Vestur-Íslendingar gefa óþægum rotinn tómat Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Afkomendur íslensku vesturfaranna halda margir í íslenskar jólahefðir. Hér er Maxine Ingalls að kenna laufabrauðsgerð. Mynd/Tammy Þrátt fyrir að vera búsettir í Winnipeg-fylki, mörg þúsund kílómetra frá Íslandi, heldur hluti afkomenda vesturfaranna í íslenskar jólahefðir. Sumar hefðirnar hafa tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina. „Við opnuðum gjafirnar alltaf á aðfangadag og það var ekki fyrr en ég var fullorðin sem ég komst að því að annar háttur var hafður á annars staðar,“ segir Tammy Axelsson hjá Íslendingasafninu í Gimli. Tammy lærði hér á landi og giftist íslenskum manni. Á uppvaxtarárum hennar var bökuð vínarterta og pönnukökur kringum jólin en jólamaturinn sjálfur var ekki íslenskur. Eftir giftingu er hins vegar hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur, rauðkál og grænar á borðum. „Ég sjálf fékk ekki í skóinn frá jólasveinunum þegar ég var lítil en börnin okkar fá í skóinn og þekkja alla jólasveinana,“ segir Tammy. Mismunandi er hvað börn fá í skóinn þegar þau eru óþekk. Sumir vinna með gömlu góðu kartöfluna meðan aðrir hafa prófað sig áfram með úldna tómata. Þá hittast Íslendingar reglulega fyrir jólin til að baka laufabrauð og borða skötu á Þorláksmessu. „Það er alltaf einhver nýkominn frá Íslandi sem kemur með þetta með sér,“ segir Tammy en sjálf borðar hún ekki skötu. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Maðurinn minn þarf að elda þetta úti á svölum, inni í bílskúr eða helst heima hjá einhverjum öðrum.“ Hjá öðrum afkomendum Íslendinga hafði fjarlægðin við Ísland talsverð áhrif á jólahefðirnar. Hjá Elvu Simondsen komu jólasveinarnir til dæmis aðeins á aðfangadag því það var alltof langt fyrir þá að ferðast daglega milli Íslands og Kanada. „Mamma sagði okkur ýmsar sögur frá Íslandi en aðlagaði þær aðstæðum hérna,“ segir Elva sem þótti alltaf erfitt að átta sig á jólasveinunum sem bjuggu í fjöllum enda engin fjöll að finna á svæðinu. „Þegar þú hefur aldrei séð fjall er afar erfitt að skilja hugtakið.“ Systkinin fengu alltaf föt á jólunum svo að þau lentu ekki í jólakettinum. Móðir þeirra bakaði íslenskar pönnukökur, en systir Elvu notar enn þá pönnukökupönnu, og jólamaturinn var kalkúnn. „Við bjuggum á kalkúnabúgarði svo það lá beinast við. Hins vegar fórum við oft í matarboð á jóladag þar sem hangikjöt var í boði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira
Þrátt fyrir að vera búsettir í Winnipeg-fylki, mörg þúsund kílómetra frá Íslandi, heldur hluti afkomenda vesturfaranna í íslenskar jólahefðir. Sumar hefðirnar hafa tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina. „Við opnuðum gjafirnar alltaf á aðfangadag og það var ekki fyrr en ég var fullorðin sem ég komst að því að annar háttur var hafður á annars staðar,“ segir Tammy Axelsson hjá Íslendingasafninu í Gimli. Tammy lærði hér á landi og giftist íslenskum manni. Á uppvaxtarárum hennar var bökuð vínarterta og pönnukökur kringum jólin en jólamaturinn sjálfur var ekki íslenskur. Eftir giftingu er hins vegar hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur, rauðkál og grænar á borðum. „Ég sjálf fékk ekki í skóinn frá jólasveinunum þegar ég var lítil en börnin okkar fá í skóinn og þekkja alla jólasveinana,“ segir Tammy. Mismunandi er hvað börn fá í skóinn þegar þau eru óþekk. Sumir vinna með gömlu góðu kartöfluna meðan aðrir hafa prófað sig áfram með úldna tómata. Þá hittast Íslendingar reglulega fyrir jólin til að baka laufabrauð og borða skötu á Þorláksmessu. „Það er alltaf einhver nýkominn frá Íslandi sem kemur með þetta með sér,“ segir Tammy en sjálf borðar hún ekki skötu. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Maðurinn minn þarf að elda þetta úti á svölum, inni í bílskúr eða helst heima hjá einhverjum öðrum.“ Hjá öðrum afkomendum Íslendinga hafði fjarlægðin við Ísland talsverð áhrif á jólahefðirnar. Hjá Elvu Simondsen komu jólasveinarnir til dæmis aðeins á aðfangadag því það var alltof langt fyrir þá að ferðast daglega milli Íslands og Kanada. „Mamma sagði okkur ýmsar sögur frá Íslandi en aðlagaði þær aðstæðum hérna,“ segir Elva sem þótti alltaf erfitt að átta sig á jólasveinunum sem bjuggu í fjöllum enda engin fjöll að finna á svæðinu. „Þegar þú hefur aldrei séð fjall er afar erfitt að skilja hugtakið.“ Systkinin fengu alltaf föt á jólunum svo að þau lentu ekki í jólakettinum. Móðir þeirra bakaði íslenskar pönnukökur, en systir Elvu notar enn þá pönnukökupönnu, og jólamaturinn var kalkúnn. „Við bjuggum á kalkúnabúgarði svo það lá beinast við. Hins vegar fórum við oft í matarboð á jóladag þar sem hangikjöt var í boði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira