Góð fjárfesting til framtíðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 06:00 „Það er enn þá rosalega mikið af spurningarmerkjum þar sem við vitum ekki enn hvernig liðið verður skipað. Það vantar besta manninn og maður er ekki bjartsýnn á að hann spili mikið. Ef það gerist fá þessir ungu strákar stórt hlutverk. Kannski stærra hlutverk en við bjuggumst við.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla og sérfræðingur íþróttadeildar, um stöðuna á íslenska landsliðinu í handbolta sem hefur leik á HM 2017 í Frakklandi eftir tvo daga. Fækkað var í hópnum í gær þegar Tandri Már Konráðsson var skorinn frá en Geir Sveinsson landsliðsþjálfari á enn eftir að velja endanlegan hóp og gefa út hvort Aron Pálmarsson, besti maður liðsins, verði með „Ég hef litlar væntingar en vona það besta,“ segir Einar Andri. Hann er ekki einn á þeim báti.Ákafur og grimmur Ungu mennirnir sem Einar Andri talar um eru Janus Daði Smárason, 22 ára gamall leikstjórnandi Hauka sem er á leið í atvinnumennsku til Álaborgar í Danmörku í sumar, Arnar Freyr Arnarsson, tvítugur línumaður Kristianstad í Svíþjóð, og Ómar Ingi Magnússon, 19 ára gömul hægri skytta danska liðsins Århus. Það virtist nokkuð augljóst að Geir Sveinsson ætlar þessum strákum alvöru hlutverk í Frakklandi miðað við spiltímann sem þeir fengu á Bygma-mótinu. „Þessir strákar stóðu sig mjög vel um helgina. Þeir voru ákafir og grimmir og létu finna fyrir sér. Maður er bara spenntur að sjá hvernig þessir strákar munu stimpla sig inn í þetta lið. Geir er að gefa þessum strákum mikið traust. Þeir eru að fá mínútur og fá leyfi til að gera mistök. Það mun skila sér þegar líður á,“ segir Einar Andri. En þeir voru ekki fullkomnir: „Janus var virkilega ákafur og grimmur. Hann lét til sín taka og þorði að taka af skarið. Það skilaði sér í mörkum en síðan var hin hliðin að við töpuðum boltum og fengum hraðaupphlaupsmörk í bakið. Það vantaði ákveðið skipulag enda strákar þarna að spila í fyrsta skipti saman þannig að það var ákveðið óöryggi í hlutunum. Menn voru að mæta á vitlausum hraða á boltann og losa hann á röngum augnablikum.“Ósanngjörn ábyrgð Ef spiltími myndi ráðast af aldri eru menn á undan þessum ungu eins og Ólafur Guðmundsson, Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson sem hafa beðið lengi eftir að fá tækifæri til að bera uppi íslenska liðið. Yngri menn virðast vera mun nær þeim en þessir strákar voru nálægt því að spila þegar þeir sátu á bekknum fyrir gullaldarlið Íslands. „Þeir eru klárlega orðnir reynslumeiri leikmennirnir í liðinu en eru á sama tíma að taka ábyrgð sem þeir eru ekki vanir. Þeir þurfa að fá tíma til að venjast því. Þeir sýndu um helgina á nokkrum góðum köflum hversu öflugir þeir eru. Við þurfum einfaldlega að fá meira af því til að létta byrðina á ungu leikmönnunum. Það er ósanngjarnt að biðja þessa ungu stráka um of mikið þó að við vonumst til að fá sem mest. Við þurfum að fá meira frá leikmönnum eins og Ólafi og Rúnari og ég held að þeir geti gert meira,“ segir Einar Andri.Varnarleikurinn vandræði Ísland fékk á sig 30 mörk að meðaltali í leik í Danmörku en varnarleikurinn hefur ekki verið góður undanfarin misseri. Hann náði ákveðnum lágpunkti í Póllandi fyrir ári og er á hægri leið í rétta átt. „Það eru vandamál í varnarleiknum sem þarf að tækla. Það þarf að finna réttu blönduna og finna út hverjir virka best í miðju varnarinnar. Það er verið að spila núna svolítið skiptingalaust og þar eru menn í nýjum hlutverkum. Hvort sem litið er til sóknar eða varnar er þetta lið nánast alveg nýtt, allavega ef litið er til leikmannanna sem eru í ábyrgðarhlutverkum. Þetta þarf tíma en já, vörnin þarf að lagast,“ segir Einar Andri.Mikilvægar mínútur Einar Andri vonast til að ungu mennirnir standi sig á HM og sýni sig og sanni þegar þeir fá tækifærið. Hann telur að Geir ætli að treysta þeim fyrir stóru hlutverki. „Þetta mót er gríðarlega mikilvægt fyrir þessa þrjá stráka (Arnar, Ómar og Janus). Þeir munu klárlega fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ég held að það sé bara mjög góð fjárfesting til framtíðar að þessir strákar spili stóra rullu. Það er líka bara tímabært og verið er að gera þetta nokkuð skynsamlega með því að taka þá þrjá inn núna,“ segir hann og bætir við: „Þeir sem eru eldri núna þurfa að standa undir aukinni ábyrgð og sýna þessum ungu að þeir þurfi enn að elta þá. Ef þessir strákar stíga upp og þeir ungu halda áfram að setja á þá pressu þá erum við í góðum málum. Við þurfum á þessum tímapunkti alvöru samkeppni um stöður í landsliðinu,“ segir Einar Andri Einarsson. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
„Það er enn þá rosalega mikið af spurningarmerkjum þar sem við vitum ekki enn hvernig liðið verður skipað. Það vantar besta manninn og maður er ekki bjartsýnn á að hann spili mikið. Ef það gerist fá þessir ungu strákar stórt hlutverk. Kannski stærra hlutverk en við bjuggumst við.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla og sérfræðingur íþróttadeildar, um stöðuna á íslenska landsliðinu í handbolta sem hefur leik á HM 2017 í Frakklandi eftir tvo daga. Fækkað var í hópnum í gær þegar Tandri Már Konráðsson var skorinn frá en Geir Sveinsson landsliðsþjálfari á enn eftir að velja endanlegan hóp og gefa út hvort Aron Pálmarsson, besti maður liðsins, verði með „Ég hef litlar væntingar en vona það besta,“ segir Einar Andri. Hann er ekki einn á þeim báti.Ákafur og grimmur Ungu mennirnir sem Einar Andri talar um eru Janus Daði Smárason, 22 ára gamall leikstjórnandi Hauka sem er á leið í atvinnumennsku til Álaborgar í Danmörku í sumar, Arnar Freyr Arnarsson, tvítugur línumaður Kristianstad í Svíþjóð, og Ómar Ingi Magnússon, 19 ára gömul hægri skytta danska liðsins Århus. Það virtist nokkuð augljóst að Geir Sveinsson ætlar þessum strákum alvöru hlutverk í Frakklandi miðað við spiltímann sem þeir fengu á Bygma-mótinu. „Þessir strákar stóðu sig mjög vel um helgina. Þeir voru ákafir og grimmir og létu finna fyrir sér. Maður er bara spenntur að sjá hvernig þessir strákar munu stimpla sig inn í þetta lið. Geir er að gefa þessum strákum mikið traust. Þeir eru að fá mínútur og fá leyfi til að gera mistök. Það mun skila sér þegar líður á,“ segir Einar Andri. En þeir voru ekki fullkomnir: „Janus var virkilega ákafur og grimmur. Hann lét til sín taka og þorði að taka af skarið. Það skilaði sér í mörkum en síðan var hin hliðin að við töpuðum boltum og fengum hraðaupphlaupsmörk í bakið. Það vantaði ákveðið skipulag enda strákar þarna að spila í fyrsta skipti saman þannig að það var ákveðið óöryggi í hlutunum. Menn voru að mæta á vitlausum hraða á boltann og losa hann á röngum augnablikum.“Ósanngjörn ábyrgð Ef spiltími myndi ráðast af aldri eru menn á undan þessum ungu eins og Ólafur Guðmundsson, Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson sem hafa beðið lengi eftir að fá tækifæri til að bera uppi íslenska liðið. Yngri menn virðast vera mun nær þeim en þessir strákar voru nálægt því að spila þegar þeir sátu á bekknum fyrir gullaldarlið Íslands. „Þeir eru klárlega orðnir reynslumeiri leikmennirnir í liðinu en eru á sama tíma að taka ábyrgð sem þeir eru ekki vanir. Þeir þurfa að fá tíma til að venjast því. Þeir sýndu um helgina á nokkrum góðum köflum hversu öflugir þeir eru. Við þurfum einfaldlega að fá meira af því til að létta byrðina á ungu leikmönnunum. Það er ósanngjarnt að biðja þessa ungu stráka um of mikið þó að við vonumst til að fá sem mest. Við þurfum að fá meira frá leikmönnum eins og Ólafi og Rúnari og ég held að þeir geti gert meira,“ segir Einar Andri.Varnarleikurinn vandræði Ísland fékk á sig 30 mörk að meðaltali í leik í Danmörku en varnarleikurinn hefur ekki verið góður undanfarin misseri. Hann náði ákveðnum lágpunkti í Póllandi fyrir ári og er á hægri leið í rétta átt. „Það eru vandamál í varnarleiknum sem þarf að tækla. Það þarf að finna réttu blönduna og finna út hverjir virka best í miðju varnarinnar. Það er verið að spila núna svolítið skiptingalaust og þar eru menn í nýjum hlutverkum. Hvort sem litið er til sóknar eða varnar er þetta lið nánast alveg nýtt, allavega ef litið er til leikmannanna sem eru í ábyrgðarhlutverkum. Þetta þarf tíma en já, vörnin þarf að lagast,“ segir Einar Andri.Mikilvægar mínútur Einar Andri vonast til að ungu mennirnir standi sig á HM og sýni sig og sanni þegar þeir fá tækifærið. Hann telur að Geir ætli að treysta þeim fyrir stóru hlutverki. „Þetta mót er gríðarlega mikilvægt fyrir þessa þrjá stráka (Arnar, Ómar og Janus). Þeir munu klárlega fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ég held að það sé bara mjög góð fjárfesting til framtíðar að þessir strákar spili stóra rullu. Það er líka bara tímabært og verið er að gera þetta nokkuð skynsamlega með því að taka þá þrjá inn núna,“ segir hann og bætir við: „Þeir sem eru eldri núna þurfa að standa undir aukinni ábyrgð og sýna þessum ungu að þeir þurfi enn að elta þá. Ef þessir strákar stíga upp og þeir ungu halda áfram að setja á þá pressu þá erum við í góðum málum. Við þurfum á þessum tímapunkti alvöru samkeppni um stöður í landsliðinu,“ segir Einar Andri Einarsson.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira