Stefán Karl gjafmildur eftir að hafa orðið óvænt internet-stjarna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2016 14:00 Donald Trump í gervi Stefáns Karls. Vísir Leikarinn góðkunni Stefán Karl Stefánsson er orðinn að óvæntri internet-stjörnu en milljónir hafa horft á svokölluðuð meme honum til heiðurs. Rúmlega tíu milljónir hafa safnast í netsöfnun til stuðnings baráttu Stefáns Karls við krabbamein og í þakklætisskyni hafa Stefán Karl og vinir hans hjá Latabæ auðveldað grínurum að útbúa ný meme. Í stuttu máli er internet-meme athæfi, hugmynd, frasi eða einhvers konar mynd, texti, myndband sem dreifist um internetið og líkt er eftir og sett í alls kyns útgáfur hér og þar. Góð dæmi um þekkt meme sem náðu meðal annars dreifingu hér á landi eru að planka og Harlem Shake. Í dæmi Stefáns Karls er um að ræða lag úr Latabæ sem nefnist We Are Number One. Fyrir rétt rúmum mánuði síðan var þessi útgáfu af laginu sem sjá má hér að neðan sett á YouTube. Frá 1. nóvember til dagsins í dag hafa rétt um ein og hálf milljón manna horft á myndbandið.Við þetta virðist allt hafa sprungið og fjölmörg myndbönd í svipuðum dúr sprottið upp sem mörg hver hafa yfir milljón áhorf. Ber þar helst að nefna sérstaka Donald Trump útgáfu sem sjá má hér að neðan, Adolf Hitler útgáfu sem sjá má hér og svona mætti lengi telja áfram. Flest þessara myndbanda hafa það sameiginlegt að með þeim fylgir tengill á netsöfnun sem safnar pening til styrktar Stefáni Karli og baráttu hans við krabbamein sem hann var greindur með í haust. Hingað til hafa safnast 92 þúsund dollarar, um tíu milljónir króna. Óhætt er að segja að blússandi gangur sé í söfnuninni en fyrir um þremur vikum var búið að safna fimm milljónum.Ljóst er að stuðningur þeirra sem búið hafa til þessi myndbönd hefur skipt sköpum. Margir þeirra sem gefið hafa fé í söfnunina segjast hafa fundið hana vegna myndbandana.Í þakklætisskyni var Stefán Karl með beina útsendingu á sunnudaginn þar sem hann gaf aðdáendum sína óvæntar gjafir. „Halló, meme-heimur. Ástæðan fyrir því að við erum samankomin hér í dag er vegna ykkar og hversu vinsælt þetta lag hefur orðið,“ sagði Stefán Karl er hann ávarpaði áhorfendur í upphafi útsendingarinnar. „Okkur finnst frábært hversu vinsælt lagið er orðið og hversu skapandi þið eruð. Ég elska þau öll.“ Stefán Karl ræddi meðal annars við Mána Svavarsson, höfund upphaflega lagsins. Í samræðum þeirra kom fram að Máni hafi fengið óteljandi beiðnir um að veita aðgang að hljóðskrám lagsins til þess auðvelda fólki að útbúa þessi myndbönd. Tilkynntu þeir félagar að þeir myndu fljótlega setja hljóðskrárnar á netið svo hver sem er gæti notast við þær. Stefán Karl ræddi einnig við félaga sína úr Latabæ, þá Björn Thors, Berg Þór Ingólfsson og Snorra Engilbertsson en þeir voru einmitt með Stefáni Karli í myndbandinu fræga. Til þess að setja punktinn yfir i-ið fluttu þeir lagið í beinni útsendingu líkt og sjá má hér að neðan.Hér að neðan má sjá nokkrar af bestu útgáfunum auk þess sem að lærða umræðu um þetta tiltekna meme-má nálgast á Reddit.Upprunalega myndbandið Donald Trump Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Sjá meira
Leikarinn góðkunni Stefán Karl Stefánsson er orðinn að óvæntri internet-stjörnu en milljónir hafa horft á svokölluðuð meme honum til heiðurs. Rúmlega tíu milljónir hafa safnast í netsöfnun til stuðnings baráttu Stefáns Karls við krabbamein og í þakklætisskyni hafa Stefán Karl og vinir hans hjá Latabæ auðveldað grínurum að útbúa ný meme. Í stuttu máli er internet-meme athæfi, hugmynd, frasi eða einhvers konar mynd, texti, myndband sem dreifist um internetið og líkt er eftir og sett í alls kyns útgáfur hér og þar. Góð dæmi um þekkt meme sem náðu meðal annars dreifingu hér á landi eru að planka og Harlem Shake. Í dæmi Stefáns Karls er um að ræða lag úr Latabæ sem nefnist We Are Number One. Fyrir rétt rúmum mánuði síðan var þessi útgáfu af laginu sem sjá má hér að neðan sett á YouTube. Frá 1. nóvember til dagsins í dag hafa rétt um ein og hálf milljón manna horft á myndbandið.Við þetta virðist allt hafa sprungið og fjölmörg myndbönd í svipuðum dúr sprottið upp sem mörg hver hafa yfir milljón áhorf. Ber þar helst að nefna sérstaka Donald Trump útgáfu sem sjá má hér að neðan, Adolf Hitler útgáfu sem sjá má hér og svona mætti lengi telja áfram. Flest þessara myndbanda hafa það sameiginlegt að með þeim fylgir tengill á netsöfnun sem safnar pening til styrktar Stefáni Karli og baráttu hans við krabbamein sem hann var greindur með í haust. Hingað til hafa safnast 92 þúsund dollarar, um tíu milljónir króna. Óhætt er að segja að blússandi gangur sé í söfnuninni en fyrir um þremur vikum var búið að safna fimm milljónum.Ljóst er að stuðningur þeirra sem búið hafa til þessi myndbönd hefur skipt sköpum. Margir þeirra sem gefið hafa fé í söfnunina segjast hafa fundið hana vegna myndbandana.Í þakklætisskyni var Stefán Karl með beina útsendingu á sunnudaginn þar sem hann gaf aðdáendum sína óvæntar gjafir. „Halló, meme-heimur. Ástæðan fyrir því að við erum samankomin hér í dag er vegna ykkar og hversu vinsælt þetta lag hefur orðið,“ sagði Stefán Karl er hann ávarpaði áhorfendur í upphafi útsendingarinnar. „Okkur finnst frábært hversu vinsælt lagið er orðið og hversu skapandi þið eruð. Ég elska þau öll.“ Stefán Karl ræddi meðal annars við Mána Svavarsson, höfund upphaflega lagsins. Í samræðum þeirra kom fram að Máni hafi fengið óteljandi beiðnir um að veita aðgang að hljóðskrám lagsins til þess auðvelda fólki að útbúa þessi myndbönd. Tilkynntu þeir félagar að þeir myndu fljótlega setja hljóðskrárnar á netið svo hver sem er gæti notast við þær. Stefán Karl ræddi einnig við félaga sína úr Latabæ, þá Björn Thors, Berg Þór Ingólfsson og Snorra Engilbertsson en þeir voru einmitt með Stefáni Karli í myndbandinu fræga. Til þess að setja punktinn yfir i-ið fluttu þeir lagið í beinni útsendingu líkt og sjá má hér að neðan.Hér að neðan má sjá nokkrar af bestu útgáfunum auk þess sem að lærða umræðu um þetta tiltekna meme-má nálgast á Reddit.Upprunalega myndbandið
Donald Trump Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Sjá meira