Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Þorgeir Helgason skrifar 15. desember 2016 07:00 Sjómenn lögðu niður störf klukkan átta í gærkvöldi og héldu til hafnar. Vísir/Vilhelm „Maður áttar sig illa á hvaða forsendur liggja að baki því að sjómenn eru enn ósáttir. Þess vegna verður erfitt fyrir samninganefndir að setjast aftur niður og átta sig á stöðunni til þess að hægt sé að bæta úr henni,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfall sjómanna brast á klukkan átta í gærkvöldi í kjölfarið á því að Sjómannasamband Íslands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur felldu kjarasamninga í kosningu sem lauk í gær. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands hafnaði samningnum. „Við áttum von á því að þetta yrði fellt en það kom á óvart hve afgerandi niðurstaðan var. Það er ágætt veganesti fyrir okkur þegar viðræðurnar hefjast á ný,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann telur að ekki muni nást að semja fyrir jól og því muni verkfallið standa fram á næsta ár.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félags í sjávarútvegi.Heiðrún segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér mikið á óvart. „Næsta skref er að ríkissáttasemjari boðar aðila á sinn fund en ég tel ólíklegt að það takist að semja fyrir jól. Þeir hafa fellt samninga í tvígang og við teljum að með síðasta samningnum hafi verið komið að miklu leyti til móts við kröfur sjómanna,“ segir Heiðrún. Jónas segir að laun sjómanna hafi lækkað um 30 prósent á einu ári vegna styrkingar krónunnar. „Ósættið felst, að því er ég best heyri, í stöðu efnahagsmála. Á meðan sjómenn eru á hlutaskiptum verður það auðvitað aldrei læknað með kjarasamningum,“ segir Heiðrún. „Staðan er sú að sjómenn vilja ekki þennan samning og þá þýðir það bara að við verðum að setja pressu á útgerðina. Það gerum við ekkert öðruvísi en með verkfalli. Við höfum verið beðnir af nokkrum aðilum að fresta aðgerðum en það er ekki í boði. Þá værum við ekki samkvæmir sjálfum okkur,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. „Verkfall sjómanna verður til þess að öll vinnsla leggst af á landinu og tjónið verður verulegt. Að því er má áætla munu um sjö þúsund manns leggja niður störf. Allt þetta fólk er þá launalaust um lengri eða skemmri tíma,“ segir Heiðrún. Sé tekið mið af útflutningsverðmætum fiskafurða og að verkfallið vari í um 2 mánuði áætlar Heiðrún að tapið gæti numið 40 milljörðum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Maður áttar sig illa á hvaða forsendur liggja að baki því að sjómenn eru enn ósáttir. Þess vegna verður erfitt fyrir samninganefndir að setjast aftur niður og átta sig á stöðunni til þess að hægt sé að bæta úr henni,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfall sjómanna brast á klukkan átta í gærkvöldi í kjölfarið á því að Sjómannasamband Íslands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur felldu kjarasamninga í kosningu sem lauk í gær. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands hafnaði samningnum. „Við áttum von á því að þetta yrði fellt en það kom á óvart hve afgerandi niðurstaðan var. Það er ágætt veganesti fyrir okkur þegar viðræðurnar hefjast á ný,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann telur að ekki muni nást að semja fyrir jól og því muni verkfallið standa fram á næsta ár.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félags í sjávarútvegi.Heiðrún segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér mikið á óvart. „Næsta skref er að ríkissáttasemjari boðar aðila á sinn fund en ég tel ólíklegt að það takist að semja fyrir jól. Þeir hafa fellt samninga í tvígang og við teljum að með síðasta samningnum hafi verið komið að miklu leyti til móts við kröfur sjómanna,“ segir Heiðrún. Jónas segir að laun sjómanna hafi lækkað um 30 prósent á einu ári vegna styrkingar krónunnar. „Ósættið felst, að því er ég best heyri, í stöðu efnahagsmála. Á meðan sjómenn eru á hlutaskiptum verður það auðvitað aldrei læknað með kjarasamningum,“ segir Heiðrún. „Staðan er sú að sjómenn vilja ekki þennan samning og þá þýðir það bara að við verðum að setja pressu á útgerðina. Það gerum við ekkert öðruvísi en með verkfalli. Við höfum verið beðnir af nokkrum aðilum að fresta aðgerðum en það er ekki í boði. Þá værum við ekki samkvæmir sjálfum okkur,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. „Verkfall sjómanna verður til þess að öll vinnsla leggst af á landinu og tjónið verður verulegt. Að því er má áætla munu um sjö þúsund manns leggja niður störf. Allt þetta fólk er þá launalaust um lengri eða skemmri tíma,“ segir Heiðrún. Sé tekið mið af útflutningsverðmætum fiskafurða og að verkfallið vari í um 2 mánuði áætlar Heiðrún að tapið gæti numið 40 milljörðum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira