„Þær þúsundir íslenskra kvenna sem lögðu niður störf klukkan 14:38 til að mótmæla launamun kynjanna í landinu,“ segir í frétt Buzzfeed þar sem mótmælakonur eru númer sextán á lista.
„Samkvæmt sérfræðingum er 14-18% launamunur milli kvenna og karla á Íslandi, sem þýðir að ef miðað er við átta tíma vinnudag vinna konur í raun launalaust frá klukkan 14:38.“
Sjá einnig: Þúsundir kvenna í miðborg Reykjavíkur
Íslenskar konur eru ekki í slæmum félagsskap í upptalningu Buzzfeed. Þar er einnig að finna Yusra Mardini, sýrlenskan flóttamann sem keppti í flugsundi á Ólympíuleikunum, Peggy Whitson sem varð elsta konan til að ferðast út í geim, Reshma Qureshi, fyrirsæta sem gekk í tískusýningu í New York eftir að hafa lifað af sýruárás.
