Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Heimir Már Pétursson skrifar 28. desember 2016 18:32 Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. Miklar þreifingar eiga sér stað á bakvið tjöldin og þingflokkar bæði Bjartrar og Viðreisnar funduðu um stöðuna í dag. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa farið með veggjum í gær og í dag en þeir funduðu í gær um mögulega stjórnarmyndun þeirra. Þar lögðu Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar fram ákveðnar tillögur fyrir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins samkvæmt heimildum fréttastofunnar og bíða þeir enn viðbragða við þeim eftir því sem fréttastofan kemst næst. Þingflokkar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í sitthvoru lagi upp úr hádegi og bjóst Benedikt Jóhannesson fyrir þann fund við því að geta rætt við fréttamenn seinnipartinn í dag. En hann hefur hins vegar ekki enn gefið kost á viðtali og fátt hefur verið um svör frá honum sem og leiðtogum hinna flokkanna. Þá verjast þingmenn flokkanna þriggja allra frétta. Ljóst er að ólík stefna þessara flokka varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um framtíð viðræðna við Evrópusambandið sem og varðandi breytta stefnu við úthlutun veiðiheimilda er enn stærsta og erfiðasta ágreiningsefnið. Flokkarnir hafa hins vegar rætt saman áður fljótlega eftir kosningar og verið í þreifingum undanfarið og ættu því að vera farnir að þekkja sársaukamörk hvers annars varðandi málamiðlanir. Forseti Íslands hefur einu sinni áður í ferlinu að loknum kosningum ákveðið að veita engum einum umboð til myndunar ríkisstjórnar en spurningin er hversu mikil þolinmæði hans er nú ef ekki fer að skýrast á allra næstu dögum hvort þessir þrír flokkar geti náð saman. Hann gæti þá gripið til þess ráðs að veita einhverjum formanni formlega umboðið í þeirri von að nýtt stjórnarmynstur gæti komið fram. Eða þá að hann kannaði möguleika á að einhverjir flokkar væru til í að verja aðra flokka vantrausti í minnihlutastjórn. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. Miklar þreifingar eiga sér stað á bakvið tjöldin og þingflokkar bæði Bjartrar og Viðreisnar funduðu um stöðuna í dag. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa farið með veggjum í gær og í dag en þeir funduðu í gær um mögulega stjórnarmyndun þeirra. Þar lögðu Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar fram ákveðnar tillögur fyrir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins samkvæmt heimildum fréttastofunnar og bíða þeir enn viðbragða við þeim eftir því sem fréttastofan kemst næst. Þingflokkar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í sitthvoru lagi upp úr hádegi og bjóst Benedikt Jóhannesson fyrir þann fund við því að geta rætt við fréttamenn seinnipartinn í dag. En hann hefur hins vegar ekki enn gefið kost á viðtali og fátt hefur verið um svör frá honum sem og leiðtogum hinna flokkanna. Þá verjast þingmenn flokkanna þriggja allra frétta. Ljóst er að ólík stefna þessara flokka varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um framtíð viðræðna við Evrópusambandið sem og varðandi breytta stefnu við úthlutun veiðiheimilda er enn stærsta og erfiðasta ágreiningsefnið. Flokkarnir hafa hins vegar rætt saman áður fljótlega eftir kosningar og verið í þreifingum undanfarið og ættu því að vera farnir að þekkja sársaukamörk hvers annars varðandi málamiðlanir. Forseti Íslands hefur einu sinni áður í ferlinu að loknum kosningum ákveðið að veita engum einum umboð til myndunar ríkisstjórnar en spurningin er hversu mikil þolinmæði hans er nú ef ekki fer að skýrast á allra næstu dögum hvort þessir þrír flokkar geti náð saman. Hann gæti þá gripið til þess ráðs að veita einhverjum formanni formlega umboðið í þeirri von að nýtt stjórnarmynstur gæti komið fram. Eða þá að hann kannaði möguleika á að einhverjir flokkar væru til í að verja aðra flokka vantrausti í minnihlutastjórn.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49