Yfirmaður Volkswagen í Bandaríkjunum fangelsaður Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2017 14:36 Enn heldur maraþonmál Volkswagensvindlsins áfram. Oliver Schmidt, einn af yfirmönnum Volkswagen í Bandaríkjunum og sá sem er ábyrgur fyrir því að farið sé eftir reglugerðum þeim sem bílaframleiðendum eru settar þar vestra hefur verið settur í fangelsi. Schmidt hefur verið ákærður fyrir að hylma yfir ranglega framsettar upplýsingar um mengun Volkswagen bíla, en ákæruvaldið heldur því fram að hann hafi með kerfisbundnum hætti reynt að fela upplýsingar um þann svindlhugbúnað sem var í bílum Volkswagen í Bandaríkjunum. Hans býður nú allt að 5 ára fangelsi, verði hann fundinn sekur um þetta ákæruatriði. Annar starfsmaður Volkswagen í Bandaríkjunum sem er verkfræðingur hefur viðurkennt sekt sína í sama máli og gerði það reyndar í september á síðasta ári og hljóðar ákæra honum á hendur líka uppá 5 ára fangelsinsvist og 250.000 dollara sektargreiðslu að auki. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent
Oliver Schmidt, einn af yfirmönnum Volkswagen í Bandaríkjunum og sá sem er ábyrgur fyrir því að farið sé eftir reglugerðum þeim sem bílaframleiðendum eru settar þar vestra hefur verið settur í fangelsi. Schmidt hefur verið ákærður fyrir að hylma yfir ranglega framsettar upplýsingar um mengun Volkswagen bíla, en ákæruvaldið heldur því fram að hann hafi með kerfisbundnum hætti reynt að fela upplýsingar um þann svindlhugbúnað sem var í bílum Volkswagen í Bandaríkjunum. Hans býður nú allt að 5 ára fangelsi, verði hann fundinn sekur um þetta ákæruatriði. Annar starfsmaður Volkswagen í Bandaríkjunum sem er verkfræðingur hefur viðurkennt sekt sína í sama máli og gerði það reyndar í september á síðasta ári og hljóðar ákæra honum á hendur líka uppá 5 ára fangelsinsvist og 250.000 dollara sektargreiðslu að auki.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent