Guðni Th. mest gúgglaði Íslendingurinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. desember 2016 13:41 Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands 1. ágúst í sumar. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er sá einstaklingur sem Íslendingar gúggluðu oftast á árinu. Guðni var gúgglaður rúmlega 34 þúsund sinnum á árinu. Þetta kemur fram í úttekt auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipta. Forsetinn var gúgglaður tæplega 15 þúsund sinnum oftar en sá sem næstur er á listanum. Í öðru sætinu er bardagakappinn Gunnar Nelson sem var gúgglaður tæplega 20 þúsund sinnum. Gunnar var mest gúgglaði Íslendingurinn árið 2015. Í þriðja sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Leit að honum rauk upp í kjölfar Wintris-málsins í apríl. Þá er Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti í fjórða sæti og Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu hreppir fimmta sætið.Áhugi á Gumma Ben rauk upp í kringum Evrópumótið í knattspyrnu.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiAthafnamaðurinn björn Steinbekk er í sjötta sæti en hann var mjög áberandi í umræðunni í kringum Evrópumótið í knattspyrnu. Þá kemur íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson nýr inn á listann, en hann naut gífurlega vinsælda þegar hann lýsti leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í sumar. Áhuginn á Gumma rauk raunar upp í kringum Evrópumótið.Fjallið vinsælastur erlendis Sá Íslendingur sem heimurinn hefur hvað mestan áhuga á er kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, en um 1,6 milljónir manna flettu honum upp á árinu. Hafþór fer sem kunnugt er með hlutverk The Mountain í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þá er hljómsveitin Of Monsters and Men í öðru sæti en um það bile in og hálf milljón manns gúggluðu sveitina á árinu. Þá er hljómsveitin Kaleo í því þriðja en tæplega 1,4 milljónir flettu fjórmenningunum upp. Þá vermir Björk fjórða sætið, listamaðurinn Erró er í því fimmta og Gunnar Nelson í sjötta sæti.Þessi voru vinsælust erlendis.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiKnattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson og crossfit-drottningin Sara Sigmundsdóttir sitja saman í sjöunda og áttunda sæti listans. Ragnar Sigurðsson vekur athygli erlendis sem og hér heima og vermir níunda sæti listans. Þá er leitarorðið Miss Iceland í því tíunda og á Arna Ýr Jónsdóttir eflaust mikið í því eftir að hún lét aðstandendur Miss Grand International kepninnar hafa það óþvegið og hætti keppni. Þetta er í þriðja sinn sem H:N Markaðssamskipti gera úttekt á mest gúggluðu Íslendingunum. Ekki er um vísindalega rannsókn að ræða og ber að líta á „gúggllistann“ sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik. Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er sá einstaklingur sem Íslendingar gúggluðu oftast á árinu. Guðni var gúgglaður rúmlega 34 þúsund sinnum á árinu. Þetta kemur fram í úttekt auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipta. Forsetinn var gúgglaður tæplega 15 þúsund sinnum oftar en sá sem næstur er á listanum. Í öðru sætinu er bardagakappinn Gunnar Nelson sem var gúgglaður tæplega 20 þúsund sinnum. Gunnar var mest gúgglaði Íslendingurinn árið 2015. Í þriðja sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Leit að honum rauk upp í kjölfar Wintris-málsins í apríl. Þá er Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti í fjórða sæti og Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu hreppir fimmta sætið.Áhugi á Gumma Ben rauk upp í kringum Evrópumótið í knattspyrnu.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiAthafnamaðurinn björn Steinbekk er í sjötta sæti en hann var mjög áberandi í umræðunni í kringum Evrópumótið í knattspyrnu. Þá kemur íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson nýr inn á listann, en hann naut gífurlega vinsælda þegar hann lýsti leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í sumar. Áhuginn á Gumma rauk raunar upp í kringum Evrópumótið.Fjallið vinsælastur erlendis Sá Íslendingur sem heimurinn hefur hvað mestan áhuga á er kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, en um 1,6 milljónir manna flettu honum upp á árinu. Hafþór fer sem kunnugt er með hlutverk The Mountain í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þá er hljómsveitin Of Monsters and Men í öðru sæti en um það bile in og hálf milljón manns gúggluðu sveitina á árinu. Þá er hljómsveitin Kaleo í því þriðja en tæplega 1,4 milljónir flettu fjórmenningunum upp. Þá vermir Björk fjórða sætið, listamaðurinn Erró er í því fimmta og Gunnar Nelson í sjötta sæti.Þessi voru vinsælust erlendis.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiKnattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson og crossfit-drottningin Sara Sigmundsdóttir sitja saman í sjöunda og áttunda sæti listans. Ragnar Sigurðsson vekur athygli erlendis sem og hér heima og vermir níunda sæti listans. Þá er leitarorðið Miss Iceland í því tíunda og á Arna Ýr Jónsdóttir eflaust mikið í því eftir að hún lét aðstandendur Miss Grand International kepninnar hafa það óþvegið og hætti keppni. Þetta er í þriðja sinn sem H:N Markaðssamskipti gera úttekt á mest gúggluðu Íslendingunum. Ekki er um vísindalega rannsókn að ræða og ber að líta á „gúggllistann“ sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira