Skildi skilríkin eftir í bílnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. desember 2016 07:00 Sönghópur skipaður jafnt innflytjendum sem innfæddum Berlínarbúum hóf upp raust sína á jólamarkaðnum í Berlín og hvatti til samstöðu allra. vísir/epa Þýska ríkisstjórnin samþykkti í gær að auka notkun eftirlitsmyndavéla. Af persónuverndarástæðum hafa til þessa verið strangar reglur í gildi í Þýskalandi um slíkt eftirlit. Þessi ákvörðun er tekin vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín á mánudaginn, sem kostaði tólf manns lífið. Við rannsókn málsins hefur lögreglan ekki haft mikið gagn af upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Borgarstjórnin í Berlín hefur sagt ástæðulaust að fjölga eftirlitsmyndavélum, þrátt fyrir árásina á mánudag. Árásarmaðurinn var í gær enn ófundinn, en hann varð tólf manns að bana og særði nærri 50 manns, þar af 30 alvarlega, þegar hann ók inn á jólamarkaðinn á stórri flutningabifreið.Lögreglumenn á vakt á jólamarkaðnum á Breidscheid-torgi í Berlín þar sem tólf manns létu lífið og tugir særðust á mánudagskvöldið.vísir/EPALögreglan leitaði að rúmlega tvítugum manni, Anis Amri, sem hún hafði grunaðan um að vera hættulegan vegna tengsla við íslamska öfgamenn. Hann er frá Túnis og sótti um hæli í Þýskalandi í apríl síðastliðnum. Umsókn hans var hafnað í sumar en stjórnvöld höfðu fallist á að fresta því tímabundið að vísa honum úr landi. Skilríki hans fundust undir bílstjórasæti vöruflutningabifreiðarinnar sem ekið var inn í mannfjöldann á jólamarkaðnum í Berlín síðastliðið mánudagskvöld. Árásarmaðurinn virðist hafa stolið bifreiðinni frá pólsku flutningafyrirtæki. Bifreiðarstjórinn, sem var pólskur ríkisborgari, fannst látinn í bílnum með sár eftir bæði hnífstungur og byssuskot. Þýskir fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir því að hann hafi átt í átökum við árásarmanninn þegar bifreiðinni var ekið inn á jólamarkaðinn. Árásarmaðurinn hafi skotið hann um það leyti sem bifreiðin stöðvaðist. Þetta kemur heim og saman við frásagnir vitna um að hvellur mikill hafi heyrst frá bifreiðinni þegar henni var ekið inn í mannfjöldann. Vígasamtökin Íslamskt ríki, eða Daish, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en samtökin hafa ítrekað skorað á fólk um heim allan að fremja hryðjuverk. Anis Amri er sagður hafa haft tengsl við öfgaklerk að nafni Abu Walaa, sem var handtekinn í bænum Bad Salzdetfurth þann 8. nóvember síðastliðinn. Sá var ákærður fyrir að hafa reynt að fá ungt fólk til að ganga til liðs við Daish-samtökin. Annar hælisleitandi var í fyrstu grunaður um verknaðinn en hann var látinn laus þar sem ekkert benti til sektar hans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Þýska ríkisstjórnin samþykkti í gær að auka notkun eftirlitsmyndavéla. Af persónuverndarástæðum hafa til þessa verið strangar reglur í gildi í Þýskalandi um slíkt eftirlit. Þessi ákvörðun er tekin vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín á mánudaginn, sem kostaði tólf manns lífið. Við rannsókn málsins hefur lögreglan ekki haft mikið gagn af upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Borgarstjórnin í Berlín hefur sagt ástæðulaust að fjölga eftirlitsmyndavélum, þrátt fyrir árásina á mánudag. Árásarmaðurinn var í gær enn ófundinn, en hann varð tólf manns að bana og særði nærri 50 manns, þar af 30 alvarlega, þegar hann ók inn á jólamarkaðinn á stórri flutningabifreið.Lögreglumenn á vakt á jólamarkaðnum á Breidscheid-torgi í Berlín þar sem tólf manns létu lífið og tugir særðust á mánudagskvöldið.vísir/EPALögreglan leitaði að rúmlega tvítugum manni, Anis Amri, sem hún hafði grunaðan um að vera hættulegan vegna tengsla við íslamska öfgamenn. Hann er frá Túnis og sótti um hæli í Þýskalandi í apríl síðastliðnum. Umsókn hans var hafnað í sumar en stjórnvöld höfðu fallist á að fresta því tímabundið að vísa honum úr landi. Skilríki hans fundust undir bílstjórasæti vöruflutningabifreiðarinnar sem ekið var inn í mannfjöldann á jólamarkaðnum í Berlín síðastliðið mánudagskvöld. Árásarmaðurinn virðist hafa stolið bifreiðinni frá pólsku flutningafyrirtæki. Bifreiðarstjórinn, sem var pólskur ríkisborgari, fannst látinn í bílnum með sár eftir bæði hnífstungur og byssuskot. Þýskir fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir því að hann hafi átt í átökum við árásarmanninn þegar bifreiðinni var ekið inn á jólamarkaðinn. Árásarmaðurinn hafi skotið hann um það leyti sem bifreiðin stöðvaðist. Þetta kemur heim og saman við frásagnir vitna um að hvellur mikill hafi heyrst frá bifreiðinni þegar henni var ekið inn í mannfjöldann. Vígasamtökin Íslamskt ríki, eða Daish, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en samtökin hafa ítrekað skorað á fólk um heim allan að fremja hryðjuverk. Anis Amri er sagður hafa haft tengsl við öfgaklerk að nafni Abu Walaa, sem var handtekinn í bænum Bad Salzdetfurth þann 8. nóvember síðastliðinn. Sá var ákærður fyrir að hafa reynt að fá ungt fólk til að ganga til liðs við Daish-samtökin. Annar hælisleitandi var í fyrstu grunaður um verknaðinn en hann var látinn laus þar sem ekkert benti til sektar hans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira