Körfubolti

Tyson-Thomas dró Njarðvíkurvagninn í sigri á Haukum | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Njarðvík vann Hauka með minnsta mun, 73-74, þegar liðin mættust í lokaleik 14. umferðar Domino's deildar kvenna í kvöld.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan.

Sem fyrr var Carmen Tyson-Thomas atkvæðamest í liði Njarðvíkur en hún skoraði 40 stig og tók 16 fráköst.

Haukar léku án bandarísks leikmanns í kvöld en voru samt nálægt því að kreista fram sigur.

Njarðvík leiddi með níu stigum í hálfleik, 28-37. Haukar tóku við sér í 3. leikhluta og náðu að minnka muninn í fjögur stig fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 53-57.

Njarðvík byrjaði 4. leikhlutann betur en Haukar komu aftur til baka og Sólrún Inga Gísladóttir minnkaði muninn í 67-71 þegar hún setti niður þrist.

Njarðvíkingar reyndust hins vegar sterkari á lokakaflanum og lönduðu eins stigs sigri, 73-74.

Tyson-Thomas var langstigahæst í liði Njarðvíkur eins og áður sagði. Soffía Rún Skúladóttir kom næst með 12 stig og Björk Gunnarsdóttir skoraði sex stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Dýrfinna Arnardóttir skoraði 16 stig fyrir Hauka og Rósa Björk Pétursdóttir fimmtán. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 12 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Njarðvík er áfram í 5. sæti deildarinnar og Haukar í áttunda og neðsta sætinu.

Haukar-Njarðvík 73-74 (15-18, 13-19, 25-20, 20-17)

Haukar: Dýrfinna Arnardóttir 16/4 fráköst/5 stolnir, Rósa Björk Pétursdóttir 15/5 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14/9 fráköst/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 13, Þóra Kristín Jónsdóttir 12/9 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2, Sigrún Björg Ólafsdóttir 1.

Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 40/16 fráköst/5 varin skot, Soffía Rún Skúladóttir 12, Björk Gunnarsdótir 6/6 fráköst/7 stoðsendingar, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4/5 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 4/6 fráköst, María Jónsdóttir 3/11 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2.

Carmen Tyson-Thomas átti enn einn stórleikinn.Vísir/Stefán

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×