Buchheit: Tíminn vinnur með stjórnvöldum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2016 20:26 Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda. Fjórir bandarískir fjárfestingarsjóðir sem eiga aflandskrónur, um 230 milljarða í íslenskum ríkisskuldabréfum og bankainnistæðum, hafa sakað Ísland um að hegða sér eins og Argentína með því að þvinga þá til gefa eftir eignir sínar. Sjóðirnir tóku ekki tilboði íslenska ríkisins um að skipta krónunum með aföllum og þurftu að sæta því að krónur þeirra væru læstar inni á vaxtalausum reikningum.Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í síðasta mánuði að íslenska ríkið hefði ekki gerst brotlegt við nein ákvæði EES-samningsins með lögum um aflandskrónur sem Alþingi samþykkti í júní. Þau fólu í sér að eigendur aflandskróna gætu skipt þeim á tilteknu gengi í útboði ella sætt því að eignirnar yrðu læstar inni í höftum á vaxtalausum reikningum. Lee Buchheit, einn fremsti sérfræðingur í heiminum á sviði skuldamála og fjárhagslegrar endurskipulagningar þjóðríkja, var hér í stuttri heimsókn en hann veitti íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf varðandi afnám gjaldeyrishafta.Ættu Íslendingar að reyna að ná öðrum samningi við þessa sjóði, kannski á næsta ári, til að útkljá málið? „Það gæti gerst. Ríkisstjórnin gæti haldið annað uppboð ef hún vildi. Ég held að hún hafi nú þegar haldið uppboð á aflandskrónum. Það var tekið á vandamálinu með aflandskrónurnar að mestu leyti. Þetta eru fjórir stærstu eigendurnir. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þá veit ég ekki. Ég held að það fari eftir því hve fljótt ríkisstjórnin getur haldið áfram að afema höft á innlenda aðila. Enginn efast um að talað verði um gjaldeyrishöftin í þátíð á Íslandi og það verður þannig.Mikilvægt að fá grænt ljós frá ESA Buchheit segir að það hafi verið mikilvægt að fá staðfestingu frá ESA að engin EES-löggjöf hafi verið brotin. „ESA hafði áður samþykkt ráðstafanir íslenskra stjórnvalda. Ég bjóst aldrei við að ESA myndi taka undir þessa kvörtun þeirra.“ Buchheit segir að stjórnvöld þurfi ekkert að flýta sér og málið leysist af sjálfu sér með fullu afnámi hafta. „Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði leyst að lokum en núna var ætlunin að einangra þessar aflandskrónur til að tryggja að þær ógnuðu ekki genginu á meðan ríkisstjórnin heldur áfram að losa um höftin fyrir innlenda aðila.“ Cleary Gottlieb, lögmannsstofa þar sem Buchheit er meðal eigenda, var ásamt öðrum verðlaunuð af tímaritinu American Lawyer fyrir vinnu Buccheits fyrir íslensk stjórnvöld vegna málefna slitabúa föllnu bankanna. „Það kom vel út fyrir heildarferlið að það skyldi takast að leysa svo umdeilt mál.“ Alþingi Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda. Fjórir bandarískir fjárfestingarsjóðir sem eiga aflandskrónur, um 230 milljarða í íslenskum ríkisskuldabréfum og bankainnistæðum, hafa sakað Ísland um að hegða sér eins og Argentína með því að þvinga þá til gefa eftir eignir sínar. Sjóðirnir tóku ekki tilboði íslenska ríkisins um að skipta krónunum með aföllum og þurftu að sæta því að krónur þeirra væru læstar inni á vaxtalausum reikningum.Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í síðasta mánuði að íslenska ríkið hefði ekki gerst brotlegt við nein ákvæði EES-samningsins með lögum um aflandskrónur sem Alþingi samþykkti í júní. Þau fólu í sér að eigendur aflandskróna gætu skipt þeim á tilteknu gengi í útboði ella sætt því að eignirnar yrðu læstar inni í höftum á vaxtalausum reikningum. Lee Buchheit, einn fremsti sérfræðingur í heiminum á sviði skuldamála og fjárhagslegrar endurskipulagningar þjóðríkja, var hér í stuttri heimsókn en hann veitti íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf varðandi afnám gjaldeyrishafta.Ættu Íslendingar að reyna að ná öðrum samningi við þessa sjóði, kannski á næsta ári, til að útkljá málið? „Það gæti gerst. Ríkisstjórnin gæti haldið annað uppboð ef hún vildi. Ég held að hún hafi nú þegar haldið uppboð á aflandskrónum. Það var tekið á vandamálinu með aflandskrónurnar að mestu leyti. Þetta eru fjórir stærstu eigendurnir. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þá veit ég ekki. Ég held að það fari eftir því hve fljótt ríkisstjórnin getur haldið áfram að afema höft á innlenda aðila. Enginn efast um að talað verði um gjaldeyrishöftin í þátíð á Íslandi og það verður þannig.Mikilvægt að fá grænt ljós frá ESA Buchheit segir að það hafi verið mikilvægt að fá staðfestingu frá ESA að engin EES-löggjöf hafi verið brotin. „ESA hafði áður samþykkt ráðstafanir íslenskra stjórnvalda. Ég bjóst aldrei við að ESA myndi taka undir þessa kvörtun þeirra.“ Buchheit segir að stjórnvöld þurfi ekkert að flýta sér og málið leysist af sjálfu sér með fullu afnámi hafta. „Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði leyst að lokum en núna var ætlunin að einangra þessar aflandskrónur til að tryggja að þær ógnuðu ekki genginu á meðan ríkisstjórnin heldur áfram að losa um höftin fyrir innlenda aðila.“ Cleary Gottlieb, lögmannsstofa þar sem Buchheit er meðal eigenda, var ásamt öðrum verðlaunuð af tímaritinu American Lawyer fyrir vinnu Buccheits fyrir íslensk stjórnvöld vegna málefna slitabúa föllnu bankanna. „Það kom vel út fyrir heildarferlið að það skyldi takast að leysa svo umdeilt mál.“
Alþingi Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent