Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Anton Egilsson skrifar 12. desember 2016 18:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. Var niðurstaða fundarins sú að Píratar færðu forseta til baka hið táknræna umboð. „Niðurstaðan er frá okkar hendi er sú að við færðum honum hið táknræna umboð og fórum yfir með honum hvernig vinnunni var undið fram og hvernig við sjáum fyrir okkur framtíðina.“ Aðspurð sagðist henni hafa komið það á óvart að ekki hafi tekist að fara í formlegar viðræður á milli flokkanna fimm. „Við vorum komin með svona 90 prósent, það vantaði upp á vilja til að málamiðla í mjög stórum málum, sem að við vorum þó komin langt með. Það kom okkur kom mjög á óvart að það skildi ekki takast í dag.“Ósanngjarnt að benda á flokk sem viðræður hafi strandað á Henni finnst það þá ósanngjarnt að benda á einhvern einn flokk sem viðræðurnar hafi strandað á. „Ég vil ekki fara að setja puttann á einn flokk, mér finnst það ósanngjarnt. Mér fannst fólk vera að leggja sig fram af heilum hug í allri þessari vinnu. Þetta var góð vinna og við fengum tækifæri til þess að fá betri skilning á því hvað fólk leggur mesta áherslu á í ólíkum málefnaflokkum. Við náðum samstöðu um hluti sem við ég hélt að væri mjög erfitt að ná samstöðu um og ég trúi ekki öðru en það verði hægt að halda áfram að vinna út frá því inn á þinginu.“ Hún segist þó ekki trúa öðru en að fólk sé tilbúið að vinna áfram með þær niðurstöður sem náðust á fundinum í dag. „Nú skiptir miklu mali að allir flokkarnir voru sammála um að mikilvægt væri að forgangsraða í heilbrigðismálum, menntamálin og aðra innviði sem kalla á slíkt. Þá voru allir flokkarnir sammála um stjórnarskrármálið og aðferðarfræði um hvernig við getum farið í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Svo ég trúi ekki öðru en að fólk sé tilbúið að halda áfram að vinna með þær niðurstöður sem náðum í dag.Ekki fullreynt með stjórnarsamstarf flokkanna fimmSpurð um hvort að fullreynt væri með samstarf flokkanna fimm eftir niðurstöðu dagsins svaraði hún því neitandi. „Nei, það er ekki fullreynt, en að sjálfsögðu er það þannig að þegar það er ekki hægt að komast lengra er ekkert réttlætt að ég sé með umboðið eða Píratar. Mér finnst alveg sjálfsagt að allir tali við alla eins og reynt var um daginn, það var mjög árangursríkt. Í raun og veru náðu flokkarnir fimm saman út af því að flokkarnir höfðu tækifæri til að tala saman. Nú hefur fólk greint sínar sársaukalínur þó það hafi ekki verið tilbúið til að ganga alla leið í dag.“ Þá hefur ekkert breyst í afstöðu Pírata til samstarfs við stjórnarflokkanna tvo, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. „Við vorum mjög afgerandi með það fyrir kosningar að við ætluðum ekki í samstarf með stjórnarflokkunum. Ég hef ekki séð neitt koma frá þeim flokkum sem gefur til kynna að eitthvað hafi breyst hjá þeim.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. Var niðurstaða fundarins sú að Píratar færðu forseta til baka hið táknræna umboð. „Niðurstaðan er frá okkar hendi er sú að við færðum honum hið táknræna umboð og fórum yfir með honum hvernig vinnunni var undið fram og hvernig við sjáum fyrir okkur framtíðina.“ Aðspurð sagðist henni hafa komið það á óvart að ekki hafi tekist að fara í formlegar viðræður á milli flokkanna fimm. „Við vorum komin með svona 90 prósent, það vantaði upp á vilja til að málamiðla í mjög stórum málum, sem að við vorum þó komin langt með. Það kom okkur kom mjög á óvart að það skildi ekki takast í dag.“Ósanngjarnt að benda á flokk sem viðræður hafi strandað á Henni finnst það þá ósanngjarnt að benda á einhvern einn flokk sem viðræðurnar hafi strandað á. „Ég vil ekki fara að setja puttann á einn flokk, mér finnst það ósanngjarnt. Mér fannst fólk vera að leggja sig fram af heilum hug í allri þessari vinnu. Þetta var góð vinna og við fengum tækifæri til þess að fá betri skilning á því hvað fólk leggur mesta áherslu á í ólíkum málefnaflokkum. Við náðum samstöðu um hluti sem við ég hélt að væri mjög erfitt að ná samstöðu um og ég trúi ekki öðru en það verði hægt að halda áfram að vinna út frá því inn á þinginu.“ Hún segist þó ekki trúa öðru en að fólk sé tilbúið að vinna áfram með þær niðurstöður sem náðust á fundinum í dag. „Nú skiptir miklu mali að allir flokkarnir voru sammála um að mikilvægt væri að forgangsraða í heilbrigðismálum, menntamálin og aðra innviði sem kalla á slíkt. Þá voru allir flokkarnir sammála um stjórnarskrármálið og aðferðarfræði um hvernig við getum farið í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Svo ég trúi ekki öðru en að fólk sé tilbúið að halda áfram að vinna með þær niðurstöður sem náðum í dag.Ekki fullreynt með stjórnarsamstarf flokkanna fimmSpurð um hvort að fullreynt væri með samstarf flokkanna fimm eftir niðurstöðu dagsins svaraði hún því neitandi. „Nei, það er ekki fullreynt, en að sjálfsögðu er það þannig að þegar það er ekki hægt að komast lengra er ekkert réttlætt að ég sé með umboðið eða Píratar. Mér finnst alveg sjálfsagt að allir tali við alla eins og reynt var um daginn, það var mjög árangursríkt. Í raun og veru náðu flokkarnir fimm saman út af því að flokkarnir höfðu tækifæri til að tala saman. Nú hefur fólk greint sínar sársaukalínur þó það hafi ekki verið tilbúið til að ganga alla leið í dag.“ Þá hefur ekkert breyst í afstöðu Pírata til samstarfs við stjórnarflokkanna tvo, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. „Við vorum mjög afgerandi með það fyrir kosningar að við ætluðum ekki í samstarf með stjórnarflokkunum. Ég hef ekki séð neitt koma frá þeim flokkum sem gefur til kynna að eitthvað hafi breyst hjá þeim.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent