„Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. janúar 2017 11:19 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Vísir „Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri og réttum upplýsingum til þeirra sem taka ákvarðanir, réttum upplýsingum í opinbera umræðu. Það er það sem starf hagsmunasamtaka gengur út á,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún sjávarútvegsmálin, stöðu kjaramála og hvers vegna hún ákvað að taka að sér starf framkvæmdastjóra svona öflugra hagsmunasamtaka sem SFS eru. Hún sagði starfið felast aðallega í því að notast sé við réttar upplýsingar alla daga þegar ákvarðanir eru teknar. Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, spurði Heiðrúnu Lind í kjölfarið hvort ekki væri umdeilanlegt hvað séu réttar upplýsingar? Heiðrún Lind sagði menn geta vissulega haft misjafnar skoðanir á sjávarútvegskerfinu og Íslendingar hafi miklar skoðanir og eigi að gera það, enda sjávarútvegurinn stór hluti af íslensku samfélagi. „En ég lít svo á að við séum séum að safna saman upplýsingum og koma þeim í réttan farveg og á framfæri.“Grein vakti mikla athygli Grein Heiðrúnar, Kjarabaráta þeirra hæst launuðu, sem birtist í Viðskiptablaðinu á fimmtudag og fjallaði um laun sjómanna vakti mikla athygli. Þar sagði hún að meðaltekjur sjómanna hafi hækkað úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir króna í fyrra. Sagði hún laun sjómanna vera hærri en lækna og sagði að forstjórar fjármálafyrirækja hljóti að fara fram á launahækkun ef sjómenn ná fram sínum ítrustu kröfum og sjómannaverkfallið leysist. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í grein á vef félagsins þennan samanburð Heiðrúnar vera með miklum ólíkindum því þessi meðallaun sem Heiðrún nefndi séu í engu samræmi við þau laun sem háseta á ísfirsktogurum og frystiskipum hafa. Vilhjálmur sagði þessi vinnubrögð til skammar því þarna sé ýjað að því að þetta séu meðallaun háseta sem eru í verkfalli en Vilhjálmur sagði þau eiga við tekjuhæsta sjómenn Íslands, skipstjóra og yfirvélstjóra og annarra yfirmanna á fiskiskipum sem ekki eru í verkfalli.Ekki óleysanlegt verkefni Í Sprengisandi í morgun var Heiðrún spurð út í kjaradeilur sjómanna og útgerðarmanna. Hún sagði verkefnið snúið en taldið það ekki óleysanlegt. „Auðvitað er miður að sjómenn hafi fellt samning í tvígang og það verður erfiðara í þriðja sinni að finna leiðir til að koma til móts við þessa afstöðu sjómanna. En það er auðvitað það sem við erum að reyna og í það minnsta finnst mér enn viðræðurnar vera þannig að það er eindreginn vilji allra aðila að sýna ábyrgð og ná að lenda samningi,“ sagði Heiðrún. Hún sagði hins vegar ástandið í dag ekki heppilegt til að ná samning vegna verulegrar styrkingu krónunnar sem hefur áhrif á tekjur útgerða og laun sjómanna til hins verra. Þá sé samningaviðræður erfiðar því ekki sé búið að mynda ríkisstjórn og því ekki vitað hvaða gjöld verða lögð á greinina til framtíðar. Hún minnti einnig á að í hefðbundnum kjaraviðræðum sé rætt um föst laun en í kjaraviðræðum sjómanna sé það öðruvísi farið því þar er deilt um hlutaskiptakerfi. „Menn eiga afla saman sem er tekinn upp úr sjó og hvernig ætlum við að skipta kostnaðinum sem fer í að ná í þenna afla. Þetta er það sem tekist er á um,“ sagði Heiðrún.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir fyrir neðan: Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00 Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri og réttum upplýsingum til þeirra sem taka ákvarðanir, réttum upplýsingum í opinbera umræðu. Það er það sem starf hagsmunasamtaka gengur út á,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún sjávarútvegsmálin, stöðu kjaramála og hvers vegna hún ákvað að taka að sér starf framkvæmdastjóra svona öflugra hagsmunasamtaka sem SFS eru. Hún sagði starfið felast aðallega í því að notast sé við réttar upplýsingar alla daga þegar ákvarðanir eru teknar. Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, spurði Heiðrúnu Lind í kjölfarið hvort ekki væri umdeilanlegt hvað séu réttar upplýsingar? Heiðrún Lind sagði menn geta vissulega haft misjafnar skoðanir á sjávarútvegskerfinu og Íslendingar hafi miklar skoðanir og eigi að gera það, enda sjávarútvegurinn stór hluti af íslensku samfélagi. „En ég lít svo á að við séum séum að safna saman upplýsingum og koma þeim í réttan farveg og á framfæri.“Grein vakti mikla athygli Grein Heiðrúnar, Kjarabaráta þeirra hæst launuðu, sem birtist í Viðskiptablaðinu á fimmtudag og fjallaði um laun sjómanna vakti mikla athygli. Þar sagði hún að meðaltekjur sjómanna hafi hækkað úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir króna í fyrra. Sagði hún laun sjómanna vera hærri en lækna og sagði að forstjórar fjármálafyrirækja hljóti að fara fram á launahækkun ef sjómenn ná fram sínum ítrustu kröfum og sjómannaverkfallið leysist. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í grein á vef félagsins þennan samanburð Heiðrúnar vera með miklum ólíkindum því þessi meðallaun sem Heiðrún nefndi séu í engu samræmi við þau laun sem háseta á ísfirsktogurum og frystiskipum hafa. Vilhjálmur sagði þessi vinnubrögð til skammar því þarna sé ýjað að því að þetta séu meðallaun háseta sem eru í verkfalli en Vilhjálmur sagði þau eiga við tekjuhæsta sjómenn Íslands, skipstjóra og yfirvélstjóra og annarra yfirmanna á fiskiskipum sem ekki eru í verkfalli.Ekki óleysanlegt verkefni Í Sprengisandi í morgun var Heiðrún spurð út í kjaradeilur sjómanna og útgerðarmanna. Hún sagði verkefnið snúið en taldið það ekki óleysanlegt. „Auðvitað er miður að sjómenn hafi fellt samning í tvígang og það verður erfiðara í þriðja sinni að finna leiðir til að koma til móts við þessa afstöðu sjómanna. En það er auðvitað það sem við erum að reyna og í það minnsta finnst mér enn viðræðurnar vera þannig að það er eindreginn vilji allra aðila að sýna ábyrgð og ná að lenda samningi,“ sagði Heiðrún. Hún sagði hins vegar ástandið í dag ekki heppilegt til að ná samning vegna verulegrar styrkingu krónunnar sem hefur áhrif á tekjur útgerða og laun sjómanna til hins verra. Þá sé samningaviðræður erfiðar því ekki sé búið að mynda ríkisstjórn og því ekki vitað hvaða gjöld verða lögð á greinina til framtíðar. Hún minnti einnig á að í hefðbundnum kjaraviðræðum sé rætt um föst laun en í kjaraviðræðum sjómanna sé það öðruvísi farið því þar er deilt um hlutaskiptakerfi. „Menn eiga afla saman sem er tekinn upp úr sjó og hvernig ætlum við að skipta kostnaðinum sem fer í að ná í þenna afla. Þetta er það sem tekist er á um,“ sagði Heiðrún.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir fyrir neðan:
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00 Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30
Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00
Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23