Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 28. desember 2016 11:49 Formenn flokkanna þriggja sem eru í viðræðum. Vísir/Vilhelm/Anton Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. Líklegasta stjórnarmynstrið í stöðunni eins og hún er núna er þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að leiðtogar þessara flokka hafi átt fund í gær en sameiginlega hafa þessir þrír flokkar minnsta mögulega meirihluta á Alþingi eða 32 þingmenn. Staðan á taflborði stjórnmálanna hefur breyst eftir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fékk umboð til myndunar ríkisstjórnar fljótlega eftir kosningar og náði þá ekki saman með Viðreisn og Bjartri framtíð. Bjarni sagði að þeim viðræðum loknum að meirihluti þessara þriggja flokka stæði of tæpt miðað við mögulegan málefnagrunn þeirra. Síðan þá hafa bæði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Birgitta Jónsdóttir og viðræðuhópur hennar reynt að mynda fimm flokka ríkisstjórn án árangurs. Það eru því ekki margir leikir eftir í stöðunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti íslands sagði í viðtali við fréttastofu á föstudag að hann væri bjartsýnn á að stjórn yrði mynduð fljótlega og sagðist ekki vera farinn að íhuga utanþingsstjórn. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í gærdag og samkvæmt heimildum fréttastofu ætluðu þeir að funda aftur fyrir hádegi í dag. Enn eru það sjávarútvegs- og evrópumálin sem reynast erfiðust í viðræðum flokkanna en eins og staðan er nú hlýtur viljinn til að gefa eftir að hafa aukist, vilji menn á annað borð mynda starfhæfa ríkisstjórn. Sumir fullyrða aðformennirnir séu langt komnir með að landa samkomulagi og muni jafnvel ganga á fund forseta í dag eða á morgun. Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. Líklegasta stjórnarmynstrið í stöðunni eins og hún er núna er þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að leiðtogar þessara flokka hafi átt fund í gær en sameiginlega hafa þessir þrír flokkar minnsta mögulega meirihluta á Alþingi eða 32 þingmenn. Staðan á taflborði stjórnmálanna hefur breyst eftir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fékk umboð til myndunar ríkisstjórnar fljótlega eftir kosningar og náði þá ekki saman með Viðreisn og Bjartri framtíð. Bjarni sagði að þeim viðræðum loknum að meirihluti þessara þriggja flokka stæði of tæpt miðað við mögulegan málefnagrunn þeirra. Síðan þá hafa bæði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Birgitta Jónsdóttir og viðræðuhópur hennar reynt að mynda fimm flokka ríkisstjórn án árangurs. Það eru því ekki margir leikir eftir í stöðunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti íslands sagði í viðtali við fréttastofu á föstudag að hann væri bjartsýnn á að stjórn yrði mynduð fljótlega og sagðist ekki vera farinn að íhuga utanþingsstjórn. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í gærdag og samkvæmt heimildum fréttastofu ætluðu þeir að funda aftur fyrir hádegi í dag. Enn eru það sjávarútvegs- og evrópumálin sem reynast erfiðust í viðræðum flokkanna en eins og staðan er nú hlýtur viljinn til að gefa eftir að hafa aukist, vilji menn á annað borð mynda starfhæfa ríkisstjórn. Sumir fullyrða aðformennirnir séu langt komnir með að landa samkomulagi og muni jafnvel ganga á fund forseta í dag eða á morgun.
Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira