Ekkert hlutverk sem ég hef sungið jafnoft Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. desember 2016 10:30 Benedikt er kominn úr stórborginni Berlín í hið kyrrláta umhverfi í Skálholti þar sem hann heldur jól með sínum nánustu og ætlar að ganga í það heilaga á gamlársdag. Mynd/Bóas Kristjánsson Það er ekkert hlutverk sem ég hef sungið eins oft og þetta,“ segir Benedikt Kristjánsson tenór um hlutverk guðspjallamannsins sem hann túlkar þegar Jólaóratóría Bachs verður flutt í Hallgrímskirkju á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Hann nefnir Þýskaland, Sviss, Austurríki, Holland og Noreg sem dæmi um lönd sem hann hefur sungið það í og kveðst fara á næsta ári til Bandaríkjanna sömu erinda. Síðustu ár hefur hann líka yfirleitt sungið það á Íslandi þegar Jólaóratórían er flutt. Nú verður Benedikt meðal annarra glæsilegra íslenskra einsöngvara af yngri kynslóðinni, þeirra Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur sópran, Hildigunnar Einarsdóttur alt og Fjölnis Ólafssonar bassa. Þau þrjú tilheyra öll Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju sem lýkur 20 ára afmælisfagnaði sínum með flutningi óratóríunnar og ekki má gleyma að geta Alþjóðlegu barokksveitarinnar í Hallgrímskirkju með konsertmeistarann Tuomo Suni. Það er að sjálfsögðu Hörður Áskelsson, kantor Hallgrímskirkju, sem stjórnar herlegheitunum. Benedikt hefur slegið í gegn sem guðspjallamaður í passíum J.S. Bach og öðrum óratóríum víða um Evrópu og er nú eftirsóttur um allan heim. Spurður hvort rödd hans sé einstök á heimsvísu svarar hann „Ja, ég get ekki notað þau orð um sjálfan mig, það væri gaman ef einhver annar mundi segja þau. Ég vandist því að hlusta á tónlist Bachs heima hjá mér frá barnæsku og var því búinn að kynnast henni áður en ég byrjaði að syngja. Um leið og ég hóf söngnám var ég nokkuð viss um að hún yrði það sem ég fengist við í framtíðinni.“ Benedikt lauk námi við tónlistarháskólann í Berlín í júlí 2015 með fyrstu ágætiseinkunn og þótt hann teljist ungur í sínum bransa, fæddur 1987, á hann þegar glæstan feril og hefur unnið með mörgum virtum stjórnendum. Árið 2011 hlaut hann 1. verðlaun í alþjóðlegri Bach-söngkeppni í Greifswald og líka verðlaun áheyrenda og fékk einnig áheyrendaverðlaunin í alþjóðlegu Bach-keppninni í Leipzig sumarið 2012. Hann var líka valinn Söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum 2016.Schola cantorum stendur fyrir sannkallaðri barokksveiflu í Hallgrímskirkju næsta fimmtudag og föstudag.Nú býr Benedikt í Berlín, með unnustunni Angelu Árnadóttur, ungri dóttur og stjúpsyni og segir þá borg góðan stað fyrir söngvara enda mikið að gerast í klassísku tónlistarsenunni í Þýskalandi og líka í Hollandi. „Ég er að syngja á yfir 20 tónleikum í Hollandi á næsta ári og þangað er tiltölulega stutt að fara frá Berlín,“ útskýrir hann. Skálholt eru gamlar heimaslóðir Benedikts. Þangað er hann kominn til að halda jól með sínum nánustu, foreldrar hans eru Margrét Bóasdóttir söngkona og séra Kristján Valur Ingólfsson. Svo ætla þau Benedikt og Angela líka að ganga í það heilaga á gamlársdag í sjálfri Skálholtsdómkirkju. „Pabbi ætlar að gefa okkur saman og líka sjá um að steikja lærin fyrir veisluna. Hann verður því í stóru hlutverki þennan dag en fær víst lítið borgað,“ segir Benedikt hlæjandi. Eftir áramótin verður tekinn upp söngur Benedikts með Karlakórnum Fóstbræðrum í lögum sem hljómuðu á hundrað ára afmælistónleikum kórsins fyrir nokkrum vikum. Svo flýgur hann til Berlínar og er bókaður í Stuttgart og Pittsburg í mars en í apríl er komið að tónleikaferðalagi um Bandaríkin þar sem hann mun meðal annars syngja hlutverk guðspjallamannsins í Jóhannesarpassíu Bachs á tónleikum í Walt Disney Hall í Los Angeles. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. desember 2016 Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það er ekkert hlutverk sem ég hef sungið eins oft og þetta,“ segir Benedikt Kristjánsson tenór um hlutverk guðspjallamannsins sem hann túlkar þegar Jólaóratóría Bachs verður flutt í Hallgrímskirkju á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Hann nefnir Þýskaland, Sviss, Austurríki, Holland og Noreg sem dæmi um lönd sem hann hefur sungið það í og kveðst fara á næsta ári til Bandaríkjanna sömu erinda. Síðustu ár hefur hann líka yfirleitt sungið það á Íslandi þegar Jólaóratórían er flutt. Nú verður Benedikt meðal annarra glæsilegra íslenskra einsöngvara af yngri kynslóðinni, þeirra Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur sópran, Hildigunnar Einarsdóttur alt og Fjölnis Ólafssonar bassa. Þau þrjú tilheyra öll Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju sem lýkur 20 ára afmælisfagnaði sínum með flutningi óratóríunnar og ekki má gleyma að geta Alþjóðlegu barokksveitarinnar í Hallgrímskirkju með konsertmeistarann Tuomo Suni. Það er að sjálfsögðu Hörður Áskelsson, kantor Hallgrímskirkju, sem stjórnar herlegheitunum. Benedikt hefur slegið í gegn sem guðspjallamaður í passíum J.S. Bach og öðrum óratóríum víða um Evrópu og er nú eftirsóttur um allan heim. Spurður hvort rödd hans sé einstök á heimsvísu svarar hann „Ja, ég get ekki notað þau orð um sjálfan mig, það væri gaman ef einhver annar mundi segja þau. Ég vandist því að hlusta á tónlist Bachs heima hjá mér frá barnæsku og var því búinn að kynnast henni áður en ég byrjaði að syngja. Um leið og ég hóf söngnám var ég nokkuð viss um að hún yrði það sem ég fengist við í framtíðinni.“ Benedikt lauk námi við tónlistarháskólann í Berlín í júlí 2015 með fyrstu ágætiseinkunn og þótt hann teljist ungur í sínum bransa, fæddur 1987, á hann þegar glæstan feril og hefur unnið með mörgum virtum stjórnendum. Árið 2011 hlaut hann 1. verðlaun í alþjóðlegri Bach-söngkeppni í Greifswald og líka verðlaun áheyrenda og fékk einnig áheyrendaverðlaunin í alþjóðlegu Bach-keppninni í Leipzig sumarið 2012. Hann var líka valinn Söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum 2016.Schola cantorum stendur fyrir sannkallaðri barokksveiflu í Hallgrímskirkju næsta fimmtudag og föstudag.Nú býr Benedikt í Berlín, með unnustunni Angelu Árnadóttur, ungri dóttur og stjúpsyni og segir þá borg góðan stað fyrir söngvara enda mikið að gerast í klassísku tónlistarsenunni í Þýskalandi og líka í Hollandi. „Ég er að syngja á yfir 20 tónleikum í Hollandi á næsta ári og þangað er tiltölulega stutt að fara frá Berlín,“ útskýrir hann. Skálholt eru gamlar heimaslóðir Benedikts. Þangað er hann kominn til að halda jól með sínum nánustu, foreldrar hans eru Margrét Bóasdóttir söngkona og séra Kristján Valur Ingólfsson. Svo ætla þau Benedikt og Angela líka að ganga í það heilaga á gamlársdag í sjálfri Skálholtsdómkirkju. „Pabbi ætlar að gefa okkur saman og líka sjá um að steikja lærin fyrir veisluna. Hann verður því í stóru hlutverki þennan dag en fær víst lítið borgað,“ segir Benedikt hlæjandi. Eftir áramótin verður tekinn upp söngur Benedikts með Karlakórnum Fóstbræðrum í lögum sem hljómuðu á hundrað ára afmælistónleikum kórsins fyrir nokkrum vikum. Svo flýgur hann til Berlínar og er bókaður í Stuttgart og Pittsburg í mars en í apríl er komið að tónleikaferðalagi um Bandaríkin þar sem hann mun meðal annars syngja hlutverk guðspjallamannsins í Jóhannesarpassíu Bachs á tónleikum í Walt Disney Hall í Los Angeles. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. desember 2016
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira