Minnihlutastjórnir við völd í Svíþjóð, Danmörku og Noregi Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2016 14:15 Minnihlutastjórnir eru algengar annars staðar á Norðurlöngum en á Íslandi. Vísir/AFP Sá möguleiki að mynduð verði minnihlutastjórn hér á landi hefur æ oftar verið nefndur til sögunnar á síðustu dögum – nú þegar ekkert bolar á nýrri ríkisstjórn rúmum sex vikum eftir kosningar. Minnihlutastjórnir hafa ekki verið algengar hér á landi heldur hafa stjórnir almennt stuðst við meirihluta á þingi. Þó að stjórnir sem þessar hafi ekki náð almennilegri fótfestu hér á landi eru þær vel þekktar erlendis, meðal annars annars staðar á Norðurlöndum. Þannig eru minnihlutastjórnir við völd í Danmörku, Noregi og Svíþjóð um þessar mundir, en í Finnlandi situr þó meirihlutastjórn við völd. Minnihlutastjórnir eru háðar því að ná samkomulagi við aðra þingflokka um mál sem þarf að koma í gegnum þingið. Þannig reynir meira á þingmenn að ná málamiðlunum í umdeildum málum. Slíkt fyrirkomulag getur tryggt aukna samstöðu um stærri mál en minnihlutastjórnir geta einnig átt í vanda með að ná í gegn málum sem hún hefur lagt áherslu á.Gustav Fridolin og Åsa Romson, leiðtogar Græningja, og Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins, mynduðu minnihlutastjórn í Svíþjóð eftir þingkosningarnar 2014.Vísir/AFPMinnihlutastjórnin í SvíþjóðEftir þingkosningarnar í Svíþjóð á haustdögum 2014 kom upp mjög snúin staða í sænskum stjórnmálum. Rauða fylkingin – Jafnaðarmannaflokkurinn, Vinstriflokkurinn og Græningjar – náðu samtals 159 þingmönnum og varð því stærri en fylking borgaralegu flokkanna – Hægriflokksins (Moderaterna), Miðflokksins, Frjálslynda flokksins og Kristilegra demókrata – sem náðu 141 þingmanni. Borgaralegu flokkarnir höfðu þá stýrt landinu frá árinu 2006. Alls eru 349 þingmenn á sænska þinginu og var því ljóst að rauða fylkingin væri ekki með nægilega marga þingmenn til að ná hreinum meirihluta. Ástæða þess var kosningasigur Svíþjóðardemókrata sem náðu 47 inn þingmönnum. Aðrir flokkar höfðu þó allir lýst því yfir að þeir hugðust ekki vinna með flokknum eftir kosningar, en flokkurinn hefur verið harður í afstöðu sinni gegn straumi innflytjenda til Svíþjóðar. Eftir kosningarnar sagði Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, að hann hugðist reyna að mynda ríkisstjórn. Hann útilokaði að mynda stjórn með bæði Svíþjóðardemókrötum og Vinstriflokknum, en bæði Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn höfnuðu boði Löfven um myndun stjórnar.Sænska þingið.Vísir/AFPÚr varð myndun minnihlutastjórnar Jafnaðarmannaflokksins og Græningja sem eru samtals með 138 af 349 þingsæti á sænska þinginu. Í byrjun desember 2014, um tveimur og hálfum mánuði eftir þingkosningarnar, mistókst stjórn Löfven að ná fjárlagafrumvarpi stjórnar sinnar í gegnum þingið eftir að Svíþjóðardemókratar greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpi borgaralegu flokkanna. Löfven lýsti því þá yfir að hann myndi boða til nýrra kosninga við fyrsta tækifæri sem fram færu á vordögum 2015. Nokkrum dögum áður en forsætisráðherrann hugðist boða til kosninga náðist samkomulag milli stjórnarflokkanna tveggja og borgaralegu flokkanna fjögurra sem fól í sér að komandi fjárlagafrumvörp vinstri stjórnarinnar myndu komast í gegnum þingið, í skiptum fyrir eftirgjöf stjórnarflokkanna í málefnum innflytjenda, lífeyrismála og varnarmála.Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, og Erna Solberg, formaður Hægriflokksins, eftir kosningarnar 2013. Solberg er forsætisráðherra og Jensen fjármálaráðherra í norsku ríkisstjórninni.Vísir/AFPMinnihlutastjórnin í NoregiEftir þingkosningarnar í Noregi árið 2013 mynduðu Hægriflokkur Ernu Solberg og Framfaraflokkurinn minnihlutastjórn sem nýtur stuðnings Frjálslynda flokksins og Kristilega þjóðarflokksins. Alls eiga 169 þingmenn sæti á norska þinginu og þarf því 85 þingmenn til að ná meirihluta. Stjórnarflokkarnir tveir eru samtals með 77 þingmenn (Hægriflokkurinn 48 og Framfaraflokkurinn 29) og stuðningsflokkarnir nítján (Kristlegi þjóðarflokkurinn tíu og Frjálslyndi flokkurinn níu). Saman eru stjórnarflokkarnir tveir og stuðningsflokkarnir, sem verja stjórnina vantrausti, því með 96 fulltrúa á norska þinginu. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru samtals með 73 þingmenn þar sem Verkamannaflokkurinn er stærstur, og raunar stærstur á þingi, með 55 þingmenn. Samstarfið hefur í heildina gengið vel, en vandkvæði komu til að mynda upp í haust við smíði fjárlagafrumvarps þar sem stuðningsflokkarnir drógu sig um tíma úr viðræðum við stjórnarflokkanna vegna ágreinings.Anders Samuelsen, formaður Frjálslynda bandalagsins, Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre, og Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins, kynna nýja minnihlutastjórn sína í lok nóvember síðastliðinn.Vísir/AFPMinnihlutastjórnin í DanmörkuEftir þingkosningarnar í Danmörku á síðasta ári tók minnihlutastjórn hægriflokksins Venstre við völd og Lars Løkke Rasmussen við embætti forsætisráðherra. Þó að Venstre hafi einungis náð inn 34 þingmönnum á Folketinget, og tapað þingsætum frá kosningunum 2011, var mynduð minnihlutastjórn Venstre þar sem fylking hægriflokka, með Venstre í broddi fylkingar, vann sigur á „rauðu“ fylkingunni í kosningunum. Alls eiga 179 þingmenn sæti á danska þinginu og naut ríkisstjórn Venstre stuðnings Danska þjóðarflokksins (37 þingmenn), Frjálslynda bandalagsins (þrettán þingmenn) og Íhaldsflokksins (sex þingmenn). Samtals voru flokkarnir fjórir því með níutíu þingmenn, sem gerir minnsta mögulega meirihluta sem hægt er að mynda þar í landi. Stuðningsflokkarnir þrýstu mikið á Rasmussen þegar leið á kjörtímabilið og til að bjarga ríkisstjórn sinni ákvað hann í nóvember að bjóða tveimur stuðningsflokkanna – Frjálslynda bandalaginu og Íhaldsflokknum – til að taka sæti í ríkisstjórninni. Nýja þriggja flokka stjórnin í Danmörku er þó enn minnihlutastjórn þar sem hún er háð því að Þjóðarflokkurinn verji hana vantrausti. Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður Þjóðarflokksins, hefur gegnt embætti forseta danska þingsins frá kosningunum 2015.Saga minnihlutastjórna á Íslandi Þó að minnihlutastjórnir séu ekki algengar á Íslandi eru vissulega fordæmi fyrir þeim. Í grein Vísindavefsins kemur fram að fjögur dæmi séu um minnihlutastjórnir hér á landi en að þær hafi þó alltaf setið til bráðabirgða. „Í febrúar 2009 tók minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur við völdum en hún sat með stuðningi Framsóknarflokksins. Veturinn 1978-9 sat minnihlutastjórn Alþýðuflokks undir forsæti Benedikts Gröndal til bráðabirgða í um fjóra mánuði fram að kosningum. Árið 1958-59 sat minnihlutastjórn Alþýðuflokksins undir stjórn Emils Jónssonar með stuðningi Sjálfstæðisflokksins í um ellefu mánuði og veturinn 1949-50 leiddi Ólafur Thors minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins í þrjá mánuði,“ segir í greininni. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04 Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Sá möguleiki að mynduð verði minnihlutastjórn hér á landi hefur æ oftar verið nefndur til sögunnar á síðustu dögum – nú þegar ekkert bolar á nýrri ríkisstjórn rúmum sex vikum eftir kosningar. Minnihlutastjórnir hafa ekki verið algengar hér á landi heldur hafa stjórnir almennt stuðst við meirihluta á þingi. Þó að stjórnir sem þessar hafi ekki náð almennilegri fótfestu hér á landi eru þær vel þekktar erlendis, meðal annars annars staðar á Norðurlöndum. Þannig eru minnihlutastjórnir við völd í Danmörku, Noregi og Svíþjóð um þessar mundir, en í Finnlandi situr þó meirihlutastjórn við völd. Minnihlutastjórnir eru háðar því að ná samkomulagi við aðra þingflokka um mál sem þarf að koma í gegnum þingið. Þannig reynir meira á þingmenn að ná málamiðlunum í umdeildum málum. Slíkt fyrirkomulag getur tryggt aukna samstöðu um stærri mál en minnihlutastjórnir geta einnig átt í vanda með að ná í gegn málum sem hún hefur lagt áherslu á.Gustav Fridolin og Åsa Romson, leiðtogar Græningja, og Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins, mynduðu minnihlutastjórn í Svíþjóð eftir þingkosningarnar 2014.Vísir/AFPMinnihlutastjórnin í SvíþjóðEftir þingkosningarnar í Svíþjóð á haustdögum 2014 kom upp mjög snúin staða í sænskum stjórnmálum. Rauða fylkingin – Jafnaðarmannaflokkurinn, Vinstriflokkurinn og Græningjar – náðu samtals 159 þingmönnum og varð því stærri en fylking borgaralegu flokkanna – Hægriflokksins (Moderaterna), Miðflokksins, Frjálslynda flokksins og Kristilegra demókrata – sem náðu 141 þingmanni. Borgaralegu flokkarnir höfðu þá stýrt landinu frá árinu 2006. Alls eru 349 þingmenn á sænska þinginu og var því ljóst að rauða fylkingin væri ekki með nægilega marga þingmenn til að ná hreinum meirihluta. Ástæða þess var kosningasigur Svíþjóðardemókrata sem náðu 47 inn þingmönnum. Aðrir flokkar höfðu þó allir lýst því yfir að þeir hugðust ekki vinna með flokknum eftir kosningar, en flokkurinn hefur verið harður í afstöðu sinni gegn straumi innflytjenda til Svíþjóðar. Eftir kosningarnar sagði Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, að hann hugðist reyna að mynda ríkisstjórn. Hann útilokaði að mynda stjórn með bæði Svíþjóðardemókrötum og Vinstriflokknum, en bæði Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn höfnuðu boði Löfven um myndun stjórnar.Sænska þingið.Vísir/AFPÚr varð myndun minnihlutastjórnar Jafnaðarmannaflokksins og Græningja sem eru samtals með 138 af 349 þingsæti á sænska þinginu. Í byrjun desember 2014, um tveimur og hálfum mánuði eftir þingkosningarnar, mistókst stjórn Löfven að ná fjárlagafrumvarpi stjórnar sinnar í gegnum þingið eftir að Svíþjóðardemókratar greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpi borgaralegu flokkanna. Löfven lýsti því þá yfir að hann myndi boða til nýrra kosninga við fyrsta tækifæri sem fram færu á vordögum 2015. Nokkrum dögum áður en forsætisráðherrann hugðist boða til kosninga náðist samkomulag milli stjórnarflokkanna tveggja og borgaralegu flokkanna fjögurra sem fól í sér að komandi fjárlagafrumvörp vinstri stjórnarinnar myndu komast í gegnum þingið, í skiptum fyrir eftirgjöf stjórnarflokkanna í málefnum innflytjenda, lífeyrismála og varnarmála.Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, og Erna Solberg, formaður Hægriflokksins, eftir kosningarnar 2013. Solberg er forsætisráðherra og Jensen fjármálaráðherra í norsku ríkisstjórninni.Vísir/AFPMinnihlutastjórnin í NoregiEftir þingkosningarnar í Noregi árið 2013 mynduðu Hægriflokkur Ernu Solberg og Framfaraflokkurinn minnihlutastjórn sem nýtur stuðnings Frjálslynda flokksins og Kristilega þjóðarflokksins. Alls eiga 169 þingmenn sæti á norska þinginu og þarf því 85 þingmenn til að ná meirihluta. Stjórnarflokkarnir tveir eru samtals með 77 þingmenn (Hægriflokkurinn 48 og Framfaraflokkurinn 29) og stuðningsflokkarnir nítján (Kristlegi þjóðarflokkurinn tíu og Frjálslyndi flokkurinn níu). Saman eru stjórnarflokkarnir tveir og stuðningsflokkarnir, sem verja stjórnina vantrausti, því með 96 fulltrúa á norska þinginu. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru samtals með 73 þingmenn þar sem Verkamannaflokkurinn er stærstur, og raunar stærstur á þingi, með 55 þingmenn. Samstarfið hefur í heildina gengið vel, en vandkvæði komu til að mynda upp í haust við smíði fjárlagafrumvarps þar sem stuðningsflokkarnir drógu sig um tíma úr viðræðum við stjórnarflokkanna vegna ágreinings.Anders Samuelsen, formaður Frjálslynda bandalagsins, Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre, og Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins, kynna nýja minnihlutastjórn sína í lok nóvember síðastliðinn.Vísir/AFPMinnihlutastjórnin í DanmörkuEftir þingkosningarnar í Danmörku á síðasta ári tók minnihlutastjórn hægriflokksins Venstre við völd og Lars Løkke Rasmussen við embætti forsætisráðherra. Þó að Venstre hafi einungis náð inn 34 þingmönnum á Folketinget, og tapað þingsætum frá kosningunum 2011, var mynduð minnihlutastjórn Venstre þar sem fylking hægriflokka, með Venstre í broddi fylkingar, vann sigur á „rauðu“ fylkingunni í kosningunum. Alls eiga 179 þingmenn sæti á danska þinginu og naut ríkisstjórn Venstre stuðnings Danska þjóðarflokksins (37 þingmenn), Frjálslynda bandalagsins (þrettán þingmenn) og Íhaldsflokksins (sex þingmenn). Samtals voru flokkarnir fjórir því með níutíu þingmenn, sem gerir minnsta mögulega meirihluta sem hægt er að mynda þar í landi. Stuðningsflokkarnir þrýstu mikið á Rasmussen þegar leið á kjörtímabilið og til að bjarga ríkisstjórn sinni ákvað hann í nóvember að bjóða tveimur stuðningsflokkanna – Frjálslynda bandalaginu og Íhaldsflokknum – til að taka sæti í ríkisstjórninni. Nýja þriggja flokka stjórnin í Danmörku er þó enn minnihlutastjórn þar sem hún er háð því að Þjóðarflokkurinn verji hana vantrausti. Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður Þjóðarflokksins, hefur gegnt embætti forseta danska þingsins frá kosningunum 2015.Saga minnihlutastjórna á Íslandi Þó að minnihlutastjórnir séu ekki algengar á Íslandi eru vissulega fordæmi fyrir þeim. Í grein Vísindavefsins kemur fram að fjögur dæmi séu um minnihlutastjórnir hér á landi en að þær hafi þó alltaf setið til bráðabirgða. „Í febrúar 2009 tók minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur við völdum en hún sat með stuðningi Framsóknarflokksins. Veturinn 1978-9 sat minnihlutastjórn Alþýðuflokks undir forsæti Benedikts Gröndal til bráðabirgða í um fjóra mánuði fram að kosningum. Árið 1958-59 sat minnihlutastjórn Alþýðuflokksins undir stjórn Emils Jónssonar með stuðningi Sjálfstæðisflokksins í um ellefu mánuði og veturinn 1949-50 leiddi Ólafur Thors minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins í þrjá mánuði,“ segir í greininni.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04 Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04
Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15