Fer yfir barna- og unglingabækurnar þessi jólin Magnús Guðmundson skrifar 22. desember 2016 10:30 Brynhildur Þórarinsdóttir, forstöðukona Barnabókasetursins við Háskólann á Akureyri segir að afnám virðisauka á bækur væri mikilvægur liður í að bæta aðgegni barna að bókum. Fréttablaðið/Auðunn Allt of lítið hefur farið fyrir barna- og unglingabókum í umræðunni í kringum jólabókaflóðið í ár. Ein af þeim sem fylgjast þó flestum betur með þessari útgáfu er Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún veitir Barnabókasetri – rannsóknasetri um barnabókmenntir og lestur barna forstöðu. Brynhildur segir að Barnabókasetrið hafi verið stofnað fyrir bráðum fimm árum og að því standi Háskólinn á Akureyri, Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri, en svo eiga einnig aðild að þessu Rithöfundasambandið og Samtök barna- og unglingabókahöfunda, IBBY og Félag fagfólks á skólasöfnum. „Þetta er batterí sem vinnur að því að auka áhuga á barna lestri og breyta orðræðunni um lestur barna.“Á réttri leið Brynhildur segir að starfsemin hafi gengið ágætlega. „En þetta er eilífðarverkefni og erfitt að því leyti að við erum ekki bara að glíma við að efla áhuga barnanna á lestri, heldur þurfum við að fá fjölskyldurnar til að lesa meira vegna þess að börn einfaldlega endurspegla lestrarvenjurnar heima fyrir. Svo erum við auðvitað að glíma við stóra samfélagslega vandamálið, sem er mun stærra en lestur, og það er sú litla og oft neikvæða athygli sem unga fólkið fær almennt. Lestur barna, og þar með barnabækur, fær sáralitla athygli nema þegar hægt er að slá upp neikvæðum fréttum og fárast yfir stöðunni. Með því að vera alltaf að fókusa á lestur sem vandamál og að krakkarnir lesi ekki nóg og strákarnir lesi ekki neitt þá erum við að festa okkur í orðræðu sem kemur aldrei til með að skila árangri. Það byrjar enginn unglingsstrákur að lesa við það að honum er sagt að strákar lesi ekki neitt, það bara sannfærir hann um að hann eigi að hunsa lestur. Með þessari neikvæðu nálgun erum við að gleyma því að langstærstur hluti barna og unglinga les bækur, þótt ekki lesi allir daglega. Við tökum þátt í stórri evrópskri rannsókn sem er gerð í hátt í fjörutíu löndum á fjögurra ára fresti og hún sýnir að lestur íslenskra krakka í 10. bekk hefur aukist umtalsvert. Á síðustu tólf árum hafa strákarnir t.d. farið úr 33 prósentum sem lesa aldrei niður í 23 prósent og það er mjög góður árangur. Auðvitað þurfa fleiri strákar að lesa bækur en þetta sýnir okkur að við erum á réttri leið. Það eru þrátt fyrir allt þrír af hverjum fjórum sem lesa sér til gamans. Það sem maður finnur sem rithöfundur og fræðimaður er þetta gríðarlega mikla starf sem unnið hefur verið af kennurum um allt land á síðustu árum til þess að efla lestur. Kennarar hafa fundið fyrir minnkandi áhuga og það er langt síðan þeir byrjuðu að streitast á móti og reyna að fá krakkana til þess að lesa meira. Þetta hefur skilað heilmiklum árangri og svo auðvitað þessi lestrarátök eins og Ævars vísindamanns og sitthvað fleira.“Krakkar hvetja krakka Ef horft er á jólabókaflóðið sem slíkt þá leynir sér ekki að þessi mikla útgáfa á svo stuttum tíma skapar ákveðið vandamál. Fjölmiðlum gengur illa að sinna því hlutverki sínu að fjalla um bækur og þá gerast hlutir eins og það að barna- og unglingabækur detta of mikið út af radarnum. „Já, það er vandamál hversu litla athygli barna- og unglingabækur fá og þá er oft brugðist við með því að moka nokkrum saman til umfjöllunar í eina opnu eða einn þátt til þess að reyna að ná aðeins utan um þetta. Þar er ekki alltaf dýptinni fyrir að fara.“ Það vantar líka vettvang þar sem krakkarnir sjálfir fá að tjá sig og við höfum aðeins verið að prófa okkur áfram með það á Barnabókasetrinu. Við erum nú þriðja árið í röð með myndbandasamkeppnina Siljuna þar sem krakkar skila inn myndböndum um nýjar bækur og þar fá þau tækifæri til þess að tjá sig með sínum hætti. Það skiptir alveg gríðarlega máli að við notum krakkana til þess að smita aðra krakka af lestrarbakteríunni og að þetta sé ekki alltaf bara við fullorðna fólkið að hamast í þeim. Að þau sjái aðra krakka lesa og þetta verði þannig spennandi tómstundagaman.“Fyrir yngstu börnin Brynhildur segir að það sé fullt af flottum barna- og unglingabókum þessi jólin og það ættu allir að geta fundið eitthvað fyrir sína krakka að lesa. „Ef við byrjum á litlu krökkunum þá eru spennandi íslenskar bækur. Fyrstu árin eftir hrun lét útgáfa íslenskra myndabóka fyrir yngstu börnin soldið á sjá en þetta er að lagast. Ég vil nefna sérstaklega Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur með tvær mjög áhugaverðar bækur, annars vegar er það Búðarferðin sem hún vinnur með Ósk Ólafsdóttur. Hún er mjög skemmtileg, bæði sagan og persónan Blær sem við vitum ekki hvort er stelpa eða strákur, það skiptir yngsta aldurinn engu máli. Hins vegar er það svo Besta bílabókin sem maður dregur út eins og harmóníku og þá verður hún að þessari fínu risastóru bílabraut. Svo fylgja bílar, kallar og verkfæri og alls konar skemmtilegt. Þetta er á mörkum þess að vera bók eða leikfang en sem slík er hún líka tilvalin til þess að kveikja áhuga. Svo finnst mér líka spennandi og skemmtilega óvænt að Stefán Máni er með Prinsessubók en það er oft merkilega stutt á milli sakamálasagna og barnabókmennta. Svo staldraði ég líka við Bókina hans Breka, sem er skemmtileg fígúra sem langar til þess að vera sögupersóna í bók. Eins er nú ekki hægt að tala um þessar bækur án þess að minnast á Sigrúnu Eldjárn og hennar framlag í gegnum árin. Hún á alltaf nokkrar bækur í hverju flóði, nú er það stelpa sem er sönn ofurhetja. Svo er Kuggur hennar alltaf jafn vinsæll hjá yngstu krökkunum. En fjöldinn er hins vegar í þýddu bókunum í þessum flokki og þar eru ýmsar fallegar og skemmtilegar bækur eins og Bangsi litli í sumarsól, risastór og flott bók. Þannig að það er af ýmsu að taka fyrir minnstu bókaormana.“Yngstu lesendurnir Brynhildur segir að það sé hins vegar alls ekki eins gott úrval fyrir þessi nýlæsu börn, á aldrinum sex til átta ára. „Þau eru orðin læs en ráða ekki við mikinn texta. Þarna vantar efni. Bókabeitukonur sinna þessum hópi með bókum eins og Amma óþekka og Afi sterki sem eru svona hæfilega langar, en þar fyrir utan er helst að finna þýddar kiljur. Ég get t.d. nefnt Binnu B. Bjarna og Skúla skelfi sem þykja mjög skemmtileg. Þessar kiljur eru margar hverjar fínar en það dugar ekki til. Ég er sjálf með sjö ára stelpu og er satt best að segja soldið í vanda með að finna handa henni lesefni. Þetta er vandamál þar sem þetta er mikilvægur aldur og þau vilja líka fá bækur sem líta út fyrir að vera alvöru. Þetta þurfa að vera fallegar og hæfilega myndskreyttar bækur og það má hafa í huga að þau ráða ekki við þær bækur sem eru ætlaðar aðeins eldri krökkum. Þarna eru þau hvað mest opin og móttækileg og það þarf að nýta það.Úrval fyrir eldri krakka Fyrir aðeins eldri krakka þá verð ég að fá að nefna fyrst þýddar bækur því bækurnar hans Davids Walliams eru alveg dásamlegar. Öllum finnst hann jafn skemmtilegur og þar er ný bók sem heitir Vonda frænkan og ég bíð spennt eftir að lesa hana. En svo er auðvitað Þín eigin hrollvekja, þessi bókaflokkur hans Ævars hefur slegið í gegn og á það alveg skilið. Þetta er ekta hrollvekja og það þarf helst að lesa hana með þeim yngstu. Það eru vampírur, draugar og uppvakningar þannig að það er ekki alltaf hægt að lesa hana fyrir háttinn. En bókin hans Þorgríms sem gerist á EM í sumar er líka áhugaverð. Svo eru líka bækur sem henta sérstaklega vel fyrir þá sem eru að nálgast unglingsárin en það eru Pabbi prófessor, eftir Gunnar Helgason, en fyrri bókin Mamma klikk var virkilega fín. Það er svo frábært með Gunnar að hann er ekki bara fyndinn og vinsæll heldur er líka bit í bókunum hans. Þetta eru bækur sem fá börnin til að hugsa og hann hreyfir við málum sem fáir eða engir aðrir eru að nefna. En svo vil ég líka nefna Doddi: Bók sannleikans, eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur. Þetta eru virkilega fyndnar og skemmtilegar bækur. En svo er líka gaman að sjá að teiknimyndasögurnar eru að koma aftur. Gormur, Svalur og Valur, Lukku-Láki og fleiri skemmtilegar bækur sem er frábært að sjá aftur í hillunum. Teiknimyndasögur eru svo frábær leið til þess að fá krakka til þess að fá áhuga á lestri. Eins er gaman að sjá Goðheimabækurnar sem brúa bilið á milli teiknimyndasögunnar og norræna arfsins. Og talandi um arfinn þá eru tvær spennandi bækur þar. Annars vegar bók Bjarka Karlssonar Sögur úr norrænni goðafræði og svo Úlfur og Edda eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Það er bæði skemmtilegt og mikilvægt að það sé verið að vinna með þennan arf.“Fróðleikur og ungmenni Brynhildur segir að það sé líka mikilvægt að skoða bækur sem heyra undir fræði og almennt efni og að þar sé hún sérstaklega ánægð með fótboltabækurnar hans Illuga Jökulssonar. „Það er frábært að þar sé verið að sinna bæði fótboltakonum og -körlum. Svo eru líka margir krakkar sem hafa gaman af því að grúska frekar en að lesa sögur og þá má benda á Íslandsbók barnanna sem er sérdeilis falleg bók, bókina hans Vísinda-Villa Skynjun og skynvillur, Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna eftir Sævar Helga Bragason og fleira skemmtilegt.“ Brynhildur segir að það séu of fáar bækur í jólabókaflóðinu sem séu sérstaklega ætlaðar ungmennum en engu að síður virðist þeim vera að fjölga svona hægt og rólega á milli ára. „Þar eru fantasíurnar í miklum meirihluta en það eru miklar tískusveiflur í þessum flokki og einhverra hluta vegna eru allir að gefa út fantasíur núna. Þær eru reyndar margar virkilega fínar eins og sögurnar hennar Hildar Knútsdóttur, hryllingssögur sem við sáum í myndbandasamkeppninni okkar að eru mjög vinsælar. Í fyrra var það Vetrarfrí og núna er það Vetrarhörkur. Svo er það auðvitað líka Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Emil Hjörvar Petersen, Þorgrímur Kári Snævarr og margir með fínar fantasíur. Svo heldur Davíð Þór Jónsson áfram með Mórúnu sem er mjög flott söguhetja. En það er lítið sem ekkert raunsæi fyrir ungmenni og því má ég til með að nefna eina þýdda bók sem heitir Annað land. Þar segir frá fjórtán ára strák sem hefur flúið vegna borgarastyrjaldar og þetta gefur ákveðna hugmynd um það sem margir hafa upplifað og krakkarnir eru jafnvel að kynnast í skólanum með nýjum bekkjarfélögum.“VSK-vandinn Heilt yfir finnst Brynhildi að þróunin sé að tosast í rétta átt og bókaútgáfan merkilega spræk miðað við það umhverfi sem henni er búið. „Ég mundi vilja sjá fleiri ungmennabækur og bækur fyrir þessi nýlæsu en þetta er viðkvæmur bransi. Allt helst þetta í hendur; útgáfa, lestur, árangur í lesskilningi, verðlagning bóka, aðstæður höfunda o.s.frv. Allt er þetta nátengt.“ En áttu ráð um það hvernig er helst að fá börn til þess að lesa meira? „Fyrst og fremst með jákvæðri hvatningu og því að vera góðar fyrirmyndir. Lesa fyrir framan börnin, tala vel um bækur og ekki tala bara um vandamálin. Minna krakkana á hvað þetta er skemmtilegt. Lestur á að vera afþreying og maður á að njóta þess að lesa. Númer eitt, tvö og þrjú er þó auðvitað að halda að þeim bókum. Jólin eru kjörið tækifæri til þess. Það sem við sem samfélag getum svo gert er að hafa skólasöfnin í lagi. Við höfum svelt skólasöfnin alveg síðan 2008 þegar sem mest gekk á. Söfnin hafa ekki rétt sinn hlut síðan og það er oft mikil bið eftir vinsælustu bókunum og ástandið er einfaldlega ekki nógu gott sem er mikil synd. Þessi samdráttur á skólasöfnunum nemur þúsundum eða tugum þúsunda eintaka í sölu á ári og það munar auðvitað gríðarlega um það fyrir útgefendur og höfunda. Virðisaukaskatturinn er svo auðvitað alveg sérstakt vandamál. Hann vegur þungt. Það yrði mjög stór aðgerð til þess að bæta aðgengi barna að bókum að afnema virðisaukaskattinn af bókum. Það sýna allar rannsóknir að ef börn hafa gott aðgengi að bókum og bækur fyrir framan sig þá eru þau margfalt líklegri til þess að lesa og njóta lestrar. Fleiri bækur – meiri lestur.“ Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Allt of lítið hefur farið fyrir barna- og unglingabókum í umræðunni í kringum jólabókaflóðið í ár. Ein af þeim sem fylgjast þó flestum betur með þessari útgáfu er Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún veitir Barnabókasetri – rannsóknasetri um barnabókmenntir og lestur barna forstöðu. Brynhildur segir að Barnabókasetrið hafi verið stofnað fyrir bráðum fimm árum og að því standi Háskólinn á Akureyri, Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri, en svo eiga einnig aðild að þessu Rithöfundasambandið og Samtök barna- og unglingabókahöfunda, IBBY og Félag fagfólks á skólasöfnum. „Þetta er batterí sem vinnur að því að auka áhuga á barna lestri og breyta orðræðunni um lestur barna.“Á réttri leið Brynhildur segir að starfsemin hafi gengið ágætlega. „En þetta er eilífðarverkefni og erfitt að því leyti að við erum ekki bara að glíma við að efla áhuga barnanna á lestri, heldur þurfum við að fá fjölskyldurnar til að lesa meira vegna þess að börn einfaldlega endurspegla lestrarvenjurnar heima fyrir. Svo erum við auðvitað að glíma við stóra samfélagslega vandamálið, sem er mun stærra en lestur, og það er sú litla og oft neikvæða athygli sem unga fólkið fær almennt. Lestur barna, og þar með barnabækur, fær sáralitla athygli nema þegar hægt er að slá upp neikvæðum fréttum og fárast yfir stöðunni. Með því að vera alltaf að fókusa á lestur sem vandamál og að krakkarnir lesi ekki nóg og strákarnir lesi ekki neitt þá erum við að festa okkur í orðræðu sem kemur aldrei til með að skila árangri. Það byrjar enginn unglingsstrákur að lesa við það að honum er sagt að strákar lesi ekki neitt, það bara sannfærir hann um að hann eigi að hunsa lestur. Með þessari neikvæðu nálgun erum við að gleyma því að langstærstur hluti barna og unglinga les bækur, þótt ekki lesi allir daglega. Við tökum þátt í stórri evrópskri rannsókn sem er gerð í hátt í fjörutíu löndum á fjögurra ára fresti og hún sýnir að lestur íslenskra krakka í 10. bekk hefur aukist umtalsvert. Á síðustu tólf árum hafa strákarnir t.d. farið úr 33 prósentum sem lesa aldrei niður í 23 prósent og það er mjög góður árangur. Auðvitað þurfa fleiri strákar að lesa bækur en þetta sýnir okkur að við erum á réttri leið. Það eru þrátt fyrir allt þrír af hverjum fjórum sem lesa sér til gamans. Það sem maður finnur sem rithöfundur og fræðimaður er þetta gríðarlega mikla starf sem unnið hefur verið af kennurum um allt land á síðustu árum til þess að efla lestur. Kennarar hafa fundið fyrir minnkandi áhuga og það er langt síðan þeir byrjuðu að streitast á móti og reyna að fá krakkana til þess að lesa meira. Þetta hefur skilað heilmiklum árangri og svo auðvitað þessi lestrarátök eins og Ævars vísindamanns og sitthvað fleira.“Krakkar hvetja krakka Ef horft er á jólabókaflóðið sem slíkt þá leynir sér ekki að þessi mikla útgáfa á svo stuttum tíma skapar ákveðið vandamál. Fjölmiðlum gengur illa að sinna því hlutverki sínu að fjalla um bækur og þá gerast hlutir eins og það að barna- og unglingabækur detta of mikið út af radarnum. „Já, það er vandamál hversu litla athygli barna- og unglingabækur fá og þá er oft brugðist við með því að moka nokkrum saman til umfjöllunar í eina opnu eða einn þátt til þess að reyna að ná aðeins utan um þetta. Þar er ekki alltaf dýptinni fyrir að fara.“ Það vantar líka vettvang þar sem krakkarnir sjálfir fá að tjá sig og við höfum aðeins verið að prófa okkur áfram með það á Barnabókasetrinu. Við erum nú þriðja árið í röð með myndbandasamkeppnina Siljuna þar sem krakkar skila inn myndböndum um nýjar bækur og þar fá þau tækifæri til þess að tjá sig með sínum hætti. Það skiptir alveg gríðarlega máli að við notum krakkana til þess að smita aðra krakka af lestrarbakteríunni og að þetta sé ekki alltaf bara við fullorðna fólkið að hamast í þeim. Að þau sjái aðra krakka lesa og þetta verði þannig spennandi tómstundagaman.“Fyrir yngstu börnin Brynhildur segir að það sé fullt af flottum barna- og unglingabókum þessi jólin og það ættu allir að geta fundið eitthvað fyrir sína krakka að lesa. „Ef við byrjum á litlu krökkunum þá eru spennandi íslenskar bækur. Fyrstu árin eftir hrun lét útgáfa íslenskra myndabóka fyrir yngstu börnin soldið á sjá en þetta er að lagast. Ég vil nefna sérstaklega Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur með tvær mjög áhugaverðar bækur, annars vegar er það Búðarferðin sem hún vinnur með Ósk Ólafsdóttur. Hún er mjög skemmtileg, bæði sagan og persónan Blær sem við vitum ekki hvort er stelpa eða strákur, það skiptir yngsta aldurinn engu máli. Hins vegar er það svo Besta bílabókin sem maður dregur út eins og harmóníku og þá verður hún að þessari fínu risastóru bílabraut. Svo fylgja bílar, kallar og verkfæri og alls konar skemmtilegt. Þetta er á mörkum þess að vera bók eða leikfang en sem slík er hún líka tilvalin til þess að kveikja áhuga. Svo finnst mér líka spennandi og skemmtilega óvænt að Stefán Máni er með Prinsessubók en það er oft merkilega stutt á milli sakamálasagna og barnabókmennta. Svo staldraði ég líka við Bókina hans Breka, sem er skemmtileg fígúra sem langar til þess að vera sögupersóna í bók. Eins er nú ekki hægt að tala um þessar bækur án þess að minnast á Sigrúnu Eldjárn og hennar framlag í gegnum árin. Hún á alltaf nokkrar bækur í hverju flóði, nú er það stelpa sem er sönn ofurhetja. Svo er Kuggur hennar alltaf jafn vinsæll hjá yngstu krökkunum. En fjöldinn er hins vegar í þýddu bókunum í þessum flokki og þar eru ýmsar fallegar og skemmtilegar bækur eins og Bangsi litli í sumarsól, risastór og flott bók. Þannig að það er af ýmsu að taka fyrir minnstu bókaormana.“Yngstu lesendurnir Brynhildur segir að það sé hins vegar alls ekki eins gott úrval fyrir þessi nýlæsu börn, á aldrinum sex til átta ára. „Þau eru orðin læs en ráða ekki við mikinn texta. Þarna vantar efni. Bókabeitukonur sinna þessum hópi með bókum eins og Amma óþekka og Afi sterki sem eru svona hæfilega langar, en þar fyrir utan er helst að finna þýddar kiljur. Ég get t.d. nefnt Binnu B. Bjarna og Skúla skelfi sem þykja mjög skemmtileg. Þessar kiljur eru margar hverjar fínar en það dugar ekki til. Ég er sjálf með sjö ára stelpu og er satt best að segja soldið í vanda með að finna handa henni lesefni. Þetta er vandamál þar sem þetta er mikilvægur aldur og þau vilja líka fá bækur sem líta út fyrir að vera alvöru. Þetta þurfa að vera fallegar og hæfilega myndskreyttar bækur og það má hafa í huga að þau ráða ekki við þær bækur sem eru ætlaðar aðeins eldri krökkum. Þarna eru þau hvað mest opin og móttækileg og það þarf að nýta það.Úrval fyrir eldri krakka Fyrir aðeins eldri krakka þá verð ég að fá að nefna fyrst þýddar bækur því bækurnar hans Davids Walliams eru alveg dásamlegar. Öllum finnst hann jafn skemmtilegur og þar er ný bók sem heitir Vonda frænkan og ég bíð spennt eftir að lesa hana. En svo er auðvitað Þín eigin hrollvekja, þessi bókaflokkur hans Ævars hefur slegið í gegn og á það alveg skilið. Þetta er ekta hrollvekja og það þarf helst að lesa hana með þeim yngstu. Það eru vampírur, draugar og uppvakningar þannig að það er ekki alltaf hægt að lesa hana fyrir háttinn. En bókin hans Þorgríms sem gerist á EM í sumar er líka áhugaverð. Svo eru líka bækur sem henta sérstaklega vel fyrir þá sem eru að nálgast unglingsárin en það eru Pabbi prófessor, eftir Gunnar Helgason, en fyrri bókin Mamma klikk var virkilega fín. Það er svo frábært með Gunnar að hann er ekki bara fyndinn og vinsæll heldur er líka bit í bókunum hans. Þetta eru bækur sem fá börnin til að hugsa og hann hreyfir við málum sem fáir eða engir aðrir eru að nefna. En svo vil ég líka nefna Doddi: Bók sannleikans, eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur. Þetta eru virkilega fyndnar og skemmtilegar bækur. En svo er líka gaman að sjá að teiknimyndasögurnar eru að koma aftur. Gormur, Svalur og Valur, Lukku-Láki og fleiri skemmtilegar bækur sem er frábært að sjá aftur í hillunum. Teiknimyndasögur eru svo frábær leið til þess að fá krakka til þess að fá áhuga á lestri. Eins er gaman að sjá Goðheimabækurnar sem brúa bilið á milli teiknimyndasögunnar og norræna arfsins. Og talandi um arfinn þá eru tvær spennandi bækur þar. Annars vegar bók Bjarka Karlssonar Sögur úr norrænni goðafræði og svo Úlfur og Edda eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Það er bæði skemmtilegt og mikilvægt að það sé verið að vinna með þennan arf.“Fróðleikur og ungmenni Brynhildur segir að það sé líka mikilvægt að skoða bækur sem heyra undir fræði og almennt efni og að þar sé hún sérstaklega ánægð með fótboltabækurnar hans Illuga Jökulssonar. „Það er frábært að þar sé verið að sinna bæði fótboltakonum og -körlum. Svo eru líka margir krakkar sem hafa gaman af því að grúska frekar en að lesa sögur og þá má benda á Íslandsbók barnanna sem er sérdeilis falleg bók, bókina hans Vísinda-Villa Skynjun og skynvillur, Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna eftir Sævar Helga Bragason og fleira skemmtilegt.“ Brynhildur segir að það séu of fáar bækur í jólabókaflóðinu sem séu sérstaklega ætlaðar ungmennum en engu að síður virðist þeim vera að fjölga svona hægt og rólega á milli ára. „Þar eru fantasíurnar í miklum meirihluta en það eru miklar tískusveiflur í þessum flokki og einhverra hluta vegna eru allir að gefa út fantasíur núna. Þær eru reyndar margar virkilega fínar eins og sögurnar hennar Hildar Knútsdóttur, hryllingssögur sem við sáum í myndbandasamkeppninni okkar að eru mjög vinsælar. Í fyrra var það Vetrarfrí og núna er það Vetrarhörkur. Svo er það auðvitað líka Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Emil Hjörvar Petersen, Þorgrímur Kári Snævarr og margir með fínar fantasíur. Svo heldur Davíð Þór Jónsson áfram með Mórúnu sem er mjög flott söguhetja. En það er lítið sem ekkert raunsæi fyrir ungmenni og því má ég til með að nefna eina þýdda bók sem heitir Annað land. Þar segir frá fjórtán ára strák sem hefur flúið vegna borgarastyrjaldar og þetta gefur ákveðna hugmynd um það sem margir hafa upplifað og krakkarnir eru jafnvel að kynnast í skólanum með nýjum bekkjarfélögum.“VSK-vandinn Heilt yfir finnst Brynhildi að þróunin sé að tosast í rétta átt og bókaútgáfan merkilega spræk miðað við það umhverfi sem henni er búið. „Ég mundi vilja sjá fleiri ungmennabækur og bækur fyrir þessi nýlæsu en þetta er viðkvæmur bransi. Allt helst þetta í hendur; útgáfa, lestur, árangur í lesskilningi, verðlagning bóka, aðstæður höfunda o.s.frv. Allt er þetta nátengt.“ En áttu ráð um það hvernig er helst að fá börn til þess að lesa meira? „Fyrst og fremst með jákvæðri hvatningu og því að vera góðar fyrirmyndir. Lesa fyrir framan börnin, tala vel um bækur og ekki tala bara um vandamálin. Minna krakkana á hvað þetta er skemmtilegt. Lestur á að vera afþreying og maður á að njóta þess að lesa. Númer eitt, tvö og þrjú er þó auðvitað að halda að þeim bókum. Jólin eru kjörið tækifæri til þess. Það sem við sem samfélag getum svo gert er að hafa skólasöfnin í lagi. Við höfum svelt skólasöfnin alveg síðan 2008 þegar sem mest gekk á. Söfnin hafa ekki rétt sinn hlut síðan og það er oft mikil bið eftir vinsælustu bókunum og ástandið er einfaldlega ekki nógu gott sem er mikil synd. Þessi samdráttur á skólasöfnunum nemur þúsundum eða tugum þúsunda eintaka í sölu á ári og það munar auðvitað gríðarlega um það fyrir útgefendur og höfunda. Virðisaukaskatturinn er svo auðvitað alveg sérstakt vandamál. Hann vegur þungt. Það yrði mjög stór aðgerð til þess að bæta aðgengi barna að bókum að afnema virðisaukaskattinn af bókum. Það sýna allar rannsóknir að ef börn hafa gott aðgengi að bókum og bækur fyrir framan sig þá eru þau margfalt líklegri til þess að lesa og njóta lestrar. Fleiri bækur – meiri lestur.“
Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira