Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2016 12:00 Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta og EM-fari, segir hreinskilnislega frá fyrstu skrefum sínum í atvinnumennskunni í aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga eftir Sölva Tryggvason, en DVD-diskur með myndinni er kominn út. Elmar var um tíma einn efnilegasti leikmaður Íslands en hann byrjaði 16 ára að spila fyrir meistaraflokk KR. Ári síðar gerðist hann atvinnumaður þegar skoska stórveldið Celtic samdi við hann, en Elmar var á mála hjá Glasgow-liðinu í fjögur ár og spilaði einn deildarleik. „Maður fær í fyrsta skipti einhvern pening í vasann og veit ekki alveg hvernig maður á að ráða við það,“ segir Elmar sem viðurkennir að hafa ekki farið vel með peningana sína. „Svo var þarna spilavíti við hliðina á íbúðinni sem ég var í, en þar eyddi ég miklum tíma og tapaði fullt af peningum.“Elmar í búningi Celtic.Elmar segir frá því að drykkjumenningin hafi verið mikil í breska boltanum á þeim tíma sem hann var þarna frá 2004-2008 en hann fékk hreinlega sekt ef hann mætti ekki á djamm með liðsfélögunum. „Ég man á fyrsta liðsdjamminu mínu ætlaði ég bara að kaupa mér kók en þjálfarinn sagði mér að gleyma því og pantaði bjór handa mér,“ segir hann. „Ég á fullt af skemmtilegum minningum en maður hefði kannski átt að fórna einhverju af þessu og einbeita sér meira að fótboltanum,“ segir Theodór Elmar Bjarnason.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með tveimur klukkustundum af aukaefni. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Sjá meira
Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta og EM-fari, segir hreinskilnislega frá fyrstu skrefum sínum í atvinnumennskunni í aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga eftir Sölva Tryggvason, en DVD-diskur með myndinni er kominn út. Elmar var um tíma einn efnilegasti leikmaður Íslands en hann byrjaði 16 ára að spila fyrir meistaraflokk KR. Ári síðar gerðist hann atvinnumaður þegar skoska stórveldið Celtic samdi við hann, en Elmar var á mála hjá Glasgow-liðinu í fjögur ár og spilaði einn deildarleik. „Maður fær í fyrsta skipti einhvern pening í vasann og veit ekki alveg hvernig maður á að ráða við það,“ segir Elmar sem viðurkennir að hafa ekki farið vel með peningana sína. „Svo var þarna spilavíti við hliðina á íbúðinni sem ég var í, en þar eyddi ég miklum tíma og tapaði fullt af peningum.“Elmar í búningi Celtic.Elmar segir frá því að drykkjumenningin hafi verið mikil í breska boltanum á þeim tíma sem hann var þarna frá 2004-2008 en hann fékk hreinlega sekt ef hann mætti ekki á djamm með liðsfélögunum. „Ég man á fyrsta liðsdjamminu mínu ætlaði ég bara að kaupa mér kók en þjálfarinn sagði mér að gleyma því og pantaði bjór handa mér,“ segir hann. „Ég á fullt af skemmtilegum minningum en maður hefði kannski átt að fórna einhverju af þessu og einbeita sér meira að fótboltanum,“ segir Theodór Elmar Bjarnason.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með tveimur klukkustundum af aukaefni.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Sjá meira
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30