioli fékk aðeins gult spjald fyrir þessa ruddatæklingu og kláraði leikinn eins og dómarinn. Mál hans lenti aftur á móti inn á borði aganefndar ítalska sambandsins og þar var honum engin vægð sýnd. Þetta er harðasti dómur sem rugby-leikmaður hefur fengið í tuttugu ár en hinn 33 ára gamli Bruno Andres Doglioli var einnig settur í bann hjá sínu félagi. Það er hægt að sjá myndband af ruddatæklingu Doglioli með því að smella á grein The Independent Online eða hér fyrir neðan.Rugby player given three-year ban for disgraceful assault on female referee https://t.co/eqKjifU32k— Indy Sport (@IndySport) December 16, 2016 SALVAJE tackle de rugbier argentino a una árbitro mujer en Italia: lo suspendieron tres años https://t.co/bRzlIbMGbg Bruno Andrés Doglioli pic.twitter.com/0T3bFR95ja— Opy (@OpyMorales) December 15, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Bruno Andres Doglioli, fyrirliði ítalska liðsins Rangers Rugby Vicenza, má ekki stunda sína íþrótt næstu þrjú árin og það þarf ekki að koma neitt á óvart eftir að fólk sér myndband af ruddabroti hans. Bruno Andres Doglioli var að spila með liði sínu þegar hann af óskiljanlegum ástæðum ákvað að keyra einn dómarann niður. Doglioli er fyrirliði síns liðs og hlýtur að hafa verið ósáttur við dómara leiksins ef við reyndum að finna einhverja ástæðu fyrir þessari hegðun hans. Dómarinn óheppni var hin 23 ára gamla Maria Beatrice Benvenuti, sem brákaðist á hálsi eftir að höfuð hennar slóst aftur og síðan fram. Doglioli keyrði aftan í bakið á henni og hún sá hann aldrei koma. Þrátt fyrir mikið högg þá harkaði Benvenuti af sér, stóð upp og kláraði leikinn sem er mögnuð staðreynd þegar menn skoða betur höggið sem hún fékk. Doglioli fékk aðeins gult spjald fyrir þessa ruddatæklingu og kláraði leikinn eins og dómarinn. Mál hans lenti aftur á móti inn á borði aganefndar ítalska sambandsins og þar var honum engin vægð sýnd. Þetta er harðasti dómur sem rugby-leikmaður hefur fengið í tuttugu ár en hinn 33 ára gamli Bruno Andres Doglioli var einnig settur í bann hjá sínu félagi. Það er hægt að sjá myndband af ruddatæklingu Doglioli með því að smella á grein The Independent Online eða hér fyrir neðan.Rugby player given three-year ban for disgraceful assault on female referee https://t.co/eqKjifU32k— Indy Sport (@IndySport) December 16, 2016 SALVAJE tackle de rugbier argentino a una árbitro mujer en Italia: lo suspendieron tres años https://t.co/bRzlIbMGbg Bruno Andrés Doglioli pic.twitter.com/0T3bFR95ja— Opy (@OpyMorales) December 15, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira