Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2016 20:22 Íslensku strákarnir fagna sigri á EM í sumar. Vísir/EPA Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Þetta er annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem karlalandsliðið í fótbolta er valið lið ársins. Fótboltalandslið karla hafði betur í baráttu við kvennalandsliðið í fótbolta og karlalandsliðið í körfubolta sem voru einnig tilnefnd eftir að hafa lent í þremur efstu sætunum í kjöri meðlima Samtaka íþróttafréttamanna. Íslenska landsliðið hefur aldrei átt betra ár en 2016. Liðið sló í gegn á heimsvísu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar en það var fyrsta stórmót karlalandsliðsins frá upphafi. Liðið endaði síðan árið í 21. sæti á heimslista FIFA og hefur aldrei verið ofar. Íslensku strákarnir sendu Englendinga heim af EM í Frakklandi í júní og komust alla leið í átta liða úrslit keppninnar þar sem liðið varð að sætta sig við tap á móti gestgjöfum og verðandi silfurliði Frakka. Íslenska liðið tapaði aðeins einum af fimm leikjum sínum í keppninni og skoraði alls átta mörk á mótinu. Það voru aðeins þrjú landslið á mótinu sem skoruðu fleiri mörk að meðaltali í leik eða Frakkland, Belgía og Wales. Íslenska landsliðið hóf árið í 36. sæti á heimslista og hækkaði sig því um fimmtán sæti á árinu. Liðið endar árið langt fyrir ofan allar Norðurlandaþjóðirnar og jafnframt er Ísland ofar en Holland á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið setti líka nýtt met með því að spila alls sautján A-landsleiki á árinu, níu keppnisleiki og átta vináttulandsleiki. Gamla metið voru 13 leikir árið 1988. Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson spilaði flesta leiki á árinu eða 15 sem er einnig nýtt met.Lið ársins 2012-2016 Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna þann 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á liði ársins. Gjaldgeng eru lið, hvort sem er landslið eða félagslið, sem keppa í íþróttum sem eiga aðild að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. 2012 - Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 2013 - Karlalandslið Íslands í fótbolta 2014 - Karlalandslið Íslands í körfubolta 2015 - Karlalandslið Íslands í fótbolta 2016 - Karlalandslið Íslands í fótbolta Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Þetta er annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem karlalandsliðið í fótbolta er valið lið ársins. Fótboltalandslið karla hafði betur í baráttu við kvennalandsliðið í fótbolta og karlalandsliðið í körfubolta sem voru einnig tilnefnd eftir að hafa lent í þremur efstu sætunum í kjöri meðlima Samtaka íþróttafréttamanna. Íslenska landsliðið hefur aldrei átt betra ár en 2016. Liðið sló í gegn á heimsvísu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar en það var fyrsta stórmót karlalandsliðsins frá upphafi. Liðið endaði síðan árið í 21. sæti á heimslista FIFA og hefur aldrei verið ofar. Íslensku strákarnir sendu Englendinga heim af EM í Frakklandi í júní og komust alla leið í átta liða úrslit keppninnar þar sem liðið varð að sætta sig við tap á móti gestgjöfum og verðandi silfurliði Frakka. Íslenska liðið tapaði aðeins einum af fimm leikjum sínum í keppninni og skoraði alls átta mörk á mótinu. Það voru aðeins þrjú landslið á mótinu sem skoruðu fleiri mörk að meðaltali í leik eða Frakkland, Belgía og Wales. Íslenska landsliðið hóf árið í 36. sæti á heimslista og hækkaði sig því um fimmtán sæti á árinu. Liðið endar árið langt fyrir ofan allar Norðurlandaþjóðirnar og jafnframt er Ísland ofar en Holland á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið setti líka nýtt met með því að spila alls sautján A-landsleiki á árinu, níu keppnisleiki og átta vináttulandsleiki. Gamla metið voru 13 leikir árið 1988. Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson spilaði flesta leiki á árinu eða 15 sem er einnig nýtt met.Lið ársins 2012-2016 Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna þann 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á liði ársins. Gjaldgeng eru lið, hvort sem er landslið eða félagslið, sem keppa í íþróttum sem eiga aðild að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. 2012 - Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 2013 - Karlalandslið Íslands í fótbolta 2014 - Karlalandslið Íslands í körfubolta 2015 - Karlalandslið Íslands í fótbolta 2016 - Karlalandslið Íslands í fótbolta
Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira