Benedikt stillir bjartsýni um gang viðræðna í hóf Anton Egilsson skrifar 10. desember 2016 20:44 Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar ganga betur en áður. Hann gengur þó ekki jafn langt og fulltrúar Pírata sem segja að yfirgnæfandi líkur séu á að flokkarnir nái saman. Flokkarnir fimm hittust á óformlegum stjórnarmyndunarfundi í dag og segir Benedikt að fundurinn hafi gengið vel. „Að því leyti gekk hann betur en margir aðrir að allir voru sammála um að nú værum við búin að ræða mikið í kringum málin og þyrftum að fá aðeins meiri texta á blað þannig að við vissum nákvæmlega hvar við stæðum.“ Hann segir þó að staðan sé enn sú að um óformlegar viðræður sé að ræða. „Ástæðan fyrir því að við höfum viljað halda þeim þannig er að við að minnsta kosti höfum verið tvisvar í viðræðum formlega og það gekk ekki upp. Menn hefðu kannski aðeins átt að fara sér aðeins hægar í því og reyna að sjá hvar munurinn lægi áður en þeir fóru í svona formlegar viðræður.“Flokkarnir jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegiFlokkarnir hófu í gær samtal um sjávarútvegsmál og segir Benedikt að flokkarnir séu jákvæðari nú en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það var nú vitað fyrir fram að fjórir flokkar af fimm eru jákvæðir fyrir leið af þessu tagi. Vinstri græn koma aðeins úr annarri átt og auðvitað verða þau að svara fyrir sig en maður skynjar það að það er einhver nálgun.“Tekur ekki jafn djúpt í árinni um gang viðræðna og Smári McCarthyBenedikt tekur þá ekki jafn djúpt í árinni og Smári McCarrthy, þingmaður Pírata, sem sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm næðu saman og eitthvað mikið þyrfti að fara úrskeiðis til þess að það gerðist ekki. „Þetta er náttúrulega þeirra mat og þau eru með stjórnarmyndunarumboðið. Ég hef verið í þessum sömu sporum í viðræðum fyrr í haust og í bæði skiptin var ég mjög bjartsýnn á að þetta myndi takast og svo rann það út í sandinn. Þannig kannski hefði ég einhvern tímann sagt að það væri 90 prósent líkur á að eitthvað tækist sem ekki tókst svo. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar ganga betur en áður. Hann gengur þó ekki jafn langt og fulltrúar Pírata sem segja að yfirgnæfandi líkur séu á að flokkarnir nái saman. Flokkarnir fimm hittust á óformlegum stjórnarmyndunarfundi í dag og segir Benedikt að fundurinn hafi gengið vel. „Að því leyti gekk hann betur en margir aðrir að allir voru sammála um að nú værum við búin að ræða mikið í kringum málin og þyrftum að fá aðeins meiri texta á blað þannig að við vissum nákvæmlega hvar við stæðum.“ Hann segir þó að staðan sé enn sú að um óformlegar viðræður sé að ræða. „Ástæðan fyrir því að við höfum viljað halda þeim þannig er að við að minnsta kosti höfum verið tvisvar í viðræðum formlega og það gekk ekki upp. Menn hefðu kannski aðeins átt að fara sér aðeins hægar í því og reyna að sjá hvar munurinn lægi áður en þeir fóru í svona formlegar viðræður.“Flokkarnir jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegiFlokkarnir hófu í gær samtal um sjávarútvegsmál og segir Benedikt að flokkarnir séu jákvæðari nú en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það var nú vitað fyrir fram að fjórir flokkar af fimm eru jákvæðir fyrir leið af þessu tagi. Vinstri græn koma aðeins úr annarri átt og auðvitað verða þau að svara fyrir sig en maður skynjar það að það er einhver nálgun.“Tekur ekki jafn djúpt í árinni um gang viðræðna og Smári McCarthyBenedikt tekur þá ekki jafn djúpt í árinni og Smári McCarrthy, þingmaður Pírata, sem sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm næðu saman og eitthvað mikið þyrfti að fara úrskeiðis til þess að það gerðist ekki. „Þetta er náttúrulega þeirra mat og þau eru með stjórnarmyndunarumboðið. Ég hef verið í þessum sömu sporum í viðræðum fyrr í haust og í bæði skiptin var ég mjög bjartsýnn á að þetta myndi takast og svo rann það út í sandinn. Þannig kannski hefði ég einhvern tímann sagt að það væri 90 prósent líkur á að eitthvað tækist sem ekki tókst svo.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira