Borgarlína og aðrar samgöngulínur Ó. Ingi Tómasson skrifar 16. desember 2016 07:00 Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. Umræðan um samgöngumál hér á höfuðborgarsvæðinu hefur að mestu snúist um fyrirhugaða Borgarlínu, minna hefur verið rætt um aðrar samgönguúrbætur s.s. bætt og betri samgöngumannvirki og því síður hefur verið rætt um aðrar og einfaldari leiðir til að draga úr umferðarhnútum á álagstímum.Borgarlínan Ein af meginforsendum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins er Borgarlínan sem er hraðvagna- eða lestakerfi í gegnum alla meginása höfuðborgarsvæðisins, markmiðið er að notkun á almenningssamgöngum fari úr 4% árið 2016 í 12% árið 2040. Allar sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu styðja uppbyggingu almenningssamgangna enda þjóðhagslega hagkvæmt og ekki síður umhverfislega mikilvægt að minnka notkun einkabílsins eins og kostur er. Þó svo að markmið Borgarlínunnar náist og veruleg aukning verði á notkun almenningssamgangna má gera ráð fyrir áframhaldandi umferðarteppum á álagstímum. Helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins hafa ekki vaxið í takt við aukna umferð, skort hefur á pólitískan vilja hjá sveitarstjórnum á að þrýsta á úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu, áherslan hefur verið á eitthvað annað og því sitjum við föst í umferðinni, á morgnana og svo aftur síðdegis.Einfalda og ódýra leiðin Þar sem fyrirséð er að ekki verður til fjármagn í fjárfrekar framkvæmdir á helstu umferðarmannvirkjum og miklum fjármunum verður varið í almenningssamgöngur á næstu árum þarf að bregðast við vandanum sem við okkur blasir á álagstímum í umferðinni. Öll komumst við greiðlega á milli staða á milli kl. 08:30 og 16:00 og svo aftur frá kl. 17:30 – 07:30. Vandamálið í umferðinni eru tvær og hálf klst. Á álagstímum í umferðinni eru flestir ökumenn annað hvort opinberir starfsmenn eða nemendur, allir þessir ökumenn þurfa að vera mættir eitthvert á sama tíma, og þá helst miðsvæðis í Rvk. Einfalda lausnin eða öllu heldur ódýra leiðin er að ríki, sveitarfélög og skólar taki höndum saman og skipuleggi vinnutíma starfsfólks og nemenda þannig að upphaf vinnudags sé á mismunandi tímum þannig að álagið á umferðina dreifist á morgnana og svo aftur seinni partinn. Það sem þarf til er að leggja réttu línuna með samtali og skipulagi, þannig mun sparast fé og dýrmætur tími. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. Umræðan um samgöngumál hér á höfuðborgarsvæðinu hefur að mestu snúist um fyrirhugaða Borgarlínu, minna hefur verið rætt um aðrar samgönguúrbætur s.s. bætt og betri samgöngumannvirki og því síður hefur verið rætt um aðrar og einfaldari leiðir til að draga úr umferðarhnútum á álagstímum.Borgarlínan Ein af meginforsendum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins er Borgarlínan sem er hraðvagna- eða lestakerfi í gegnum alla meginása höfuðborgarsvæðisins, markmiðið er að notkun á almenningssamgöngum fari úr 4% árið 2016 í 12% árið 2040. Allar sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu styðja uppbyggingu almenningssamgangna enda þjóðhagslega hagkvæmt og ekki síður umhverfislega mikilvægt að minnka notkun einkabílsins eins og kostur er. Þó svo að markmið Borgarlínunnar náist og veruleg aukning verði á notkun almenningssamgangna má gera ráð fyrir áframhaldandi umferðarteppum á álagstímum. Helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins hafa ekki vaxið í takt við aukna umferð, skort hefur á pólitískan vilja hjá sveitarstjórnum á að þrýsta á úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu, áherslan hefur verið á eitthvað annað og því sitjum við föst í umferðinni, á morgnana og svo aftur síðdegis.Einfalda og ódýra leiðin Þar sem fyrirséð er að ekki verður til fjármagn í fjárfrekar framkvæmdir á helstu umferðarmannvirkjum og miklum fjármunum verður varið í almenningssamgöngur á næstu árum þarf að bregðast við vandanum sem við okkur blasir á álagstímum í umferðinni. Öll komumst við greiðlega á milli staða á milli kl. 08:30 og 16:00 og svo aftur frá kl. 17:30 – 07:30. Vandamálið í umferðinni eru tvær og hálf klst. Á álagstímum í umferðinni eru flestir ökumenn annað hvort opinberir starfsmenn eða nemendur, allir þessir ökumenn þurfa að vera mættir eitthvert á sama tíma, og þá helst miðsvæðis í Rvk. Einfalda lausnin eða öllu heldur ódýra leiðin er að ríki, sveitarfélög og skólar taki höndum saman og skipuleggi vinnutíma starfsfólks og nemenda þannig að upphaf vinnudags sé á mismunandi tímum þannig að álagið á umferðina dreifist á morgnana og svo aftur seinni partinn. Það sem þarf til er að leggja réttu línuna með samtali og skipulagi, þannig mun sparast fé og dýrmætur tími. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun