Ennþá ágreiningur um stór mál Ásgeir Erlendsson skrifar 11. desember 2016 19:30 Ríkisstjórnarsamstarf flokkanna fimm, sem hafa verið í óformlegum viðræðum, ræðst í kvöld eða snemma í fyrramálið. Formaður Vinstri grænna segir að flokkarnir fimm eigi enn eftir að ná samkomulagi um stefnu í stórum málaflokkum. Níu dagar eru síðan Guðni Th. Jóhannesson afhenti Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata stjórnarmyndunarumboð. Undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Fulltrúar flokkanna hittust á nefndarsviði Alþingis síðdegis til að ræða sjávarútvegs og landbúnaðarmál. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar sagði á Bylgjunni í dag að nú væri komið að þeim tímapunkti í viðræðunum að menn yrðu að leggja mat á framhaldið. Enginn niðurstaða væri komin sjávarútvegsmálin en Benedikt Jóhannsson formaður flokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flokkarnir væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það er ekki komin nein niðurstaða þar. Það er alveg ljóst að þar eru ólíkar áherslur, annars vegar flokkar sem vilja bara gamaldags skattahækkanir og hins vegar flokkar sem vilja markaðslausnir í þessu. “ Sagði Þorsteinn á Sprengisandi Bylgjunnar í dag. Formenn flokkanna fimm koma til með að funda í Alþingishúsinu klukkan hálf átta í kvöld og í kjölfarið verður svo efnt til þingflokksfunda. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að enn eigi eftir að móta tillögur um hvernig flokkarnir geti mæst í stóru málunum. „Við getum sagt að það er svona aukinn skilningur milli flokka á hvar þeir standa, hvað ber í milli og hvað þeir eiga sameiginlegt en það sem enn er eftir að gera er að móta raunverulegar tillögur um hvar við getum mæst og hvaða lausnir við sjáum í stóru pólitísku málunum sem þurfa að vera undirstaða fyrir ríkisstjórnarsamstarfi.“ Segir Katrín. Birgitta Jónsdóttir sagði í samtali við fréttastofu að enginn Pírati myndi tjá sig um gang viðræðnanna í dag en í gær sagði Smári McCarty, þingmaður, flokksins að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm myndu ná saman. „Mér finnst ekki tímabært að segja neitt til um það fyrr en við erum komin með eitthvað haldfast á borðið.“ Segir Katrín. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarf flokkanna fimm, sem hafa verið í óformlegum viðræðum, ræðst í kvöld eða snemma í fyrramálið. Formaður Vinstri grænna segir að flokkarnir fimm eigi enn eftir að ná samkomulagi um stefnu í stórum málaflokkum. Níu dagar eru síðan Guðni Th. Jóhannesson afhenti Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata stjórnarmyndunarumboð. Undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Fulltrúar flokkanna hittust á nefndarsviði Alþingis síðdegis til að ræða sjávarútvegs og landbúnaðarmál. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar sagði á Bylgjunni í dag að nú væri komið að þeim tímapunkti í viðræðunum að menn yrðu að leggja mat á framhaldið. Enginn niðurstaða væri komin sjávarútvegsmálin en Benedikt Jóhannsson formaður flokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flokkarnir væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það er ekki komin nein niðurstaða þar. Það er alveg ljóst að þar eru ólíkar áherslur, annars vegar flokkar sem vilja bara gamaldags skattahækkanir og hins vegar flokkar sem vilja markaðslausnir í þessu. “ Sagði Þorsteinn á Sprengisandi Bylgjunnar í dag. Formenn flokkanna fimm koma til með að funda í Alþingishúsinu klukkan hálf átta í kvöld og í kjölfarið verður svo efnt til þingflokksfunda. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að enn eigi eftir að móta tillögur um hvernig flokkarnir geti mæst í stóru málunum. „Við getum sagt að það er svona aukinn skilningur milli flokka á hvar þeir standa, hvað ber í milli og hvað þeir eiga sameiginlegt en það sem enn er eftir að gera er að móta raunverulegar tillögur um hvar við getum mæst og hvaða lausnir við sjáum í stóru pólitísku málunum sem þurfa að vera undirstaða fyrir ríkisstjórnarsamstarfi.“ Segir Katrín. Birgitta Jónsdóttir sagði í samtali við fréttastofu að enginn Pírati myndi tjá sig um gang viðræðnanna í dag en í gær sagði Smári McCarty, þingmaður, flokksins að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm myndu ná saman. „Mér finnst ekki tímabært að segja neitt til um það fyrr en við erum komin með eitthvað haldfast á borðið.“ Segir Katrín.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira