Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2016 12:00 Guðmundur Árni Ólafsson skorar í leiknum í gær. Vísir/Ernir Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. Handboltaáhugafólk á Íslandi fékk að kynnast því í gær hvernig það er að fá tölfræðiupplýsingar um leiki í Olís-deild karla. Hbstatz-síðan bauð þá upp á fría tölfræðilýsingu á stórleik FH og Hauka í síðustu umferð Olís-deildarinnar. Hér hefur íslenskur handboltaáhugamaður útbúið aðgengilega síðu þar sem nálgast má helstu tölfræðiupplýsingar bæði á meðan leik stendur sem og eftir hann. Hbstatz hefur jafnframt fóðrað áhugasama á Twitter-síðu sinni sem skemmtilegum staðreyndum sem lesa má úr tölfræðinni. Þar má meðal annars, auk allra helstu tölfræðiþátta í handbolta, sjá tölfræðieinkunn leikmanna til að finna út hverjir stóðu sig best í vörn og hverjir stóðu sig best í sókn. Skotnýting, stoðsendingar, varin skot, stolnir boltar, tapaðir boltar og sköpuð skotfæri. Allt þetta og miklu meira má nú sjá frá leik FH og Hauka frá því í gærkvöldi. Hér má sjá tölfræði leiksins. Það er ljóst að samstarf á milli Handknattleikssambands Íslands og Hbstatz er liggur við mikilvægara en að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Handboltinn þarf nauðsynlega að koma inn í nútímann og bjóða handboltaáhugafólki upp á traustar og haldgóðar upplýsingar um frammistöðu leikmanna í leikjum Olís-deildanna.Haukar fá rautt og FH 2 mín á 39 mín, 2 mín síðar (7 á 7) kemur 7 mín kafli sem Haukar vinna 6-2. #handbolti#olisdeildin#greiningardeildinpic.twitter.com/2sc3JFqaVS — HBStatz (@HBSstatz) December 16, 2016 Það er hægt að nálgast tölfræði flestra deildra í Evrópu á auðveldan hátt og hafa þýska, danska og sænska deildin öll tekist stór skref í að auka upplýsingaflæði sitt á síðustu árum. Hér erum við með íslenskt handboltaforrit sem hefur meira að segja komið fram með nýjungar eins og „löglegar stöðvanir“ sem hjálpa til að meta frammistöðu leikmanna í vörn. Hbstatz-forritið hefur verið í þróun síðustu mánuði og þótt að lengi megi gott bæta þá er enginn vafi á því að það er tilbúið í það verkefni að halda utan um tölfræði handboltaleikja á Íslandi. Það hefur verið pressa á Handknattleikssambands Íslands að koma með tölfræðiforrit í miklu meira en áratug en einu viðbrögð sambandsins er að segja að þetta sé í vinnslu eða að þetta sé mögulega að detta inn fyrir næstu úrslitakeppni. Eftir að hafa heyrt sömu fátæklegu svörin í áratug er nokkuð ljóst að HSÍ þarf á hjálp að halda. Þeir eru týndir upp á fjöllum þegar kemur að tölfræði handboltans. Björgunarsveitin Hbstatz er sem betur fer á svæðinu. Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. Handboltaáhugafólk á Íslandi fékk að kynnast því í gær hvernig það er að fá tölfræðiupplýsingar um leiki í Olís-deild karla. Hbstatz-síðan bauð þá upp á fría tölfræðilýsingu á stórleik FH og Hauka í síðustu umferð Olís-deildarinnar. Hér hefur íslenskur handboltaáhugamaður útbúið aðgengilega síðu þar sem nálgast má helstu tölfræðiupplýsingar bæði á meðan leik stendur sem og eftir hann. Hbstatz hefur jafnframt fóðrað áhugasama á Twitter-síðu sinni sem skemmtilegum staðreyndum sem lesa má úr tölfræðinni. Þar má meðal annars, auk allra helstu tölfræðiþátta í handbolta, sjá tölfræðieinkunn leikmanna til að finna út hverjir stóðu sig best í vörn og hverjir stóðu sig best í sókn. Skotnýting, stoðsendingar, varin skot, stolnir boltar, tapaðir boltar og sköpuð skotfæri. Allt þetta og miklu meira má nú sjá frá leik FH og Hauka frá því í gærkvöldi. Hér má sjá tölfræði leiksins. Það er ljóst að samstarf á milli Handknattleikssambands Íslands og Hbstatz er liggur við mikilvægara en að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Handboltinn þarf nauðsynlega að koma inn í nútímann og bjóða handboltaáhugafólki upp á traustar og haldgóðar upplýsingar um frammistöðu leikmanna í leikjum Olís-deildanna.Haukar fá rautt og FH 2 mín á 39 mín, 2 mín síðar (7 á 7) kemur 7 mín kafli sem Haukar vinna 6-2. #handbolti#olisdeildin#greiningardeildinpic.twitter.com/2sc3JFqaVS — HBStatz (@HBSstatz) December 16, 2016 Það er hægt að nálgast tölfræði flestra deildra í Evrópu á auðveldan hátt og hafa þýska, danska og sænska deildin öll tekist stór skref í að auka upplýsingaflæði sitt á síðustu árum. Hér erum við með íslenskt handboltaforrit sem hefur meira að segja komið fram með nýjungar eins og „löglegar stöðvanir“ sem hjálpa til að meta frammistöðu leikmanna í vörn. Hbstatz-forritið hefur verið í þróun síðustu mánuði og þótt að lengi megi gott bæta þá er enginn vafi á því að það er tilbúið í það verkefni að halda utan um tölfræði handboltaleikja á Íslandi. Það hefur verið pressa á Handknattleikssambands Íslands að koma með tölfræðiforrit í miklu meira en áratug en einu viðbrögð sambandsins er að segja að þetta sé í vinnslu eða að þetta sé mögulega að detta inn fyrir næstu úrslitakeppni. Eftir að hafa heyrt sömu fátæklegu svörin í áratug er nokkuð ljóst að HSÍ þarf á hjálp að halda. Þeir eru týndir upp á fjöllum þegar kemur að tölfræði handboltans. Björgunarsveitin Hbstatz er sem betur fer á svæðinu.
Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti