Vestur-Íslendingar gefa óþægum rotinn tómat Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Afkomendur íslensku vesturfaranna halda margir í íslenskar jólahefðir. Hér er Maxine Ingalls að kenna laufabrauðsgerð. Mynd/Tammy Þrátt fyrir að vera búsettir í Winnipeg-fylki, mörg þúsund kílómetra frá Íslandi, heldur hluti afkomenda vesturfaranna í íslenskar jólahefðir. Sumar hefðirnar hafa tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina. „Við opnuðum gjafirnar alltaf á aðfangadag og það var ekki fyrr en ég var fullorðin sem ég komst að því að annar háttur var hafður á annars staðar,“ segir Tammy Axelsson hjá Íslendingasafninu í Gimli. Tammy lærði hér á landi og giftist íslenskum manni. Á uppvaxtarárum hennar var bökuð vínarterta og pönnukökur kringum jólin en jólamaturinn sjálfur var ekki íslenskur. Eftir giftingu er hins vegar hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur, rauðkál og grænar á borðum. „Ég sjálf fékk ekki í skóinn frá jólasveinunum þegar ég var lítil en börnin okkar fá í skóinn og þekkja alla jólasveinana,“ segir Tammy. Mismunandi er hvað börn fá í skóinn þegar þau eru óþekk. Sumir vinna með gömlu góðu kartöfluna meðan aðrir hafa prófað sig áfram með úldna tómata. Þá hittast Íslendingar reglulega fyrir jólin til að baka laufabrauð og borða skötu á Þorláksmessu. „Það er alltaf einhver nýkominn frá Íslandi sem kemur með þetta með sér,“ segir Tammy en sjálf borðar hún ekki skötu. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Maðurinn minn þarf að elda þetta úti á svölum, inni í bílskúr eða helst heima hjá einhverjum öðrum.“ Hjá öðrum afkomendum Íslendinga hafði fjarlægðin við Ísland talsverð áhrif á jólahefðirnar. Hjá Elvu Simondsen komu jólasveinarnir til dæmis aðeins á aðfangadag því það var alltof langt fyrir þá að ferðast daglega milli Íslands og Kanada. „Mamma sagði okkur ýmsar sögur frá Íslandi en aðlagaði þær aðstæðum hérna,“ segir Elva sem þótti alltaf erfitt að átta sig á jólasveinunum sem bjuggu í fjöllum enda engin fjöll að finna á svæðinu. „Þegar þú hefur aldrei séð fjall er afar erfitt að skilja hugtakið.“ Systkinin fengu alltaf föt á jólunum svo að þau lentu ekki í jólakettinum. Móðir þeirra bakaði íslenskar pönnukökur, en systir Elvu notar enn þá pönnukökupönnu, og jólamaturinn var kalkúnn. „Við bjuggum á kalkúnabúgarði svo það lá beinast við. Hins vegar fórum við oft í matarboð á jóladag þar sem hangikjöt var í boði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira
Þrátt fyrir að vera búsettir í Winnipeg-fylki, mörg þúsund kílómetra frá Íslandi, heldur hluti afkomenda vesturfaranna í íslenskar jólahefðir. Sumar hefðirnar hafa tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina. „Við opnuðum gjafirnar alltaf á aðfangadag og það var ekki fyrr en ég var fullorðin sem ég komst að því að annar háttur var hafður á annars staðar,“ segir Tammy Axelsson hjá Íslendingasafninu í Gimli. Tammy lærði hér á landi og giftist íslenskum manni. Á uppvaxtarárum hennar var bökuð vínarterta og pönnukökur kringum jólin en jólamaturinn sjálfur var ekki íslenskur. Eftir giftingu er hins vegar hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur, rauðkál og grænar á borðum. „Ég sjálf fékk ekki í skóinn frá jólasveinunum þegar ég var lítil en börnin okkar fá í skóinn og þekkja alla jólasveinana,“ segir Tammy. Mismunandi er hvað börn fá í skóinn þegar þau eru óþekk. Sumir vinna með gömlu góðu kartöfluna meðan aðrir hafa prófað sig áfram með úldna tómata. Þá hittast Íslendingar reglulega fyrir jólin til að baka laufabrauð og borða skötu á Þorláksmessu. „Það er alltaf einhver nýkominn frá Íslandi sem kemur með þetta með sér,“ segir Tammy en sjálf borðar hún ekki skötu. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Maðurinn minn þarf að elda þetta úti á svölum, inni í bílskúr eða helst heima hjá einhverjum öðrum.“ Hjá öðrum afkomendum Íslendinga hafði fjarlægðin við Ísland talsverð áhrif á jólahefðirnar. Hjá Elvu Simondsen komu jólasveinarnir til dæmis aðeins á aðfangadag því það var alltof langt fyrir þá að ferðast daglega milli Íslands og Kanada. „Mamma sagði okkur ýmsar sögur frá Íslandi en aðlagaði þær aðstæðum hérna,“ segir Elva sem þótti alltaf erfitt að átta sig á jólasveinunum sem bjuggu í fjöllum enda engin fjöll að finna á svæðinu. „Þegar þú hefur aldrei séð fjall er afar erfitt að skilja hugtakið.“ Systkinin fengu alltaf föt á jólunum svo að þau lentu ekki í jólakettinum. Móðir þeirra bakaði íslenskar pönnukökur, en systir Elvu notar enn þá pönnukökupönnu, og jólamaturinn var kalkúnn. „Við bjuggum á kalkúnabúgarði svo það lá beinast við. Hins vegar fórum við oft í matarboð á jóladag þar sem hangikjöt var í boði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira