Ímynda mér að ég hafi leikið þetta áður Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. desember 2016 16:45 Auður Aradóttir, fer með hlutverk Sölku Völku þegar hún er lítil. Vísir/Eyþór „Það er náttúrulega dásamlegt að fylgjast með henni og hlýða henni yfir texta sem ég fór sjálf með. Ég hef ekkert séð af sýningunni en hún nýtur þess að vera í leikhúsinu. Það er auðvitað öryggi í því að þekkja þetta umhverfi og vita af henni í góðum höndum,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, spurð að því hvernig henni finnst að fylgjast með dóttir sinni leika í Sölku Völku sem frumsýnd verður 30. desember í Borgarleikhúsinu. Fyrir tíu árum fór Ilmur með hlutverk Sölku í sýningunni, og var þá ólétt af Auði. „Ég man að ég komst að því að ég var ólétt sama dag og Bessi Bjarnason var jarðaður. Við vorum tiltölulega nýbyrjuð að æfa og ég sagði ekki frá óléttunni fyrr en eftir frumsýningu. Þá hafði komið í ljós að Halldóra Geirharðs sem lék mömmu mína var líka ólétt. Við lékum þetta þangað til ég var komin fimm mánuði á leið og sá þá töluvert á mér. Edda Heiðrún leikstýrði sýningunni og hún vildi eigna sér þessa frjósemi og hún mátti það alveg,“ segir Ilmur. Ilmur hefur aðstoðað Auði með hlutverkið og hefur getað frætt dóttur sína um Sölku, enda þekkir hún vel þessa miklu og sterku persónu sem hún er. „Það er mjög skemmtilega tilhugsun, að mamma hafi verið með mig í maganum þegar hún lék Sölku Völku. Þá get ég svona eiginlega ímyndað mér að ég hafi leikið þetta áður. Þó svo að ég hafi ekki gert það þá var ég einhvern veginn á staðnum. Mamma hefur líka hjálpað mér mikið með hlutverkið, sagt mér hvernig Salka Valka er og svoleiðis,“ segir Auður Aradóttir. Salka Valka er hetjusaga ungrar stúlku sem brýst úr fátækt og fáfræði og nær að verða mikils metinn þjóðfélagsþegn af eigin rammleik með seiglu og einbeittum vilja. „Salka er ákveðin, sterk og hugrökk. Hún býr með mömmu sinni og svolítið skrítnum og erfiðum manni og þess vegna er hún mjög hugrökk. Hún lítur ekki upp til hans því að hann er oft mikið fullur,“ segir Auður.Leikhúsmæðgurnar Ilmur og Auður. Mynd/Ilmur.Æfingar standa sem hæst hjá leikhópnum þessa dagana og er því nóg um að vera hjá Auði í leikhúsinu. „Mér finnst æfingarnar ganga bara nokkuð vel og ég er orðin mjög spennt fyrir frumsýningunni. Ég og Júlía, stelpan sem leikur hlutverkið á móti mér, bíðum mikið á æfingum því að við erum ekki á sviðinu allan tímann. En það er mjög gaman því að við Júlía erum góðar vinkonur og finnum okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera,“ útskýrir Auður. En er ekkert erfitt fyrir tíu ára stelpu að æfa svona mikið og lengi? „Þetta er eiginlega bara gaman, þó það sé stundum erfitt að hafa svona mikið að gera. Svo finnst mér líka mjög áhugavert að leika svona fátæka stelpu sem þarf mikið að hjálpa mömmu sinni með alls konar,“ segir Auður. Auður hefur þó nokkra reynslu í leiklistarbransanum en hún hefur komið fram í þáttunum Stelpurnar okkar frá því hún var lítil stelpa, og auk þess lék hún stórt hlutverk í kvikmyndinni Eiðnum, sem sló rækilega í gegn á árinu. „Það er allt öðruvísi að leika í bíómynd en að leika á sviði, ef maður ruglast í bíómynd þá er það bara tekið aftur. En ef maður ruglast í leikhúsinu þarf maður bara að bjarga sér. Mér finnst líka aðeins skemmtilegra að fá að leika fyrir framan fólk og sjá fólkið sem ég er að leika fyrir,“ segir hún spennt. Ætlar þú að verða leikkona þegar þú verður stór? „Já, ég ætla að vera leikkona þegar ég verð stór, af því að mér finnst mjög gaman að leika,“ segir Auður. Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það er náttúrulega dásamlegt að fylgjast með henni og hlýða henni yfir texta sem ég fór sjálf með. Ég hef ekkert séð af sýningunni en hún nýtur þess að vera í leikhúsinu. Það er auðvitað öryggi í því að þekkja þetta umhverfi og vita af henni í góðum höndum,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, spurð að því hvernig henni finnst að fylgjast með dóttir sinni leika í Sölku Völku sem frumsýnd verður 30. desember í Borgarleikhúsinu. Fyrir tíu árum fór Ilmur með hlutverk Sölku í sýningunni, og var þá ólétt af Auði. „Ég man að ég komst að því að ég var ólétt sama dag og Bessi Bjarnason var jarðaður. Við vorum tiltölulega nýbyrjuð að æfa og ég sagði ekki frá óléttunni fyrr en eftir frumsýningu. Þá hafði komið í ljós að Halldóra Geirharðs sem lék mömmu mína var líka ólétt. Við lékum þetta þangað til ég var komin fimm mánuði á leið og sá þá töluvert á mér. Edda Heiðrún leikstýrði sýningunni og hún vildi eigna sér þessa frjósemi og hún mátti það alveg,“ segir Ilmur. Ilmur hefur aðstoðað Auði með hlutverkið og hefur getað frætt dóttur sína um Sölku, enda þekkir hún vel þessa miklu og sterku persónu sem hún er. „Það er mjög skemmtilega tilhugsun, að mamma hafi verið með mig í maganum þegar hún lék Sölku Völku. Þá get ég svona eiginlega ímyndað mér að ég hafi leikið þetta áður. Þó svo að ég hafi ekki gert það þá var ég einhvern veginn á staðnum. Mamma hefur líka hjálpað mér mikið með hlutverkið, sagt mér hvernig Salka Valka er og svoleiðis,“ segir Auður Aradóttir. Salka Valka er hetjusaga ungrar stúlku sem brýst úr fátækt og fáfræði og nær að verða mikils metinn þjóðfélagsþegn af eigin rammleik með seiglu og einbeittum vilja. „Salka er ákveðin, sterk og hugrökk. Hún býr með mömmu sinni og svolítið skrítnum og erfiðum manni og þess vegna er hún mjög hugrökk. Hún lítur ekki upp til hans því að hann er oft mikið fullur,“ segir Auður.Leikhúsmæðgurnar Ilmur og Auður. Mynd/Ilmur.Æfingar standa sem hæst hjá leikhópnum þessa dagana og er því nóg um að vera hjá Auði í leikhúsinu. „Mér finnst æfingarnar ganga bara nokkuð vel og ég er orðin mjög spennt fyrir frumsýningunni. Ég og Júlía, stelpan sem leikur hlutverkið á móti mér, bíðum mikið á æfingum því að við erum ekki á sviðinu allan tímann. En það er mjög gaman því að við Júlía erum góðar vinkonur og finnum okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera,“ útskýrir Auður. En er ekkert erfitt fyrir tíu ára stelpu að æfa svona mikið og lengi? „Þetta er eiginlega bara gaman, þó það sé stundum erfitt að hafa svona mikið að gera. Svo finnst mér líka mjög áhugavert að leika svona fátæka stelpu sem þarf mikið að hjálpa mömmu sinni með alls konar,“ segir Auður. Auður hefur þó nokkra reynslu í leiklistarbransanum en hún hefur komið fram í þáttunum Stelpurnar okkar frá því hún var lítil stelpa, og auk þess lék hún stórt hlutverk í kvikmyndinni Eiðnum, sem sló rækilega í gegn á árinu. „Það er allt öðruvísi að leika í bíómynd en að leika á sviði, ef maður ruglast í bíómynd þá er það bara tekið aftur. En ef maður ruglast í leikhúsinu þarf maður bara að bjarga sér. Mér finnst líka aðeins skemmtilegra að fá að leika fyrir framan fólk og sjá fólkið sem ég er að leika fyrir,“ segir hún spennt. Ætlar þú að verða leikkona þegar þú verður stór? „Já, ég ætla að vera leikkona þegar ég verð stór, af því að mér finnst mjög gaman að leika,“ segir Auður.
Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira