Opin fjármál Reykjavíkurborgar Halldór Auðar Svansson skrifar 16. desember 2016 07:00 Opnað hefur verið nýtt svæði á vefsíðu Reykjavíkurborgar, Opin fjármál Reykjavíkurborgar. Þar má nú sjá ítarlega myndræna framsetningu á útgjöldum og tekjum borgarinnar, fyrstu níu mánuði þessa árs og árin 2014 og 2015. Þessi framsetning er í grunninn svipuð þeirri sem viðhöfð hefur verið í kringum útgáfu fjárhagsáætlana – en er enn þá gagnvirkari og ítarlegri. Ekki einungis er hægt að grafa sig niður í skipulag borgarinnar allt niður á einstaka starfsstöðvar og skoða samsetningu mismunandi útgjalda- og tekjuliða á borð við launakostnað og útsvarstekjur, heldur er líka hægt að skoða hvern ársfjórðung fyrir sig og sjá nákvæmlega til hverra útgjöldin renna, sumsé hverja borgin skiptir við og fyrir hversu háar upphæðir. Það er fullkomlega eðlileg krafa að opinberir aðilar nýti upplýsingatæknina með þessum hætti til að opna á aðhald almennings gagnvart rekstri sem er fjármagnaður með opinberum gjöldum. Enda hefur Reykjavíkurborg sett sér mjög metnaðarfull markmið í þessum efnum, með nýrri upplýsingastefnu sem samþykkt var af öllum borgarfulltrúum sumarið 2015, en þar segir meðal annars að „Reykjavíkurborg skal vera leiðandi í nýjungum í upplýsingamiðlun og upplýsingaframboði. Borgin nýti nýja tækni á markvissan hátt við að gera upplýsingar borgarinnar aðgengilegar.“ Starfsfólk borgarinnar hefur unnið ötullega samkvæmt þessari stefnu og í því felst meðal annars innleiðing á öflugum hugbúnaði, Qlik Sense, sem býður upp á mikla möguleika í birtingu gagna. Vefsvæðið Opin fjármál Reykjavíkurborgar eins og það lítur út núna er stórt skref en það er einungis fyrsta skrefið í átt að því að nýta möguleikana. Nýjungar og viðbætur verða síðan innleiddar í öruggum skrefum. Lokamarkmiðið er fullt gagnsæi útgjalda og tekna alveg niður á einstaka reikningsfærslur, mánuð eftir mánuð. Einnig að þessi gögn séu gefin út sem hrágögn sem aðrir aðilar geta tekið og birt með sínum hætti, svonefnd opin gögn, en upplýsingastefnan setur líka metnaðarfull markmið um útgáfu þeirra. Að öðru leyti eru möguleikarnir á birtingu upplýsinga í raun endalausir, ekki bara fjárhagsupplýsinga heldur einnig ýmiss konar annarra upplýsinga og talnaefnis um starfsemi borgarinnar. Kostirnir við slíkt gagnsæi eru fjölmargir og áhrifin víðtæk. Aðhald almennings og upplýstari umræða leiða til betri og lýðræðislegri ákvarðanatöku og skilvirkari stjórnunar – því betur sjá augu en auga. Við höfum í raun bara séð byrjunina og það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með framhaldinu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Opnað hefur verið nýtt svæði á vefsíðu Reykjavíkurborgar, Opin fjármál Reykjavíkurborgar. Þar má nú sjá ítarlega myndræna framsetningu á útgjöldum og tekjum borgarinnar, fyrstu níu mánuði þessa árs og árin 2014 og 2015. Þessi framsetning er í grunninn svipuð þeirri sem viðhöfð hefur verið í kringum útgáfu fjárhagsáætlana – en er enn þá gagnvirkari og ítarlegri. Ekki einungis er hægt að grafa sig niður í skipulag borgarinnar allt niður á einstaka starfsstöðvar og skoða samsetningu mismunandi útgjalda- og tekjuliða á borð við launakostnað og útsvarstekjur, heldur er líka hægt að skoða hvern ársfjórðung fyrir sig og sjá nákvæmlega til hverra útgjöldin renna, sumsé hverja borgin skiptir við og fyrir hversu háar upphæðir. Það er fullkomlega eðlileg krafa að opinberir aðilar nýti upplýsingatæknina með þessum hætti til að opna á aðhald almennings gagnvart rekstri sem er fjármagnaður með opinberum gjöldum. Enda hefur Reykjavíkurborg sett sér mjög metnaðarfull markmið í þessum efnum, með nýrri upplýsingastefnu sem samþykkt var af öllum borgarfulltrúum sumarið 2015, en þar segir meðal annars að „Reykjavíkurborg skal vera leiðandi í nýjungum í upplýsingamiðlun og upplýsingaframboði. Borgin nýti nýja tækni á markvissan hátt við að gera upplýsingar borgarinnar aðgengilegar.“ Starfsfólk borgarinnar hefur unnið ötullega samkvæmt þessari stefnu og í því felst meðal annars innleiðing á öflugum hugbúnaði, Qlik Sense, sem býður upp á mikla möguleika í birtingu gagna. Vefsvæðið Opin fjármál Reykjavíkurborgar eins og það lítur út núna er stórt skref en það er einungis fyrsta skrefið í átt að því að nýta möguleikana. Nýjungar og viðbætur verða síðan innleiddar í öruggum skrefum. Lokamarkmiðið er fullt gagnsæi útgjalda og tekna alveg niður á einstaka reikningsfærslur, mánuð eftir mánuð. Einnig að þessi gögn séu gefin út sem hrágögn sem aðrir aðilar geta tekið og birt með sínum hætti, svonefnd opin gögn, en upplýsingastefnan setur líka metnaðarfull markmið um útgáfu þeirra. Að öðru leyti eru möguleikarnir á birtingu upplýsinga í raun endalausir, ekki bara fjárhagsupplýsinga heldur einnig ýmiss konar annarra upplýsinga og talnaefnis um starfsemi borgarinnar. Kostirnir við slíkt gagnsæi eru fjölmargir og áhrifin víðtæk. Aðhald almennings og upplýstari umræða leiða til betri og lýðræðislegri ákvarðanatöku og skilvirkari stjórnunar – því betur sjá augu en auga. Við höfum í raun bara séð byrjunina og það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með framhaldinu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar