Sprotar spretta af menntun Hafliði Helgason skrifar 21. desember 2016 00:00 Horft til lengri tíma mun það ráða úrslitum um hvernig okkur vegnar í efnahagslegu tilliti hvernig til tekst að byggja upp ný fyrirtæki byggð á þekkingu og hugviti. Í Markaðnum í dag er viðtal við þrjá stjórnendur Nýsköpunarsjóðs sem nú róa á ný mið með stofnun fjárfestingasjóðs sem hyggst fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um skýrslu KPMG þar sem lagt er til að skapa vettvang fyrir sprotafyrirtæki til að sækja sér fé til uppbyggingar. Sem betur fer eru margir tilbúnir til að taka áhættu með því að byggja upp eigið fyrirtæki og leggja á sig mikla vinnu og áhættu til að gera slík ævintýri að veruleika. Fullyrða má að bæði fjárfestar og fjármálafyrirtæki hafa áhuga á að skapa skilyrði til að svo megi verða. Stjórnvöld eru jákvæð í garð slíkrar þróunar, en mikilvægt er að átta sig á hvert er hlutverk hvers í því samhengi. Þegar kemur að fjárfestingu og áhættu er almennt skynsamlegt að frumkvöðlar og fjárfestar beri þá áhættu. Hlutverk opinberra aðila felst í að skapa umhverfi og jarðveg. Umhverfi sem hvetur til uppbyggingar fyrirtækja getur falist í almennu rekstrar- og skattaumhverfi fyrirtækja, auk sérstakra skattaívilnana og styrkja til frumkvöðlaverkefna. Ríkið fær sitt til baka í formi skatta þegar fram í sækir. Þegar eru ýmsar slíkar ívilnanir og styrkir í gangi. Hitt sem opinberir aðilar þurfa að tryggja er grunnurinn. Við lifum á tímum hraðra tæknibreytinga og ekkert okkar getur í raun ímyndað sér þær breytingar sem verða á einni mannsævi héðan í frá. Menntun og frumrannsóknir munu skipta öllu máli um það hvers konar fyrirtæki geta sprottið upp í framtíðinni. Frá sjónarhóli ríkisins er menntun langmikilvægasta fjárfestingin og líklegust til að skila mestu þegar til lengri tíma er horft. Þarna erum við því miður eftirbátar þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Grunnrannsóknir eru vanræktar og háskólasamfélagið er í svelti. Með vanrækslu grunnþáttanna erum við að éta útsæðið okkar. Það er ánægjulegt að sjá að fjármálageirinn og frumkvöðlar eru á fleygiferð að leita leiða til að efla uppbyggingu sprotafyrirtækja. Í því umhverfi þarf líka að vanda sig. Við þekkjum dæmi um lofandi fyrirtæki sem almenningur setti fjármuni í og urðu síðan að engu. Nú þegar rætt er um nýjan vettvang fyrir aðkomu fjárfesta að sprotafyrirtækjum er gott að muna að ekki er allt gull sem glóir og áhættufjárfestingar eiga best heima hjá sérhæfðum fjárfestum. Sjóðir sem sérhæfa sig í sprotafyrirtækjum eru mikilvægir og vonandi tekst vel til við uppbyggingu þeirra. Viljinn og umhverfið er fyrir hendi og samhliða því þurfum við að styrkja grunn menntunar og rannsókna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Horft til lengri tíma mun það ráða úrslitum um hvernig okkur vegnar í efnahagslegu tilliti hvernig til tekst að byggja upp ný fyrirtæki byggð á þekkingu og hugviti. Í Markaðnum í dag er viðtal við þrjá stjórnendur Nýsköpunarsjóðs sem nú róa á ný mið með stofnun fjárfestingasjóðs sem hyggst fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um skýrslu KPMG þar sem lagt er til að skapa vettvang fyrir sprotafyrirtæki til að sækja sér fé til uppbyggingar. Sem betur fer eru margir tilbúnir til að taka áhættu með því að byggja upp eigið fyrirtæki og leggja á sig mikla vinnu og áhættu til að gera slík ævintýri að veruleika. Fullyrða má að bæði fjárfestar og fjármálafyrirtæki hafa áhuga á að skapa skilyrði til að svo megi verða. Stjórnvöld eru jákvæð í garð slíkrar þróunar, en mikilvægt er að átta sig á hvert er hlutverk hvers í því samhengi. Þegar kemur að fjárfestingu og áhættu er almennt skynsamlegt að frumkvöðlar og fjárfestar beri þá áhættu. Hlutverk opinberra aðila felst í að skapa umhverfi og jarðveg. Umhverfi sem hvetur til uppbyggingar fyrirtækja getur falist í almennu rekstrar- og skattaumhverfi fyrirtækja, auk sérstakra skattaívilnana og styrkja til frumkvöðlaverkefna. Ríkið fær sitt til baka í formi skatta þegar fram í sækir. Þegar eru ýmsar slíkar ívilnanir og styrkir í gangi. Hitt sem opinberir aðilar þurfa að tryggja er grunnurinn. Við lifum á tímum hraðra tæknibreytinga og ekkert okkar getur í raun ímyndað sér þær breytingar sem verða á einni mannsævi héðan í frá. Menntun og frumrannsóknir munu skipta öllu máli um það hvers konar fyrirtæki geta sprottið upp í framtíðinni. Frá sjónarhóli ríkisins er menntun langmikilvægasta fjárfestingin og líklegust til að skila mestu þegar til lengri tíma er horft. Þarna erum við því miður eftirbátar þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Grunnrannsóknir eru vanræktar og háskólasamfélagið er í svelti. Með vanrækslu grunnþáttanna erum við að éta útsæðið okkar. Það er ánægjulegt að sjá að fjármálageirinn og frumkvöðlar eru á fleygiferð að leita leiða til að efla uppbyggingu sprotafyrirtækja. Í því umhverfi þarf líka að vanda sig. Við þekkjum dæmi um lofandi fyrirtæki sem almenningur setti fjármuni í og urðu síðan að engu. Nú þegar rætt er um nýjan vettvang fyrir aðkomu fjárfesta að sprotafyrirtækjum er gott að muna að ekki er allt gull sem glóir og áhættufjárfestingar eiga best heima hjá sérhæfðum fjárfestum. Sjóðir sem sérhæfa sig í sprotafyrirtækjum eru mikilvægir og vonandi tekst vel til við uppbyggingu þeirra. Viljinn og umhverfið er fyrir hendi og samhliða því þurfum við að styrkja grunn menntunar og rannsókna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun