
Bjarki og Vignir ekki með gegn Dönum

Arnar Freyr Arnarsson og Ómar Ingi Magnússon voru kallaðir úr landsliðshópnum til að fara til Serbíu þar sem U-21 árs landsliðið lék í sínum riðli í undankeppni HM.
Arnar Freyr og Ómar Ingi áttu að spila gegn Serbum í dag en komu ekkert við sögu þar sem Ísland var þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum.
Bjarki Már Elísson og Vignir Svavarsson munu heldur ekki spila leikinn gegn Dönum í kvöld. RÚV greinir frá.
Bjarki er lítillega meiddur og Vignir veikur en sá síðarnefndi er kominn í hálfgerða einangrun svo hann smiti ekki aðra í hópnum.
Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Tengdar fréttir

HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins
Haukamaðurinn Janus Daði Smárason hefur stimplað sig vel inn í íslenska handboltalandsliðið í Bygma bikarnum, æfingamóti sem fer fram í Danmörku þessa dagana.

Frábær markvarsla úr hornum
Einn vinsælasti frasinn um íslenska handboltamarkverði er sú að þeir geti ekki varið úr horni til þess að bjarga lífi sínu. Það var ekki raunin í leik íslenska landsliðsins gegn Egyptum í gær.

Strákarnir þurftu ekkert á Arnari Frey og Ómari Inga að halda | Komnir á HM
Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri er komið á HM sem fer fram í Alsír næsta sumar.

Ungu strákana langar á HM
Íslenska handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Egyptum í gær í fyrsta undirbúningsleik fyrir HM í Frakklandi. Liðið kom sterkt til baka eftir slaka byrjun. Ungu strákarnir mættu mjög grimmir til leiks.

Umfjöllun: Ísland - Danmörk 26-34 | Rassskelling í síðasta leiknum fyrir HM
Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld.

Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-30 | Kaflaskipt í tapi fyrir Ungverjum
Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi, 27-30, í öðrum leik sínum í Bygma bikarnum í Skjern í dag.

Strákarnir kláruðu riðilinn með fullu húsi
Strákarnir í íslenska U-21 árs landsliðinu unnu sinn riðil í undankeppni HM með fullu húsi.

HBStatz: Janus Daði bestur í bæði sókn og vörn á móti Egyptalandi
Janus Daði Smárason átti mjög góða innkomu í íslenska handboltalandsliðið í þriggja marka sigri liðsins á Egyptalandi á Bygma-æfingamótinu í Danmörku í gær. HBStatz tölfræðigreiningin sýnir og sannar að Haukamaðurinn hafi spilað best allra í íslenska liðinu í gær.

Umfjöllun: Ísland - Egyptaland 30-27 | Góð byrjun í Bygma bikarnum
Ísland vann þriggja marka sigur, 30-27, á Egyptalandi á Bygma Cup, æfingamóti í Danmörku, í dag.