Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. desember 2016 07:00 Víðtæk leit stóð yfir í gær að Anis Amri, 24 ára gömlum Túnismanni sem talinn er hafa myrt tólf manns og sært nærri 50 í Berlín á mánudaginn, þegar hann ók 25 tonna flutningabifreið inn í mannfjöldann á jólamarkaði á Breitscheid-torgi. Faðir hans segir í viðtali við breska dagblaðið The Times að hann hafi komist í kynni við öfgamenn, sem fengu hann á sitt band, meðan hann sat í fangelsi á Ítalíu. Þýsk yfirvöld höfðu fylgst með honum vegna gruns um að hann gæti reynt að fremja hryðjuverk. Upplýsingar úr samtölum við öfgapredikara höfðu leitt í ljós að hann hafði sagst reiðubúinn til að fremja sjálfsvígsárás. Eftirlitinu með honum var hins vegar hætt vegna skorts á sönnunargögnum. Það strandaði á pappírum frá Túnis til staðfestingar á því að hann væri þaðan.Þessir pappírar bárust þýskum stjórnvöldum loks á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir árásina í Berlín. Fjölskylda hans býr í Túnis, í bænum Ouslatia, og er í áfalli vegna fréttanna. „Þegar ég sá myndina af bróður mínum í fréttum þá trúði ég ekki eigin augum,“ sagði bróðir hans í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „En ef hann er sekur þá á hann alla fordæmingu skilda. Við afneitum hryðjuverkum og hryðjuverkamönnum, við höfum engin samskipti við hryðjuverkamenn.“ Systir hans segir að hann hafi aldrei gefið neitt í skyn um að eitthvað væri að: „Við vorum alltaf í sambandi á Facebook og hann var alltaf brosandi og kátur. Ég sá þessa mynd fyrst og það var mikið áfall. Ég trúi því ekki að bróðir minn geti gert svona nokkuð.“ Anis Amri sótti um hæli í Þýskalandi í apríl á þessu ári, þóttist þá vera frá Egyptalandi. Umsókninni var hafnað í júní, en ekki var hægt að senda hann strax til Túnis vegna þess að nauðsynleg skilríki skorti. Amri er sagður hafa forðað sér frá Túnis þegar uppreisn braust þar út árið 2011, en þar í landi átti hann yfir höfði sér fangelsisdóm. Amri hélt fyrst til Ítalíu og komst þar fljótlega í kast við lögin, var dæmdur í fangelsi fyrir íkveikju og rán. Hann sat þar fjögur ár í fangelsi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Víðtæk leit stóð yfir í gær að Anis Amri, 24 ára gömlum Túnismanni sem talinn er hafa myrt tólf manns og sært nærri 50 í Berlín á mánudaginn, þegar hann ók 25 tonna flutningabifreið inn í mannfjöldann á jólamarkaði á Breitscheid-torgi. Faðir hans segir í viðtali við breska dagblaðið The Times að hann hafi komist í kynni við öfgamenn, sem fengu hann á sitt band, meðan hann sat í fangelsi á Ítalíu. Þýsk yfirvöld höfðu fylgst með honum vegna gruns um að hann gæti reynt að fremja hryðjuverk. Upplýsingar úr samtölum við öfgapredikara höfðu leitt í ljós að hann hafði sagst reiðubúinn til að fremja sjálfsvígsárás. Eftirlitinu með honum var hins vegar hætt vegna skorts á sönnunargögnum. Það strandaði á pappírum frá Túnis til staðfestingar á því að hann væri þaðan.Þessir pappírar bárust þýskum stjórnvöldum loks á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir árásina í Berlín. Fjölskylda hans býr í Túnis, í bænum Ouslatia, og er í áfalli vegna fréttanna. „Þegar ég sá myndina af bróður mínum í fréttum þá trúði ég ekki eigin augum,“ sagði bróðir hans í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „En ef hann er sekur þá á hann alla fordæmingu skilda. Við afneitum hryðjuverkum og hryðjuverkamönnum, við höfum engin samskipti við hryðjuverkamenn.“ Systir hans segir að hann hafi aldrei gefið neitt í skyn um að eitthvað væri að: „Við vorum alltaf í sambandi á Facebook og hann var alltaf brosandi og kátur. Ég sá þessa mynd fyrst og það var mikið áfall. Ég trúi því ekki að bróðir minn geti gert svona nokkuð.“ Anis Amri sótti um hæli í Þýskalandi í apríl á þessu ári, þóttist þá vera frá Egyptalandi. Umsókninni var hafnað í júní, en ekki var hægt að senda hann strax til Túnis vegna þess að nauðsynleg skilríki skorti. Amri er sagður hafa forðað sér frá Túnis þegar uppreisn braust þar út árið 2011, en þar í landi átti hann yfir höfði sér fangelsisdóm. Amri hélt fyrst til Ítalíu og komst þar fljótlega í kast við lögin, var dæmdur í fangelsi fyrir íkveikju og rán. Hann sat þar fjögur ár í fangelsi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira